Hjarðónæmi ekki síst mikilvægt fyrir þá sem geta ekki þegið bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 11:45 Þórólfur sagðist gera ráð fyrir að 60 til 70 prósenta markið næðist í júní. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstarfsmaðurinn sem greindist fyrir norðan var ekki bólusettur þar sem hann er einn þeirra sem getur ekki þegið bólusetningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta eina ástæðu þess að mikilvægt sé að hámarka fjölda bólusettra. „Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að fá þetta samfélagslega ónæmi, vegna þess að það er fólk þarna sem er ekki hægt að bólusetja, má ekki bólusetja einhverra hluta vegna, og þá erum við sem erum bólusett í krinum þau; við verjum þau með því. Það er það sem þetta hjarðónæmi gengur út á,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Sagði hann miðað við að hjarðónæmi næðist við 60 til 70 prósent og að það myndi ekki nást fyrr en í júní í fyrsta lagi. Sóttvarnalæknir sagði kallaði það skrýtna pólitík ef Bandaríkjamenn hygðust ekki ætla að hleypa einstaklingum bólusettum með bóluefninu frá AstraZeneca. Þeir væru sjálfir búnir að framkvæma rannsóknir sem sýndu fram á virkni efnisins. „Já, það er ennþá þörf fyrir það,“ svaraði sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort það væri enn nauðsynlegt að halda tveggja metra fjarlægð á sama tíma og grímuskylda væri í gildi. „Við erum með afbrigði í gangi sem hefur verið að leggjast þyngra á yngra fólk erlendis, þó það hafi ekki gert það hér. Við höfum bara náð að halda veirunni það mikið í skefjum að við höfum ekki fengið neina útbreiðslu. Og við erum ekki búin að ná þessu hjarðónæmi þannig að við getum fengið stóra hópsýkingu og jafnvel nýja bylgju áður en við er litið. Og af yngra fólki. Og við erum að sjá fréttir erlendis frá; alls staðar í Evrópu, á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku… þetta er að ganga betur hjá þeim núna en allar þessar þjóðir hafa verið með miklu meira af innlögnum af yngra fólki núna heldur en með fyrri afbrigði. Þannig að við erum ennþá bara í þessu. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að ná góðu hjarðónæmi og þá getum við farið að slaka verulega á.“ Um grímunotkunina sagði Þórólfur einnota grímur hætta að virka eftir nokkurn tíma. Þær gerðu ekki mikið gagn ef þær væru ekki notaðar rétt en það væri ef til vill ekki aðal málið núna. Fólk þyrfti að slaka á og leyfa tímanum að líða þar til hjarðónæmi næðist. Fólk virtist skiptast í hópa eftir því hvort það væri með eða á móti grímum. „Sumir vilja hafa grímurnar og aðrir ekki en ég held að fólk ætti bara aðeins að reyna að róa sig yfir þessu,“ sagði hann um gagnrýni á grímuskylduna. Sagði Þórólfur sérstaklega mikilvægt að passa sig þegar menn væru veikir eða með einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að fá þetta samfélagslega ónæmi, vegna þess að það er fólk þarna sem er ekki hægt að bólusetja, má ekki bólusetja einhverra hluta vegna, og þá erum við sem erum bólusett í krinum þau; við verjum þau með því. Það er það sem þetta hjarðónæmi gengur út á,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Sagði hann miðað við að hjarðónæmi næðist við 60 til 70 prósent og að það myndi ekki nást fyrr en í júní í fyrsta lagi. Sóttvarnalæknir sagði kallaði það skrýtna pólitík ef Bandaríkjamenn hygðust ekki ætla að hleypa einstaklingum bólusettum með bóluefninu frá AstraZeneca. Þeir væru sjálfir búnir að framkvæma rannsóknir sem sýndu fram á virkni efnisins. „Já, það er ennþá þörf fyrir það,“ svaraði sóttvarnalæknir þegar hann var spurður hvort það væri enn nauðsynlegt að halda tveggja metra fjarlægð á sama tíma og grímuskylda væri í gildi. „Við erum með afbrigði í gangi sem hefur verið að leggjast þyngra á yngra fólk erlendis, þó það hafi ekki gert það hér. Við höfum bara náð að halda veirunni það mikið í skefjum að við höfum ekki fengið neina útbreiðslu. Og við erum ekki búin að ná þessu hjarðónæmi þannig að við getum fengið stóra hópsýkingu og jafnvel nýja bylgju áður en við er litið. Og af yngra fólki. Og við erum að sjá fréttir erlendis frá; alls staðar í Evrópu, á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi, Danmörku… þetta er að ganga betur hjá þeim núna en allar þessar þjóðir hafa verið með miklu meira af innlögnum af yngra fólki núna heldur en með fyrri afbrigði. Þannig að við erum ennþá bara í þessu. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að ná góðu hjarðónæmi og þá getum við farið að slaka verulega á.“ Um grímunotkunina sagði Þórólfur einnota grímur hætta að virka eftir nokkurn tíma. Þær gerðu ekki mikið gagn ef þær væru ekki notaðar rétt en það væri ef til vill ekki aðal málið núna. Fólk þyrfti að slaka á og leyfa tímanum að líða þar til hjarðónæmi næðist. Fólk virtist skiptast í hópa eftir því hvort það væri með eða á móti grímum. „Sumir vilja hafa grímurnar og aðrir ekki en ég held að fólk ætti bara aðeins að reyna að róa sig yfir þessu,“ sagði hann um gagnrýni á grímuskylduna. Sagði Þórólfur sérstaklega mikilvægt að passa sig þegar menn væru veikir eða með einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira