NBA dagsins: WES182OOK Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 15:02 Russell Westbrook á metið yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu Washington Wizards þótt fyrsta tímabili hans hjá félaginu sé ekki lokið. getty/Casey Sykes Russell Westbrook skráði sig í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann náði sinni 182. þreföldu tvennu á ferlinum í 125-124 tapi Washington Wizards fyrir Atlanta Hawks í nótt. Westbrook sló þar með met Oscars Robertson sem hafði staðið frá 24. mars 1974. Robertson skoraði þá fjórtán stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri Milwaukee Bucks á Portland Trail Blazers, 120-110. Það var 181. og síðasta þrenna Robertsons á ferlinum. Westbrook bætti 47 ára gamalt met Robertsons þegar hann tók sitt tíunda frákast þegar átta og hálf mínúta var eftir af leiknum í Atlanta í nótt. Hann endaði með 28 stig, þrettán fráköst og 21 stoðsendingu. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Washington sigurinn undir lokin en þriggja stiga skot hans geigaði. Eftir leikinn birti Washington myndband þar sem nokkrir af bestu leikmönnum heims óskuðu honum til hamingju með áfangann, þar á meðal Robertson sjálfur. „Russell Westbrook, ég er mjög ánægður fyrir þína hönd. Fjölskylda þín er mjög stolt af þér,“ sagði Robertson. Jason Kidd, sem er í 4. sæti þrennulistans, sendi Westbrook einnig kveðju. „Þvílíkur áfangi. Ótrúlegt. Þú skildir mig eftir fyrir löngu síðan. En núna verðurðu alltaf þekktur sem herra þrenna,“ sagði Kidd sem náði 107 þreföldum tvennum á ferlinum. Washington er í 10. sæti Austurdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Westbrook kom til liðsins frá Houston Rockets í sumar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Atlanta og Washington, Golden State Warriors og Utah Jazz og San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. 11. maí 2021 08:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Westbrook sló þar með met Oscars Robertson sem hafði staðið frá 24. mars 1974. Robertson skoraði þá fjórtán stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri Milwaukee Bucks á Portland Trail Blazers, 120-110. Það var 181. og síðasta þrenna Robertsons á ferlinum. Westbrook bætti 47 ára gamalt met Robertsons þegar hann tók sitt tíunda frákast þegar átta og hálf mínúta var eftir af leiknum í Atlanta í nótt. Hann endaði með 28 stig, þrettán fráköst og 21 stoðsendingu. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Washington sigurinn undir lokin en þriggja stiga skot hans geigaði. Eftir leikinn birti Washington myndband þar sem nokkrir af bestu leikmönnum heims óskuðu honum til hamingju með áfangann, þar á meðal Robertson sjálfur. „Russell Westbrook, ég er mjög ánægður fyrir þína hönd. Fjölskylda þín er mjög stolt af þér,“ sagði Robertson. Jason Kidd, sem er í 4. sæti þrennulistans, sendi Westbrook einnig kveðju. „Þvílíkur áfangi. Ótrúlegt. Þú skildir mig eftir fyrir löngu síðan. En núna verðurðu alltaf þekktur sem herra þrenna,“ sagði Kidd sem náði 107 þreföldum tvennum á ferlinum. Washington er í 10. sæti Austurdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Westbrook kom til liðsins frá Houston Rockets í sumar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Atlanta og Washington, Golden State Warriors og Utah Jazz og San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. 11. maí 2021 08:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. 11. maí 2021 08:00