Ásmundur vill kanna hvort Alþingi sé ekki örugglega vímuefnalaus vinnustaður Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2021 15:06 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur heilshugar undir með manni sem ritaði þingheimi öllum bréf þar sem frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta er fordæmt. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson hefur lýst yfir þeim vilja sínum að kannað verði sérstaklega hvort Alþingi Íslendinga sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýni þannig gott fordæmi. Þingmenn ráku sumir hverjir upp stór augu þegar þeim í morgun barst tölvupóstur frá Ásmundi þar sem hann tók afar einarða afstöðu í fíkniefnamálum: „Bestu þakkir fyrir þennan póst og þessar hugleiðingar þínar. Tek heilshugar undir þær. Það væri vel til fundið að kanna hvort Alþingi sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýna þannig gott fordæmi,“ segir í tölvupósti Ásmundar sem Vísir hefur undir höndum. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þarna er um að ræða svar Ásmundar til einstaklings sem hafði sent bréf sem stílað var á þingheim allan. Þar geldur sá, í alllöngu máli, varhug við afglæpavæðingu neysluskammta sem mjög hefur verið til umræðu á þinginu vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Afstaða til þess virðist ganga þvert á flokkslínur og þvert á stjórn/stjórnarandstöðu, eins og sýnir sig í afdráttarlausu bréfi Ásmundar. Ekki liggur fyrir hvort Ásmundur ætlaði að gera „svara öllum“ fyrir slysni eða hvort hann ætlaði svarpóst sinn einungis til bréfritara. Í bréfinu til þingmanna, því sem Ásmundur kvittar heilshugar undir, segir meðal annars: „Ég heiti á ykkur ágætu þingmenn að hugleiða mjög vel afstöðu ykkar til þess hvort heimila eigi neyslu eiturlyfja í okkar góða þjóðfélagi. Hugsið til fjölskyldna ykkar og um framtíð afkomenda ykkar þegar þið greiðið þessu skelfilega frumvarpi heilbrigðisráðherra atkvæði.“ Alþingi Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54 Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Þingmenn ráku sumir hverjir upp stór augu þegar þeim í morgun barst tölvupóstur frá Ásmundi þar sem hann tók afar einarða afstöðu í fíkniefnamálum: „Bestu þakkir fyrir þennan póst og þessar hugleiðingar þínar. Tek heilshugar undir þær. Það væri vel til fundið að kanna hvort Alþingi sé ekki vímuefnalaus vinnustaður og sýna þannig gott fordæmi,“ segir í tölvupósti Ásmundar sem Vísir hefur undir höndum. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þarna er um að ræða svar Ásmundar til einstaklings sem hafði sent bréf sem stílað var á þingheim allan. Þar geldur sá, í alllöngu máli, varhug við afglæpavæðingu neysluskammta sem mjög hefur verið til umræðu á þinginu vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Afstaða til þess virðist ganga þvert á flokkslínur og þvert á stjórn/stjórnarandstöðu, eins og sýnir sig í afdráttarlausu bréfi Ásmundar. Ekki liggur fyrir hvort Ásmundur ætlaði að gera „svara öllum“ fyrir slysni eða hvort hann ætlaði svarpóst sinn einungis til bréfritara. Í bréfinu til þingmanna, því sem Ásmundur kvittar heilshugar undir, segir meðal annars: „Ég heiti á ykkur ágætu þingmenn að hugleiða mjög vel afstöðu ykkar til þess hvort heimila eigi neyslu eiturlyfja í okkar góða þjóðfélagi. Hugsið til fjölskyldna ykkar og um framtíð afkomenda ykkar þegar þið greiðið þessu skelfilega frumvarpi heilbrigðisráðherra atkvæði.“
Alþingi Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54 Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Miðflokkurinn svarar frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um viðspyrnu við vímuefnavanda og fíkn. Málið má kalla andsvar þeirra við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta sem flokkurinn hefur verið mótfallinn. 10. maí 2021 14:54
Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar. 29. apríl 2021 06:41