Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 11:25 Umfang gróðureldsins í Heiðmörk þriðjudaginn 4. maí 2021. Skógræktarfélag Reykjavíkur Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. Ræktaður skógur var á hluta þess svæðis sem brann í Heiðmörk á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Í fyrstu áætlaði slökkviliðið að rúmlega tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldinum að bráð, eða rúmlega tvö hundruð hektarar. Miðað við það hefði gróðureldurinn verið sá næst stærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði í mars árið 2006 eins og Vísir sagði frá á miðvikudag. Skógræktarfélag Reykjavíkur birti niðurstöður úr mælingum sínum á eldinum á fimmtudag en samkvæmt þeim brann 61h hektari við Hnífhól, milli Hjalladals og Löngubrekkna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur einnig mælt svæðið úr lofti og ættu niðurstöður hennar að liggja fyrir í þessari viku. Stofnunin vinnur nú enn fremur að mati á áhrifum eldsins á gróður, dýra- og skordýralíf. Miðað við tölur Skógræktarinnar var eldurinn fyrir viku því þriðji stærsti gróðureldur á landinu síðustu fimmtán árin. Hann er á eftir eldi í mýrlendi á Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi þar sem 319 hektarar brunnu í maí árið 2015 og eldsins í mýrum og lyngheiði á Kross og Frakkanesi á Skarðsströnd þar sem 105 hektarar brunnu í apríl árið 2016. Af þeim 61 hektara sem brann í Heiðmörk á þriðjudag var ræktaður skógur á 46 hekturum og náttúrulegt birki á 5,5 hekturum, samkvæmt mati Skógræktarfélagsins. „Hluti svæðisins sem brann var skógi vaxinn og urðu sum trén illa úti. Tíminn mun leiða í ljós hve mörg þeirra ná sér aftur á strik og hve mörg deyja,“ sagði í tilkynningu félagsins í síðustu viku. Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59 Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44 Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Ræktaður skógur var á hluta þess svæðis sem brann í Heiðmörk á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Í fyrstu áætlaði slökkviliðið að rúmlega tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldinum að bráð, eða rúmlega tvö hundruð hektarar. Miðað við það hefði gróðureldurinn verið sá næst stærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði í mars árið 2006 eins og Vísir sagði frá á miðvikudag. Skógræktarfélag Reykjavíkur birti niðurstöður úr mælingum sínum á eldinum á fimmtudag en samkvæmt þeim brann 61h hektari við Hnífhól, milli Hjalladals og Löngubrekkna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur einnig mælt svæðið úr lofti og ættu niðurstöður hennar að liggja fyrir í þessari viku. Stofnunin vinnur nú enn fremur að mati á áhrifum eldsins á gróður, dýra- og skordýralíf. Miðað við tölur Skógræktarinnar var eldurinn fyrir viku því þriðji stærsti gróðureldur á landinu síðustu fimmtán árin. Hann er á eftir eldi í mýrlendi á Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi þar sem 319 hektarar brunnu í maí árið 2015 og eldsins í mýrum og lyngheiði á Kross og Frakkanesi á Skarðsströnd þar sem 105 hektarar brunnu í apríl árið 2016. Af þeim 61 hektara sem brann í Heiðmörk á þriðjudag var ræktaður skógur á 46 hekturum og náttúrulegt birki á 5,5 hekturum, samkvæmt mati Skógræktarfélagsins. „Hluti svæðisins sem brann var skógi vaxinn og urðu sum trén illa úti. Tíminn mun leiða í ljós hve mörg þeirra ná sér aftur á strik og hve mörg deyja,“ sagði í tilkynningu félagsins í síðustu viku.
Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59 Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44 Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59
Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44
Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54