Nýr faraldur í boði ríkisstjórnarinnar Ólafur Ísleifsson skrifar 9. maí 2021 09:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar, samið í heilbrigðisráðuneytinu, um að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni verði breytt á þann hátt að kaup og varsla á takmörkuðu magni ávana- og fíkniefna, svokölluðum neysluskömmtum, verði heimiluð. Ýmislegt ógott hefur stafað frá ríkisstjórninni en þetta frumvarp verður að teljast af allra lakasta tagi. Rétt í þann mund sem þjóðin er að brjótast út úr veirufaraldrinum áformar ríkisstjórnin að efna til eiturlyfjafaraldurs sem þyngst mun koma niður á ungu fólki. Kunnáttufólk, læknar og lögregla leggjast fast gegn frumvarpinu. Landlæknir kallar eftir heildrænni nálgun og bendir á Barnasáttmálann Embætti landlæknis undirstrikar að allar breytingar á málaflokknum kalla á heildræna nálgun og víðtækt samráð. Þá ítrekar embættið nauðsyn þess að meta áhrif, bæði tilætluð og óvænt. Tillaga sem þessi muni hafa áhrif á aðra einstaklinga og hópa en tilgreindir eru í frumvarpinu. Taka verður tillit til þess í allri stefnumótun. Landlæknisembættið bendir á að hvergi kemur skýrt fram í frumvarpinu tillaga eða áætlun um auknar forvarnir. Nefnt er í umsögn þess, að í Portúgal var gerð langtímaáætlun og ákveðið að fjármagn til málaflokksins skyldi tvöfaldað yfir fimm ára tímabil. Þá sér landlæknisembættið ástæðu til að benda á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem einnig gildi á Íslandi segir m.a. í 33. gr: „Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir, þar á meðal á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félagsmála og menntamála, til verndar börnum gegn ólöglegri notkun ávana- og fíkniefna og skynvilluefna svo sem þau eru skilgreind í alþjóðasamningum sem um þau fjalla, og til að koma í veg fyrir að börn séu notuð við ólöglega framleiðslu slíkra efna og verslun með þau.“ Í niðurlagi spyr embættið: ·Hverjar eru mótvægisaðgerðir vegna ótilætlaðra áhrifa? ·Af hverju eru efni ekki gerð upptæk? ·Hver er ávinningurinn með þessari breytingu? Læknafélag Íslands: Ungmenni deyja vegna fíknar Læknafélag Íslands (LÍ) segir í umsögn að neysla ekki síst ungs fólks á ólöglegum fíkniefnum, sem ekki verður lengur refsiverð, sé alvarlegur vandi sem hafi alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir fíklana sjálfa en ekki síður fjölskyldur þeirra. Sumum tekst að vinna sig út úr fíkn en því miður eru þeir allt of margir sem tekst það ekki. Á hverju ári deyja ungmenni vegna fíknar. Læknafélagið leggur áherslu á að efla og auka meðferðarúrræði fyrir þá sem berjast við fíkn og verja auknu fjármagni til slíkra verkefna. Læknafélagið bendir á að hvergi er í frumvarpinu gert ráð fyrir neinum hliðaraðgerðum sambærilegum þeim sem gripið hefur verið til í öðrum löndum sem farið hafa þá leið að lögleiða neyslu fíkniefna eða gera hana ekki refsiverða. LÍ telur að svo afdrifaríkt skref sem þetta þurfi að stíga samhliða umfangsmiklum aðgerðum þar sem boðið er upp á meðferðarúrræði fyrir fíkniefnaneytendur, ráðgjöf og stuðning. Þá bendir LÍ á að frumvarpið gerir ekki tilraun til að skilgreina hvað sé neysluskammtur. Það á heilbrigðisráðherra að ákveða í reglugerð. Hætt er við fyrirhugaðar lagabreytingar dragi mátt úr þeim tólum sem lögreglan hefur í baráttunni gegn ólöglegri sölu fíkniefna. Ekki liggur fyrir hve margir dvelja eða hafa dvalið í fangelsi eða hlotið dóma vegna vörslu neysluskammta eingöngu án annarra tengdra afbrota. Þá liggur ekki fyrir hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við aukinni fíkniefnaneyslu ungmenna og fylgikvilla þess svo sem kvíða, þunglyndi og geðrofs. LÍ segir að þegar frumvarpið var í drögum í samráðsgátt stjórnvalda bentu fjölmargir aðilar, m.a. bæði embætti landlæknis og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu á framangreinda annmarka á frumvarpinu. Segir LÍ ekkert tillit hafi verið tekið til þessara ábendinga við lokaúrvinnslu þess. LÍ telur mikilvægt að hafa samráð við fagaðila og hlutaðeigandi aðila í undirbúningi svo afgerandi lagabreytingar sem hér er fyrirhuguð. Þá telur LI vert að benda að styrkja þurfi lögregluna í baráttu við sölu og dreifingu efnanna. LÍ segir allar rannsóknir sýna að heldur hafi dregið úr neyslu íslenskra ungmenna bæði á áfengi og öðrum vímuefnum undanfarin ár. LÍ telur að verði farin sú leið sem frumvarpið leggur til muni fíkniefnavandi íslenskra ungmenna aukast frá því sem nú er. Refsingar hafa varnaðaráhrif. Ef neysluskammtar verða lögleiddir þá mun það að öllum líkindum hvetja ungmenni til að prófa þessi ólöglegu efni með ófyrirséðum afleiðingum öðrum en þeim að fíklum mun fjölga, líkt og gerst hefur víða annars staðar þar sem gripið hefur verið til sambærilegrar lögleiðingar ólöglegra fíkniefna. Þá telur LÍ afar brýnt að forvarnir og fræðslustarf sé stóraukið. Forvarnir byggjast að mestu á að draga úr aðgengi að ávana- og fíkniefnum og telur LÍ að frumvarpið gangi gegn þeim markmiðum. Lögregluembættin: Frumvarpið er ófullnægjandi að efni Að mati ríkislögreglustjóra er með því að gera vörslu fíkniefna refsilausa gengið lengra en markmið frumvarpsins (þ.e. afglæpavæðing neysluskammta til eigin nota) ber með sér. Ríkislögreglustjóri leiðir í ljós með skýrum hætti að í þeim ríkjum veraldar sem talin eru hafa hvað mildasta löggjöf um fíkniefni og í þeim ríkjum er hafa sem líkasta samfélagsgerð (Norðurlönd) er „varsla“ fíkniefna refsiverð. Lögreglustjórafélagið hefur í umsögn bent á að mörkin milli þess að vera neytandi og seljandi séu ekki alltaf ljós. Vel þekkt er að neytendur fíkniefna fjármagna oft eigin neyslu með sölu á fíkniefnum. Þá er vel þekkt að seljendur fíkniefna hafa oft lítið magn fíkniefna á sér í því skyni að svo líti út sem um neysluskammta sé að ræða. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir í umsögn að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé tekið fram að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna líkt og minnst er á í frumvarpinu. Það er mat embættisins að hörðum refsingum sé ekki beitt fyrir vörslur fíkniefna á Íslandi. Þá er á það bent að neysla er ekki óheimil heldur varsla, sala, kaup o.s.frv. Við vörslubrotum fíkniefna liggur sektarrefsing þar sem fjárhæð miðast við magn. Fangelsisrefsingar eru ekki dæmdar fyrir vörslur fíkniefna og ítrekunaráhrif eru engin. Annað getur gilt um sölu fíkniefna en ekki er óalgengt að fyrir sölu séu þó dæmdar sektir. Sektir undir 100.000 kr. fara ekki á sakaskrá. Af síðasttöldu umsögninni sést að frumforsenda málsins að hverfa beri frá hörðum refsingum stenst ekki. Þær eru ekki fyrir hendi Hver verða örlög frumvarpsins á Alþingi? Miðflokkurinn hefur undir forystu formanns flokksins beitt sér af alefli gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra undir þeim formerkjum að með því sé efnt til nýs lífshættulegs faraldurs í landinu. Sigurður Páll Jónsson alþm., sem vel þekkir til málaflokksins, hefur í umræðum lagt áherslu á forvarnir og meðferðarúrræði. Karl Gauti Hjaltason alþm. og fyrrum lögreglustjóri hefur gert að tillögu sinni að tekin verði upp heimild til að strika af sakaskrá smávægileg brot að fullnægðum tilteknum skilyrðum svo fólk dragi ekki bernskubrek á eftir sér. Frumvarp heilbrigðisráðherra liggur sundurskotið í tætlum eftir að fram hafa komið umsagnir kunnáttufólks, lækna og lögreglu. Lykilhugtakið neysluskammtur er ekki skilgreint í frumvarpinu. Alla áherslu vantar á forvarnir og meðferðarúrræði. Spyrja má hvort nokkur þingmaður utan flokks pírata og kannski einhverra í VG ætli að styðja frumvarpið komi það til atkvæðagreiðslu? Kemur til greina að einhver þingmanna Sjálfstæðisflokksins greiði frumvarpinu atkvæði sitt? Vart verður því trúað um þingmenn Framsóknarflokksins sem vildi gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Fíkn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar, samið í heilbrigðisráðuneytinu, um að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni verði breytt á þann hátt að kaup og varsla á takmörkuðu magni ávana- og fíkniefna, svokölluðum neysluskömmtum, verði heimiluð. Ýmislegt ógott hefur stafað frá ríkisstjórninni en þetta frumvarp verður að teljast af allra lakasta tagi. Rétt í þann mund sem þjóðin er að brjótast út úr veirufaraldrinum áformar ríkisstjórnin að efna til eiturlyfjafaraldurs sem þyngst mun koma niður á ungu fólki. Kunnáttufólk, læknar og lögregla leggjast fast gegn frumvarpinu. Landlæknir kallar eftir heildrænni nálgun og bendir á Barnasáttmálann Embætti landlæknis undirstrikar að allar breytingar á málaflokknum kalla á heildræna nálgun og víðtækt samráð. Þá ítrekar embættið nauðsyn þess að meta áhrif, bæði tilætluð og óvænt. Tillaga sem þessi muni hafa áhrif á aðra einstaklinga og hópa en tilgreindir eru í frumvarpinu. Taka verður tillit til þess í allri stefnumótun. Landlæknisembættið bendir á að hvergi kemur skýrt fram í frumvarpinu tillaga eða áætlun um auknar forvarnir. Nefnt er í umsögn þess, að í Portúgal var gerð langtímaáætlun og ákveðið að fjármagn til málaflokksins skyldi tvöfaldað yfir fimm ára tímabil. Þá sér landlæknisembættið ástæðu til að benda á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem einnig gildi á Íslandi segir m.a. í 33. gr: „Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir, þar á meðal á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félagsmála og menntamála, til verndar börnum gegn ólöglegri notkun ávana- og fíkniefna og skynvilluefna svo sem þau eru skilgreind í alþjóðasamningum sem um þau fjalla, og til að koma í veg fyrir að börn séu notuð við ólöglega framleiðslu slíkra efna og verslun með þau.“ Í niðurlagi spyr embættið: ·Hverjar eru mótvægisaðgerðir vegna ótilætlaðra áhrifa? ·Af hverju eru efni ekki gerð upptæk? ·Hver er ávinningurinn með þessari breytingu? Læknafélag Íslands: Ungmenni deyja vegna fíknar Læknafélag Íslands (LÍ) segir í umsögn að neysla ekki síst ungs fólks á ólöglegum fíkniefnum, sem ekki verður lengur refsiverð, sé alvarlegur vandi sem hafi alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir fíklana sjálfa en ekki síður fjölskyldur þeirra. Sumum tekst að vinna sig út úr fíkn en því miður eru þeir allt of margir sem tekst það ekki. Á hverju ári deyja ungmenni vegna fíknar. Læknafélagið leggur áherslu á að efla og auka meðferðarúrræði fyrir þá sem berjast við fíkn og verja auknu fjármagni til slíkra verkefna. Læknafélagið bendir á að hvergi er í frumvarpinu gert ráð fyrir neinum hliðaraðgerðum sambærilegum þeim sem gripið hefur verið til í öðrum löndum sem farið hafa þá leið að lögleiða neyslu fíkniefna eða gera hana ekki refsiverða. LÍ telur að svo afdrifaríkt skref sem þetta þurfi að stíga samhliða umfangsmiklum aðgerðum þar sem boðið er upp á meðferðarúrræði fyrir fíkniefnaneytendur, ráðgjöf og stuðning. Þá bendir LÍ á að frumvarpið gerir ekki tilraun til að skilgreina hvað sé neysluskammtur. Það á heilbrigðisráðherra að ákveða í reglugerð. Hætt er við fyrirhugaðar lagabreytingar dragi mátt úr þeim tólum sem lögreglan hefur í baráttunni gegn ólöglegri sölu fíkniefna. Ekki liggur fyrir hve margir dvelja eða hafa dvalið í fangelsi eða hlotið dóma vegna vörslu neysluskammta eingöngu án annarra tengdra afbrota. Þá liggur ekki fyrir hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við aukinni fíkniefnaneyslu ungmenna og fylgikvilla þess svo sem kvíða, þunglyndi og geðrofs. LÍ segir að þegar frumvarpið var í drögum í samráðsgátt stjórnvalda bentu fjölmargir aðilar, m.a. bæði embætti landlæknis og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu á framangreinda annmarka á frumvarpinu. Segir LÍ ekkert tillit hafi verið tekið til þessara ábendinga við lokaúrvinnslu þess. LÍ telur mikilvægt að hafa samráð við fagaðila og hlutaðeigandi aðila í undirbúningi svo afgerandi lagabreytingar sem hér er fyrirhuguð. Þá telur LI vert að benda að styrkja þurfi lögregluna í baráttu við sölu og dreifingu efnanna. LÍ segir allar rannsóknir sýna að heldur hafi dregið úr neyslu íslenskra ungmenna bæði á áfengi og öðrum vímuefnum undanfarin ár. LÍ telur að verði farin sú leið sem frumvarpið leggur til muni fíkniefnavandi íslenskra ungmenna aukast frá því sem nú er. Refsingar hafa varnaðaráhrif. Ef neysluskammtar verða lögleiddir þá mun það að öllum líkindum hvetja ungmenni til að prófa þessi ólöglegu efni með ófyrirséðum afleiðingum öðrum en þeim að fíklum mun fjölga, líkt og gerst hefur víða annars staðar þar sem gripið hefur verið til sambærilegrar lögleiðingar ólöglegra fíkniefna. Þá telur LÍ afar brýnt að forvarnir og fræðslustarf sé stóraukið. Forvarnir byggjast að mestu á að draga úr aðgengi að ávana- og fíkniefnum og telur LÍ að frumvarpið gangi gegn þeim markmiðum. Lögregluembættin: Frumvarpið er ófullnægjandi að efni Að mati ríkislögreglustjóra er með því að gera vörslu fíkniefna refsilausa gengið lengra en markmið frumvarpsins (þ.e. afglæpavæðing neysluskammta til eigin nota) ber með sér. Ríkislögreglustjóri leiðir í ljós með skýrum hætti að í þeim ríkjum veraldar sem talin eru hafa hvað mildasta löggjöf um fíkniefni og í þeim ríkjum er hafa sem líkasta samfélagsgerð (Norðurlönd) er „varsla“ fíkniefna refsiverð. Lögreglustjórafélagið hefur í umsögn bent á að mörkin milli þess að vera neytandi og seljandi séu ekki alltaf ljós. Vel þekkt er að neytendur fíkniefna fjármagna oft eigin neyslu með sölu á fíkniefnum. Þá er vel þekkt að seljendur fíkniefna hafa oft lítið magn fíkniefna á sér í því skyni að svo líti út sem um neysluskammta sé að ræða. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir í umsögn að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé tekið fram að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna líkt og minnst er á í frumvarpinu. Það er mat embættisins að hörðum refsingum sé ekki beitt fyrir vörslur fíkniefna á Íslandi. Þá er á það bent að neysla er ekki óheimil heldur varsla, sala, kaup o.s.frv. Við vörslubrotum fíkniefna liggur sektarrefsing þar sem fjárhæð miðast við magn. Fangelsisrefsingar eru ekki dæmdar fyrir vörslur fíkniefna og ítrekunaráhrif eru engin. Annað getur gilt um sölu fíkniefna en ekki er óalgengt að fyrir sölu séu þó dæmdar sektir. Sektir undir 100.000 kr. fara ekki á sakaskrá. Af síðasttöldu umsögninni sést að frumforsenda málsins að hverfa beri frá hörðum refsingum stenst ekki. Þær eru ekki fyrir hendi Hver verða örlög frumvarpsins á Alþingi? Miðflokkurinn hefur undir forystu formanns flokksins beitt sér af alefli gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra undir þeim formerkjum að með því sé efnt til nýs lífshættulegs faraldurs í landinu. Sigurður Páll Jónsson alþm., sem vel þekkir til málaflokksins, hefur í umræðum lagt áherslu á forvarnir og meðferðarúrræði. Karl Gauti Hjaltason alþm. og fyrrum lögreglustjóri hefur gert að tillögu sinni að tekin verði upp heimild til að strika af sakaskrá smávægileg brot að fullnægðum tilteknum skilyrðum svo fólk dragi ekki bernskubrek á eftir sér. Frumvarp heilbrigðisráðherra liggur sundurskotið í tætlum eftir að fram hafa komið umsagnir kunnáttufólks, lækna og lögreglu. Lykilhugtakið neysluskammtur er ekki skilgreint í frumvarpinu. Alla áherslu vantar á forvarnir og meðferðarúrræði. Spyrja má hvort nokkur þingmaður utan flokks pírata og kannski einhverra í VG ætli að styðja frumvarpið komi það til atkvæðagreiðslu? Kemur til greina að einhver þingmanna Sjálfstæðisflokksins greiði frumvarpinu atkvæði sitt? Vart verður því trúað um þingmenn Framsóknarflokksins sem vildi gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun