Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 12:59 Frá vettvangi í Guðmundarlundi upp úr klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, virðist ganga vel hjá slökkviliðsmönnum að slökkva eldinn. Hann tók þessar myndir af svæðinu upp úr klukkan eitt. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi um klukkan hálf tvö að hans fólk sé komið með góð tök á svæðinu og það hafi tekist greiðlega. Vegirnir hafi hjálpað mikið að því leiti að stöðva útbreiðslu eldsins og koma búnaðnum sem næst honum til að slökkva. Óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er á öllu Suðurlandi, allt vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Eldur kviknaði í Laugarnesinu í gærkvöldi og svo í Heiðmörk í dag en tæp vika er síðan afar stór gróðureldur kviknaði þar. Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Vilhelm „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé fyrir fólk að gera sér grein fyrir hættunni. „Ekki vera með opinn eld. Ekki reykja nálægt gróðri. Ekki kveikja uppi í arninum við gróður eða vinna með verkfæri sem gefa neista, slípurokka annað svoleiðis,“ segir Jón Viðar. „Þetta er tímabil þar sem fólk þarf að hugsa, hvað má ég gera og hvað ekki.“ Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll vegna hættu á gróðureldum.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann telji að fólk sé að gera sér að leik að kveikja eld segir hann: „Maður trúir því ekki en þegar þetta er svona síendurtekið þá getur maður ekki ýtt þeirri hugsun frá sér.“ Unnið er að því að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Aðeins sex dagar eru síðan mikill eldur kom upp í sinu í Heiðmörk. Gróðureldar á Íslandi Slökkvilið Kópavogur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Að sögn Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, virðist ganga vel hjá slökkviliðsmönnum að slökkva eldinn. Hann tók þessar myndir af svæðinu upp úr klukkan eitt. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi um klukkan hálf tvö að hans fólk sé komið með góð tök á svæðinu og það hafi tekist greiðlega. Vegirnir hafi hjálpað mikið að því leiti að stöðva útbreiðslu eldsins og koma búnaðnum sem næst honum til að slökkva. Óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er á öllu Suðurlandi, allt vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Eldur kviknaði í Laugarnesinu í gærkvöldi og svo í Heiðmörk í dag en tæp vika er síðan afar stór gróðureldur kviknaði þar. Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Vilhelm „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé fyrir fólk að gera sér grein fyrir hættunni. „Ekki vera með opinn eld. Ekki reykja nálægt gróðri. Ekki kveikja uppi í arninum við gróður eða vinna með verkfæri sem gefa neista, slípurokka annað svoleiðis,“ segir Jón Viðar. „Þetta er tímabil þar sem fólk þarf að hugsa, hvað má ég gera og hvað ekki.“ Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll vegna hættu á gróðureldum.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann telji að fólk sé að gera sér að leik að kveikja eld segir hann: „Maður trúir því ekki en þegar þetta er svona síendurtekið þá getur maður ekki ýtt þeirri hugsun frá sér.“ Unnið er að því að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Aðeins sex dagar eru síðan mikill eldur kom upp í sinu í Heiðmörk.
Gróðureldar á Íslandi Slökkvilið Kópavogur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira