Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2021 11:11 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG tilkynnti í gær að hann drægi framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir að ákvörðunin hafi komið sér á óvart. Vísir/vilhelm Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir ákvörðun Kolbeins algjörlega tekna upp á hans einsdæmi. „Þetta kom mér á óvart og mér þykir þetta bara afskaplega leitt en ég er um leið mjög ánægð með að hann hafi tekið ábyrgð og tekið þessa góðu ákvörðun sem ég held hann sé að taka. Það er alltaf gott þegar fólk viðurkennir vandann og leitar sér hjálpar, það er það sem þarf að gerast til að við getum upprætt þetta mein úr samfélaginu,“ segir Bjarkey. Finnst þér þetta of seint? „Ég er ekki í neinum færum til að meta það, ég auðvitað vissi þetta ekki fyrr en í gær og hef enga hugmynd um hvers eðlis málin eru, þannig að ég svo sem ætla ekki að taka afstöðu til þess.“ Og þú hafðir ekki fengið veður áður af svona ásökunum á hendur honum? „Nei.“ Bjarkey kveðst ekki vita hver staðan er á máli Kolbeins innan fagráðsins. Hún telur ólíklegt að ákvörðun hans um að hætta í framboði hafi áhrif á feril málsins. „Ef það berast kvartanir innan flokksins af hálfu flokksfélaga ber þessu ráði að skoða það og gaumgæfa og lýkur svo með einhverri niðurstöðu, þetta er auðvitað enginn dómur,“ segir Bjarkey. MeToo Vinstri græn Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG segir ákvörðun Kolbeins algjörlega tekna upp á hans einsdæmi. „Þetta kom mér á óvart og mér þykir þetta bara afskaplega leitt en ég er um leið mjög ánægð með að hann hafi tekið ábyrgð og tekið þessa góðu ákvörðun sem ég held hann sé að taka. Það er alltaf gott þegar fólk viðurkennir vandann og leitar sér hjálpar, það er það sem þarf að gerast til að við getum upprætt þetta mein úr samfélaginu,“ segir Bjarkey. Finnst þér þetta of seint? „Ég er ekki í neinum færum til að meta það, ég auðvitað vissi þetta ekki fyrr en í gær og hef enga hugmynd um hvers eðlis málin eru, þannig að ég svo sem ætla ekki að taka afstöðu til þess.“ Og þú hafðir ekki fengið veður áður af svona ásökunum á hendur honum? „Nei.“ Bjarkey kveðst ekki vita hver staðan er á máli Kolbeins innan fagráðsins. Hún telur ólíklegt að ákvörðun hans um að hætta í framboði hafi áhrif á feril málsins. „Ef það berast kvartanir innan flokksins af hálfu flokksfélaga ber þessu ráði að skoða það og gaumgæfa og lýkur svo með einhverri niðurstöðu, þetta er auðvitað enginn dómur,“ segir Bjarkey.
MeToo Vinstri græn Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira