Bjarnargreiði í góðri trú Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 9. maí 2021 14:09 Málflutningur Miðflokksins um frumvarp félagsmálaráðherra nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð) hefur skapað mikla umræðu. Ágallar málsins eru meðal annars mikilvæg atriði sem snúa að kostnaði við frumvarpið. Ekki er tekið tillit til þess afleidda kostnaðar sem umsagnaraðilar benda á. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á þessum atriðum. Sambandið hvatti Velferðarnefnd Alþingis sérstaklega til þess að skoða verkefni sem tengjast samræmdri móttöku flóttafólks. Séu þau skoðuð er einsýnt að verkefnin eru verulega vanfjármögnuð. Nú þegar má sjá merki þess að fjármagn hafi skort í samningum sem Félagsmálaráðuneytið gerði við móttökusveitarfélög og svo virðist vera að ekki eigi að bæta þeim (sveitarfélögunum) þau viðbótarútgjöld sem mynduðust vegna aukins álags á skólakerfið og félagsþjónustu. Sambandið bendir einnig á að ekki er tekið tillit til aðkomu heilbrigðiskerfisins. Þetta allt vekur upp spurningar, hvort verið sé að huga að öllum þeim þáttum sem þurfa að vera til staðar þegar lagt er upp í þessa vegferð. Tekið er fram í frumvarpinu að kostnaðurinn verði 23,7 millj. kr. og það segir sig sjálft að sá kostnaður dekkar á engan hátt allt málefnasviðið sem frumvarpið tekur þó til. Það nægir að nefna möguleika til náms, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, atvinnu og samgöngum. Það er eitt að setja fram stefnu en þá verður líka að vera til innistæða fyrir stefnunni. Það þarf að gera ráð fyrir því að til staðar verði stuðningur og þjónusta. Menntakerfið þarf að vera í stakk búið til að mæta fleiri nemendum með mismunandi þarfir, tryggja þarf að kennarar fái faglegan stuðning sem þeim ber. Félagsþjónusta sveitarfélaga þarf að vera nægjanlega undirbúin svo hún geti staðið við sitt hlutverk og aðgengi að heilbrigðusþjónustu þarf að vera fullnægjandi. Auk þessa er Vinnumálastofnun ætlað stórt hlutverk. Spurningum við öllum þessum vafaatriðum þarf að veita svör. Þingmenn Miðflokksins eru sagðir misskilja tilgang frumvarpsins, því sé aðeins ætlað að samhæfa þjónustu sem veitt er og þess vegna verði kostnaður aðeins bundinn við það. En þá verður að benda á að fleiri virðast misskilja efni frumvarpsins miðað við þær umsagnir sem bárust Velferðarnefnd Alþingis. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Málflutningur Miðflokksins um frumvarp félagsmálaráðherra nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð) hefur skapað mikla umræðu. Ágallar málsins eru meðal annars mikilvæg atriði sem snúa að kostnaði við frumvarpið. Ekki er tekið tillit til þess afleidda kostnaðar sem umsagnaraðilar benda á. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á þessum atriðum. Sambandið hvatti Velferðarnefnd Alþingis sérstaklega til þess að skoða verkefni sem tengjast samræmdri móttöku flóttafólks. Séu þau skoðuð er einsýnt að verkefnin eru verulega vanfjármögnuð. Nú þegar má sjá merki þess að fjármagn hafi skort í samningum sem Félagsmálaráðuneytið gerði við móttökusveitarfélög og svo virðist vera að ekki eigi að bæta þeim (sveitarfélögunum) þau viðbótarútgjöld sem mynduðust vegna aukins álags á skólakerfið og félagsþjónustu. Sambandið bendir einnig á að ekki er tekið tillit til aðkomu heilbrigðiskerfisins. Þetta allt vekur upp spurningar, hvort verið sé að huga að öllum þeim þáttum sem þurfa að vera til staðar þegar lagt er upp í þessa vegferð. Tekið er fram í frumvarpinu að kostnaðurinn verði 23,7 millj. kr. og það segir sig sjálft að sá kostnaður dekkar á engan hátt allt málefnasviðið sem frumvarpið tekur þó til. Það nægir að nefna möguleika til náms, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, atvinnu og samgöngum. Það er eitt að setja fram stefnu en þá verður líka að vera til innistæða fyrir stefnunni. Það þarf að gera ráð fyrir því að til staðar verði stuðningur og þjónusta. Menntakerfið þarf að vera í stakk búið til að mæta fleiri nemendum með mismunandi þarfir, tryggja þarf að kennarar fái faglegan stuðning sem þeim ber. Félagsþjónusta sveitarfélaga þarf að vera nægjanlega undirbúin svo hún geti staðið við sitt hlutverk og aðgengi að heilbrigðusþjónustu þarf að vera fullnægjandi. Auk þessa er Vinnumálastofnun ætlað stórt hlutverk. Spurningum við öllum þessum vafaatriðum þarf að veita svör. Þingmenn Miðflokksins eru sagðir misskilja tilgang frumvarpsins, því sé aðeins ætlað að samhæfa þjónustu sem veitt er og þess vegna verði kostnaður aðeins bundinn við það. En þá verður að benda á að fleiri virðast misskilja efni frumvarpsins miðað við þær umsagnir sem bárust Velferðarnefnd Alþingis. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun