Að veðja á einstaklinginn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 9. maí 2021 17:32 Það besta við vorið er að með hlýjum vorvindum fylgir bylgja af jákvæðni og bjartsýni. Það lýsir því fullkomlega hversu bjartsýnir tímar eru fram undan að sjá fjöldann allan af atvinnuauglýsingum í blöðunum þessa dagana. Jafnvel staðarmiðlarnir eru fullir af atvinnutækifærum. Að veðja á fyrirtækin í landinu í Covid-viðspyrnunni hefur sýnilega borgað sig. Að velja að standa með þeim einstaklingum sem mynda verðmætin í landinu var gríðarlega mikilvægt. Það er ósanngjarnt að halda því fram að þannig hafi ekki verið staðið með einstaklingum í landinu. Heldur fólk að einstaklingar í atvinnurekstri reki ekki heimili? Að starfsmenn á hinum almenna markaði eigi ekki sjálfir heimili? Jöfn tækifæri Ég trúi á einstaklinginn. Að hér þurfi að skapa frjálst og opið umhverfi fyrir einstaklinginn til að blómstra. Í kjölfar heimsfaraldurs þurfum við enn frekar að halda uppi frjálslyndum sjónarmiðum. Umhverfið sem við sköpum utan um einstaklinginn þarf að vera þess eðlis að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta krafta sína samfélaginu til góða. Í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þarf að vera á samfélaginu í kjölfar mikilla takmarkana er enn mikilvægara að við stöndum með þeim sem hafa frumkvæðið og skapa verðmætin í landinu. Að við stöndum með tækifærum til nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu. Við megum ekki vera of feimin við að ræða um mikilvægi einkaframtaksins í verðmætasköpuninni og covid-viðspyrnunni. Þensla ríkisins Þegar í harðbakkann slær þarf að huga að nýjum lausnum. Það þarf að koma hjólunum aftur af stað og til þess kann að þurfa að huga að opinberum fjárfestingum og uppbyggingu á innviðum í landinu. En það þarf líka að huga að því að einfalda umhverfi atvinnulífsins, til dæmis með einföldun á regluverki, skilvirkara samkeppniseftirliti og lægri skattbyrði. Í mínum augum er það rautt flagg að ætla að keyra á aukna þenslu ríkisins og ekkert á að gera fyrir atvinnulífið. Hver borgar brúsann? Það er akkúrat þessi spurning sem skiptir máli þegar taka á ákvarðanir um framtíð Íslands. Ég er nokkuð viss um að unga fólkið og komandi kynslóðir séu ekkert alveg tilbúnar að borga fyrir þær skammsýnu aðgerðir sem sumir flokkar kynna í kosningaherferðum sínum. Margar þessara hugmynda byggja á einhverskonar hugmyndafræði um að ríkissjóður sé einhverskonar opinn tékki. Verkefnin eru kynnt sem skyndilausn á tímabundnum vanda þegar ljóst er að þau munu binda hendur ríkissjóðs til lengri tíma. Einnig væri það hollt og gott ef stjórnmálamenn væru reglulega minntir á þá staðreynd að það er fólkið í landinu sem borgar fyrir þenslu ríkisins. En menn gleyma því að ábyrgð þeirra er mikil og að hlutverk þeirra er ekki að seilast dýpra í vasa almennings eftir hverri góðu hugmyndinni eftir annarri. Það gleymist oft að peningarnir koma ekki af himnum ofan. Þetta eru peningar fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisins í uppbyggingu samfélagsins eiga ekki að miða að því að auka umsvif ríkisins. Til að standa sterkari handan heimsfaraldurs þarf að veðja á einstaklinginn. Byggjum opnara samfélag með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Sjá meira
Það besta við vorið er að með hlýjum vorvindum fylgir bylgja af jákvæðni og bjartsýni. Það lýsir því fullkomlega hversu bjartsýnir tímar eru fram undan að sjá fjöldann allan af atvinnuauglýsingum í blöðunum þessa dagana. Jafnvel staðarmiðlarnir eru fullir af atvinnutækifærum. Að veðja á fyrirtækin í landinu í Covid-viðspyrnunni hefur sýnilega borgað sig. Að velja að standa með þeim einstaklingum sem mynda verðmætin í landinu var gríðarlega mikilvægt. Það er ósanngjarnt að halda því fram að þannig hafi ekki verið staðið með einstaklingum í landinu. Heldur fólk að einstaklingar í atvinnurekstri reki ekki heimili? Að starfsmenn á hinum almenna markaði eigi ekki sjálfir heimili? Jöfn tækifæri Ég trúi á einstaklinginn. Að hér þurfi að skapa frjálst og opið umhverfi fyrir einstaklinginn til að blómstra. Í kjölfar heimsfaraldurs þurfum við enn frekar að halda uppi frjálslyndum sjónarmiðum. Umhverfið sem við sköpum utan um einstaklinginn þarf að vera þess eðlis að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta krafta sína samfélaginu til góða. Í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þarf að vera á samfélaginu í kjölfar mikilla takmarkana er enn mikilvægara að við stöndum með þeim sem hafa frumkvæðið og skapa verðmætin í landinu. Að við stöndum með tækifærum til nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu. Við megum ekki vera of feimin við að ræða um mikilvægi einkaframtaksins í verðmætasköpuninni og covid-viðspyrnunni. Þensla ríkisins Þegar í harðbakkann slær þarf að huga að nýjum lausnum. Það þarf að koma hjólunum aftur af stað og til þess kann að þurfa að huga að opinberum fjárfestingum og uppbyggingu á innviðum í landinu. En það þarf líka að huga að því að einfalda umhverfi atvinnulífsins, til dæmis með einföldun á regluverki, skilvirkara samkeppniseftirliti og lægri skattbyrði. Í mínum augum er það rautt flagg að ætla að keyra á aukna þenslu ríkisins og ekkert á að gera fyrir atvinnulífið. Hver borgar brúsann? Það er akkúrat þessi spurning sem skiptir máli þegar taka á ákvarðanir um framtíð Íslands. Ég er nokkuð viss um að unga fólkið og komandi kynslóðir séu ekkert alveg tilbúnar að borga fyrir þær skammsýnu aðgerðir sem sumir flokkar kynna í kosningaherferðum sínum. Margar þessara hugmynda byggja á einhverskonar hugmyndafræði um að ríkissjóður sé einhverskonar opinn tékki. Verkefnin eru kynnt sem skyndilausn á tímabundnum vanda þegar ljóst er að þau munu binda hendur ríkissjóðs til lengri tíma. Einnig væri það hollt og gott ef stjórnmálamenn væru reglulega minntir á þá staðreynd að það er fólkið í landinu sem borgar fyrir þenslu ríkisins. En menn gleyma því að ábyrgð þeirra er mikil og að hlutverk þeirra er ekki að seilast dýpra í vasa almennings eftir hverri góðu hugmyndinni eftir annarri. Það gleymist oft að peningarnir koma ekki af himnum ofan. Þetta eru peningar fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisins í uppbyggingu samfélagsins eiga ekki að miða að því að auka umsvif ríkisins. Til að standa sterkari handan heimsfaraldurs þarf að veðja á einstaklinginn. Byggjum opnara samfélag með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun