Lýsa reynslu sinni af landamærunum sem martröð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 22:19 Ónauðsynlegar ferðir hingað til lands frá ákveðnum svæðum eru bannaðar samkvæmt nýlegri reglugerð. Vísir/Vilhelm Hjón sem voru á meðal þeirra ferðamanna sem voru í haldi á Keflavíkurflugvelli og síðan snúið úr landi hafa tjáð sig um ferðina við spænska fjölmiðla. Þau segja að ferðin, sem var farin í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra, hafi breyst í martröð. Þau ætli aldrei aftur til Íslands. Hjónin, þau Conchi og Jordi frá Barcelona, tjá sig um ferðina við spænska miðilinn La Razón. Mannlíf greindi fyrst frá íslenskra miðla. Í viðtalinu segjast hjónin hafa fylgt reglum sem gilda um komufarþega hingað til lands í einu og öllu. Þau hafi farið í próf fyrir brottför, leigt íbúð til að taka út sína sóttkví og fleira í þeim dúr. Þau hafi hreinlega ekki getað ímyndað sér að 48 tímum eftir brottför yrðu þau komin aftur heim. Þau hafi lent í Keflavík á laugardag og verið send í kórónuveirupróf, sem þau virðast ekki hafa vitað að stæði til. Eftir það hafi þau talið að þau mættu koma inn í landið, taka út sína fimm daga sóttkví og síðan væru þau frjáls. „Þá stöðvaði lögreglan þau á öðrum stað. Þar fengu þau, ásamt fimm öðrum ferðamönnum, verstu fréttir sem þau gætu fengið,“ segir í fréttinni. Þeim hafi verið tjáð að vegna nýrra reglna sem tóku gildi 7. maí hafi þau ekki mátt fara inn í landið og yrðu færð á sóttkvíarhótelið. Reglurnar sem um ræðir er að finna í reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum vegna Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni er útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem tveggja vikna nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Aldrei aftur til Íslands Í viðtalinu furða þau Conchi og Jordi sig á því að aðeins hluti farþega úr vélinni sem þau komu með hafi verið stöðvaður, meðan aðrir farþegar fengu að halda áfram ferð sinni. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ sagði Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um mál farþeganna í gær. Hjónin lýsa því þá að komið hafi verið fram við þau „eins og glæpamenn,“ þeim haldið í herbergi í nokkra klukkutíma og vegabréf þeirra tekin af þeim og svo skilað gegn því að þau samþykktu að verða send aftur til Spánar. Þau segjast ekki ætla aftur til Íslands, þar sem draumabrúðkaupsferðin hafi breyst í martröð. Í það minnsta virðist Jordi harðákveðinn í þeirri afstöðu. „Ég er ekki að grínast, ég ætla aldrei aftur til Íslands,“ hefur La Razón eftir honum. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Hjónin, þau Conchi og Jordi frá Barcelona, tjá sig um ferðina við spænska miðilinn La Razón. Mannlíf greindi fyrst frá íslenskra miðla. Í viðtalinu segjast hjónin hafa fylgt reglum sem gilda um komufarþega hingað til lands í einu og öllu. Þau hafi farið í próf fyrir brottför, leigt íbúð til að taka út sína sóttkví og fleira í þeim dúr. Þau hafi hreinlega ekki getað ímyndað sér að 48 tímum eftir brottför yrðu þau komin aftur heim. Þau hafi lent í Keflavík á laugardag og verið send í kórónuveirupróf, sem þau virðast ekki hafa vitað að stæði til. Eftir það hafi þau talið að þau mættu koma inn í landið, taka út sína fimm daga sóttkví og síðan væru þau frjáls. „Þá stöðvaði lögreglan þau á öðrum stað. Þar fengu þau, ásamt fimm öðrum ferðamönnum, verstu fréttir sem þau gætu fengið,“ segir í fréttinni. Þeim hafi verið tjáð að vegna nýrra reglna sem tóku gildi 7. maí hafi þau ekki mátt fara inn í landið og yrðu færð á sóttkvíarhótelið. Reglurnar sem um ræðir er að finna í reglugerð dómsmálaráðherra um bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum vegna Covid-19. Samkvæmt reglugerðinni er útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem tveggja vikna nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa, eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, óheimilt að koma til landsins. Aldrei aftur til Íslands Í viðtalinu furða þau Conchi og Jordi sig á því að aðeins hluti farþega úr vélinni sem þau komu með hafi verið stöðvaður, meðan aðrir farþegar fengu að halda áfram ferð sinni. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ sagði Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um mál farþeganna í gær. Hjónin lýsa því þá að komið hafi verið fram við þau „eins og glæpamenn,“ þeim haldið í herbergi í nokkra klukkutíma og vegabréf þeirra tekin af þeim og svo skilað gegn því að þau samþykktu að verða send aftur til Spánar. Þau segjast ekki ætla aftur til Íslands, þar sem draumabrúðkaupsferðin hafi breyst í martröð. Í það minnsta virðist Jordi harðákveðinn í þeirri afstöðu. „Ég er ekki að grínast, ég ætla aldrei aftur til Íslands,“ hefur La Razón eftir honum.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira