Tilefni fundarins er úthlutun síðustu styrkja til sveitarfélaga á grundvelli átaksins um ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða. Skýrsla um samfélagslegan ávinning af Íslandi ljóstengt verður kynnt á fundinum.
Fundurinn hefst klukkan 13:00 og stendur til yfir til um 14:00. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan.
Dagskrá
- 13:00 – Samfélagslegur ávinningur af verkefninu Ísland ljóstengt: Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
- 13:15 – Ísland ljóstengt – nálgun og umfang: Páll Jóhann Pálsson, formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs.
- 13:25 – Reynslusögur frá sveitarfélögum: Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
- 13:35 – Skýrsla um samfélagsleg áhrif af verkefninu Ísland ljóstengt: Vífill Karlsson, hagfræðingur.
Frekari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðsins