Að veðja á einstaklinginn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 9. maí 2021 17:32 Það besta við vorið er að með hlýjum vorvindum fylgir bylgja af jákvæðni og bjartsýni. Það lýsir því fullkomlega hversu bjartsýnir tímar eru fram undan að sjá fjöldann allan af atvinnuauglýsingum í blöðunum þessa dagana. Jafnvel staðarmiðlarnir eru fullir af atvinnutækifærum. Að veðja á fyrirtækin í landinu í Covid-viðspyrnunni hefur sýnilega borgað sig. Að velja að standa með þeim einstaklingum sem mynda verðmætin í landinu var gríðarlega mikilvægt. Það er ósanngjarnt að halda því fram að þannig hafi ekki verið staðið með einstaklingum í landinu. Heldur fólk að einstaklingar í atvinnurekstri reki ekki heimili? Að starfsmenn á hinum almenna markaði eigi ekki sjálfir heimili? Jöfn tækifæri Ég trúi á einstaklinginn. Að hér þurfi að skapa frjálst og opið umhverfi fyrir einstaklinginn til að blómstra. Í kjölfar heimsfaraldurs þurfum við enn frekar að halda uppi frjálslyndum sjónarmiðum. Umhverfið sem við sköpum utan um einstaklinginn þarf að vera þess eðlis að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta krafta sína samfélaginu til góða. Í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þarf að vera á samfélaginu í kjölfar mikilla takmarkana er enn mikilvægara að við stöndum með þeim sem hafa frumkvæðið og skapa verðmætin í landinu. Að við stöndum með tækifærum til nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu. Við megum ekki vera of feimin við að ræða um mikilvægi einkaframtaksins í verðmætasköpuninni og covid-viðspyrnunni. Þensla ríkisins Þegar í harðbakkann slær þarf að huga að nýjum lausnum. Það þarf að koma hjólunum aftur af stað og til þess kann að þurfa að huga að opinberum fjárfestingum og uppbyggingu á innviðum í landinu. En það þarf líka að huga að því að einfalda umhverfi atvinnulífsins, til dæmis með einföldun á regluverki, skilvirkara samkeppniseftirliti og lægri skattbyrði. Í mínum augum er það rautt flagg að ætla að keyra á aukna þenslu ríkisins og ekkert á að gera fyrir atvinnulífið. Hver borgar brúsann? Það er akkúrat þessi spurning sem skiptir máli þegar taka á ákvarðanir um framtíð Íslands. Ég er nokkuð viss um að unga fólkið og komandi kynslóðir séu ekkert alveg tilbúnar að borga fyrir þær skammsýnu aðgerðir sem sumir flokkar kynna í kosningaherferðum sínum. Margar þessara hugmynda byggja á einhverskonar hugmyndafræði um að ríkissjóður sé einhverskonar opinn tékki. Verkefnin eru kynnt sem skyndilausn á tímabundnum vanda þegar ljóst er að þau munu binda hendur ríkissjóðs til lengri tíma. Einnig væri það hollt og gott ef stjórnmálamenn væru reglulega minntir á þá staðreynd að það er fólkið í landinu sem borgar fyrir þenslu ríkisins. En menn gleyma því að ábyrgð þeirra er mikil og að hlutverk þeirra er ekki að seilast dýpra í vasa almennings eftir hverri góðu hugmyndinni eftir annarri. Það gleymist oft að peningarnir koma ekki af himnum ofan. Þetta eru peningar fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisins í uppbyggingu samfélagsins eiga ekki að miða að því að auka umsvif ríkisins. Til að standa sterkari handan heimsfaraldurs þarf að veðja á einstaklinginn. Byggjum opnara samfélag með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Það besta við vorið er að með hlýjum vorvindum fylgir bylgja af jákvæðni og bjartsýni. Það lýsir því fullkomlega hversu bjartsýnir tímar eru fram undan að sjá fjöldann allan af atvinnuauglýsingum í blöðunum þessa dagana. Jafnvel staðarmiðlarnir eru fullir af atvinnutækifærum. Að veðja á fyrirtækin í landinu í Covid-viðspyrnunni hefur sýnilega borgað sig. Að velja að standa með þeim einstaklingum sem mynda verðmætin í landinu var gríðarlega mikilvægt. Það er ósanngjarnt að halda því fram að þannig hafi ekki verið staðið með einstaklingum í landinu. Heldur fólk að einstaklingar í atvinnurekstri reki ekki heimili? Að starfsmenn á hinum almenna markaði eigi ekki sjálfir heimili? Jöfn tækifæri Ég trúi á einstaklinginn. Að hér þurfi að skapa frjálst og opið umhverfi fyrir einstaklinginn til að blómstra. Í kjölfar heimsfaraldurs þurfum við enn frekar að halda uppi frjálslyndum sjónarmiðum. Umhverfið sem við sköpum utan um einstaklinginn þarf að vera þess eðlis að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta krafta sína samfélaginu til góða. Í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þarf að vera á samfélaginu í kjölfar mikilla takmarkana er enn mikilvægara að við stöndum með þeim sem hafa frumkvæðið og skapa verðmætin í landinu. Að við stöndum með tækifærum til nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu. Við megum ekki vera of feimin við að ræða um mikilvægi einkaframtaksins í verðmætasköpuninni og covid-viðspyrnunni. Þensla ríkisins Þegar í harðbakkann slær þarf að huga að nýjum lausnum. Það þarf að koma hjólunum aftur af stað og til þess kann að þurfa að huga að opinberum fjárfestingum og uppbyggingu á innviðum í landinu. En það þarf líka að huga að því að einfalda umhverfi atvinnulífsins, til dæmis með einföldun á regluverki, skilvirkara samkeppniseftirliti og lægri skattbyrði. Í mínum augum er það rautt flagg að ætla að keyra á aukna þenslu ríkisins og ekkert á að gera fyrir atvinnulífið. Hver borgar brúsann? Það er akkúrat þessi spurning sem skiptir máli þegar taka á ákvarðanir um framtíð Íslands. Ég er nokkuð viss um að unga fólkið og komandi kynslóðir séu ekkert alveg tilbúnar að borga fyrir þær skammsýnu aðgerðir sem sumir flokkar kynna í kosningaherferðum sínum. Margar þessara hugmynda byggja á einhverskonar hugmyndafræði um að ríkissjóður sé einhverskonar opinn tékki. Verkefnin eru kynnt sem skyndilausn á tímabundnum vanda þegar ljóst er að þau munu binda hendur ríkissjóðs til lengri tíma. Einnig væri það hollt og gott ef stjórnmálamenn væru reglulega minntir á þá staðreynd að það er fólkið í landinu sem borgar fyrir þenslu ríkisins. En menn gleyma því að ábyrgð þeirra er mikil og að hlutverk þeirra er ekki að seilast dýpra í vasa almennings eftir hverri góðu hugmyndinni eftir annarri. Það gleymist oft að peningarnir koma ekki af himnum ofan. Þetta eru peningar fólksins í landinu. Aðgerðir ríkisins í uppbyggingu samfélagsins eiga ekki að miða að því að auka umsvif ríkisins. Til að standa sterkari handan heimsfaraldurs þarf að veðja á einstaklinginn. Byggjum opnara samfélag með jafnrétti og frelsi að leiðarljósi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar