Æskilegra talið að Mogginn fjalli um efni skýrslu um sjávarútveginn en Kjarninn Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2021 10:47 Ráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar svaraði ósk Kjarnans um að fá skýrsluna til skoðunar með: Nei. Því kom það Þórði Snæ ritstjóra það verulega á óvart þegar hann sá forsíðu Morgunblaðsins í morgun að blaðamenn þar voru með skýrsluna og matreiddu efni úr henni að hætti hússins. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir um ævintýralega ósvífni og mismunun að ræða er varðar upplýsingagjöf hins opinberra til ólíkra miðla. „Blaðamaðurinn okkar sendi póst á upplýsingafulltrúa ráðuneytisins í gær og spurði meira að segja hvort það væri hægt að fá með embargo. Svarið var bara nei,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður rak augu í að samkvæmt dagskrá ríkisstjórnar í gær var sérstök kynning á skýrslu sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bað um að yrði gerð fyrir ráðuneyti sitt um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi. Og taldi vert að fjalla um efni hennar fyrir lesendur Kjarnans en stjórnvöld vilja greinilega hafa allt um það að segja hvernig sú skýrsla er kynnt en boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 14 í dag þar sem skýrslan verður kynnt opinberlega. Kvótakerfið alveg frábært Þórður Snær rak því upp stór augu þegar hann sá Morgunblaðið í dag; burður á forsíðu um að í skýrslunni sé kvótakerfið lofað og prísað sem afbragð annarra kerfa, samkvæmt skýrslunni sem Morgunblaðið hefur undir höndum: „Kvótakerfið veitir forskot“, „Í 28 af 29 ríkjum OECD er sjávarútvegi úthlutað meira úr opinberum sjóðum en greinin greiðir í sjóðina“. „Ísland er undantekningin“. „Samkeppni farið harðnandi“. Burður á forsíðu Morgunblaðsins í dag er frétt sem byggir á skýrslu sem blaðið hefur undir höndum sem unnin var af HÍ fyrir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnunarkerfið og fiskeldi.skjáskot Að því gefnu að skýrslan sé komin frá opinberum aðilum til Morgunblaðsins og Viðskiptadeildar Fréttablaðsins, þá virðist um mismunun og verulega ósvífni að ræða í því er snýr að upplýsingagjöf hins opinbera? „Alveg ævintýralega,“ segir Þórður Snær. Ritstjóri Kjarnans las þannig umfjöllun um innihald skýrslunnar í Morgunblaðinu, dagblaði sem Þórður Snær segir að sé að uppstöðu í eigu útgerðarinnar. Og svo í viðskiptakálfi Fréttablaðsins. „En hagsmunahóparnir sem stýra Íslandi. Það kannast enginn ráðherra við þá,“ skrifar Þórður Snær háðskur á Facebook-síðu sína. Miðlum mismunað Ritstjóri skýrslunnar er Sveinn Agnarsson, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en þrír aðrir fræðimenn eru í vinnuhópnum. Ef efni skýrslunnar er, eins og virðist í umfjöllun Morgunblaðsins, gagnrýnilítil lofgjörð um hið afar umdeilda kvótakerfi má rifja upp að akademían var harðlega gagnrýnd í Rannsóknarskýrslu Alþingis fyrir að hafa verið á mála hjá hagsmunaaðilum og þannig sett í háska akademíska hlutlægni. („Það eru alvarlegar ásakanir að íslenskir fræðimenn hafi verið svo háðir fjármálastofnunum eða viðkvæmir fyrir almenningsáliti að þeir hafi ekki viljað tjá sig við fjölmiðla.“ Bls. 211). Í dag klukkan 14 verður kynnt skýrsla sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bað um að yrði...Posted by Þórður Snær Júlíusson on Miðvikudagur, 12. maí 2021 Sem fyrr segir sá Þórður Snær skýrsluna nefnda í opinberri dagskrá ríkisstjórnarinnar og taldi vert að kynna sér innhald hennar. Hann segist ekki búinn að sjá skýrsluna og viti því ekki hvað sé í henni. En mismununin gagnvart ólíkum miðlum blasi hins vegar við, með fremur ósvífnum hætti. „Ég ætla ekki að lesa neitt annað í þetta en að tveir fjölmiðlar fengu aðgang að skýrslu um eldfimt málefni – líklega eitt eldfimasta málefni samtímans – sem unnin er fyrir ráðuneyti þegar aðrir fjölmiðlar sem báðu um hana fengu það ekki. Svo verða lesendur bara að lesa framsetningu dagblaðanna og draga eigin ályktanir. Ég hef ekki lesið umrædda skýrslu og get augljóslega ekki getið mér frekar til um innihald hennar,“ segir Þórður Snær. Fjölmiðlar Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
„Blaðamaðurinn okkar sendi póst á upplýsingafulltrúa ráðuneytisins í gær og spurði meira að segja hvort það væri hægt að fá með embargo. Svarið var bara nei,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður rak augu í að samkvæmt dagskrá ríkisstjórnar í gær var sérstök kynning á skýrslu sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bað um að yrði gerð fyrir ráðuneyti sitt um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi. Og taldi vert að fjalla um efni hennar fyrir lesendur Kjarnans en stjórnvöld vilja greinilega hafa allt um það að segja hvernig sú skýrsla er kynnt en boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 14 í dag þar sem skýrslan verður kynnt opinberlega. Kvótakerfið alveg frábært Þórður Snær rak því upp stór augu þegar hann sá Morgunblaðið í dag; burður á forsíðu um að í skýrslunni sé kvótakerfið lofað og prísað sem afbragð annarra kerfa, samkvæmt skýrslunni sem Morgunblaðið hefur undir höndum: „Kvótakerfið veitir forskot“, „Í 28 af 29 ríkjum OECD er sjávarútvegi úthlutað meira úr opinberum sjóðum en greinin greiðir í sjóðina“. „Ísland er undantekningin“. „Samkeppni farið harðnandi“. Burður á forsíðu Morgunblaðsins í dag er frétt sem byggir á skýrslu sem blaðið hefur undir höndum sem unnin var af HÍ fyrir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnunarkerfið og fiskeldi.skjáskot Að því gefnu að skýrslan sé komin frá opinberum aðilum til Morgunblaðsins og Viðskiptadeildar Fréttablaðsins, þá virðist um mismunun og verulega ósvífni að ræða í því er snýr að upplýsingagjöf hins opinbera? „Alveg ævintýralega,“ segir Þórður Snær. Ritstjóri Kjarnans las þannig umfjöllun um innihald skýrslunnar í Morgunblaðinu, dagblaði sem Þórður Snær segir að sé að uppstöðu í eigu útgerðarinnar. Og svo í viðskiptakálfi Fréttablaðsins. „En hagsmunahóparnir sem stýra Íslandi. Það kannast enginn ráðherra við þá,“ skrifar Þórður Snær háðskur á Facebook-síðu sína. Miðlum mismunað Ritstjóri skýrslunnar er Sveinn Agnarsson, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en þrír aðrir fræðimenn eru í vinnuhópnum. Ef efni skýrslunnar er, eins og virðist í umfjöllun Morgunblaðsins, gagnrýnilítil lofgjörð um hið afar umdeilda kvótakerfi má rifja upp að akademían var harðlega gagnrýnd í Rannsóknarskýrslu Alþingis fyrir að hafa verið á mála hjá hagsmunaaðilum og þannig sett í háska akademíska hlutlægni. („Það eru alvarlegar ásakanir að íslenskir fræðimenn hafi verið svo háðir fjármálastofnunum eða viðkvæmir fyrir almenningsáliti að þeir hafi ekki viljað tjá sig við fjölmiðla.“ Bls. 211). Í dag klukkan 14 verður kynnt skýrsla sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, bað um að yrði...Posted by Þórður Snær Júlíusson on Miðvikudagur, 12. maí 2021 Sem fyrr segir sá Þórður Snær skýrsluna nefnda í opinberri dagskrá ríkisstjórnarinnar og taldi vert að kynna sér innhald hennar. Hann segist ekki búinn að sjá skýrsluna og viti því ekki hvað sé í henni. En mismununin gagnvart ólíkum miðlum blasi hins vegar við, með fremur ósvífnum hætti. „Ég ætla ekki að lesa neitt annað í þetta en að tveir fjölmiðlar fengu aðgang að skýrslu um eldfimt málefni – líklega eitt eldfimasta málefni samtímans – sem unnin er fyrir ráðuneyti þegar aðrir fjölmiðlar sem báðu um hana fengu það ekki. Svo verða lesendur bara að lesa framsetningu dagblaðanna og draga eigin ályktanir. Ég hef ekki lesið umrædda skýrslu og get augljóslega ekki getið mér frekar til um innihald hennar,“ segir Þórður Snær.
Fjölmiðlar Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira