Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 10:25 Háir og kraftmiklir strókar koma nú upp úr jörðinni í Geldingadölum og nágrenni með hléum á milli. Gosmökkurinn getur dottið niður í millitíðinni. Vísir/Vilhelm Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. Strókavirkni gossins síðustu vikuna veik í gær fyrir þeirri stöðugu og jöfnu virkni sem einkenndi gosið lengst framan af, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi fór strókavirknin aftur af stað. „Það er aftur kominn þessi strókaritmi þar sem koma háir kraftmiklir kvikustrókar sem halda nokkuð jafnri virkni í nokkrar mínútur og svo dettur það niður og bíður eftir næsta strók. Þannig að það er kominn aftur þessi taktfasti ritmi í gosið,“ segir hún. Þrátt fyrir að gosmökkurinn detti niður og sjáist ekki um stund á milli strókanna, eins og gerðist í morgun, segir Salóme að kvika renni áfram og niður í Meradali, jafnvel þó að hún sjáist ekki á vefmyndavélum á svæðinu. Vísir fékk ábendingar um það í morgun að gosmökkurinn sæist ekki lengur frá höfuðborgarsvæinu. „Gosinu er svo sannarlega ekki lokið, það get ég sagt þér,“ segir Salóme. Virknin nú er að mestu bundin við þann gíg sem hefur verið talinn sá fimmti í röðinni frá því að gosið hófst líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Tilkynningar bárust í gær um að fyrsti og elsti gígurinn væri aftur orðinn virkur en Salóme segir ekki vitað hvort að svo sé enn. „Það kom aðeins smáskot í fyrsta gíginn í gær. Ég veit ekki hvort að það sé áfram í gangi eða ekki. Það er dálítið erfitt að sjá það á myndavélum. Við fengum bara eina eða tvær tilkynningar í gær um að það væri kvika að koma upp úr elsta gígnum og það er alveg öruggt að það var miðað við þær myndir sem við fengum. En við höfum ekki fengið neinar aðrar tilkynningar um það þannig að ég veit ekki hvort það hafi dottið niður aftur eða ekki,“ segir hún. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Strókavirkni gossins síðustu vikuna veik í gær fyrir þeirri stöðugu og jöfnu virkni sem einkenndi gosið lengst framan af, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi fór strókavirknin aftur af stað. „Það er aftur kominn þessi strókaritmi þar sem koma háir kraftmiklir kvikustrókar sem halda nokkuð jafnri virkni í nokkrar mínútur og svo dettur það niður og bíður eftir næsta strók. Þannig að það er kominn aftur þessi taktfasti ritmi í gosið,“ segir hún. Þrátt fyrir að gosmökkurinn detti niður og sjáist ekki um stund á milli strókanna, eins og gerðist í morgun, segir Salóme að kvika renni áfram og niður í Meradali, jafnvel þó að hún sjáist ekki á vefmyndavélum á svæðinu. Vísir fékk ábendingar um það í morgun að gosmökkurinn sæist ekki lengur frá höfuðborgarsvæinu. „Gosinu er svo sannarlega ekki lokið, það get ég sagt þér,“ segir Salóme. Virknin nú er að mestu bundin við þann gíg sem hefur verið talinn sá fimmti í röðinni frá því að gosið hófst líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Tilkynningar bárust í gær um að fyrsti og elsti gígurinn væri aftur orðinn virkur en Salóme segir ekki vitað hvort að svo sé enn. „Það kom aðeins smáskot í fyrsta gíginn í gær. Ég veit ekki hvort að það sé áfram í gangi eða ekki. Það er dálítið erfitt að sjá það á myndavélum. Við fengum bara eina eða tvær tilkynningar í gær um að það væri kvika að koma upp úr elsta gígnum og það er alveg öruggt að það var miðað við þær myndir sem við fengum. En við höfum ekki fengið neinar aðrar tilkynningar um það þannig að ég veit ekki hvort það hafi dottið niður aftur eða ekki,“ segir hún.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira