Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2021 14:57 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofa fékk senda frá Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Vinstri grænna fyrir hönd fagráðsins vegna málsins. Fréttastofa leitaði svara við hvar mál Kolbeins væri statt hjá fagráðinu og hvenær fyrst hefði verið kvartað undan honum. Þá var einnig spurt hversu margar kvartanir hefðu borist. Í yfirlýsingunni segir að nú á vormánuðum hafi fagráðinu borist erindi vegna „ámælisverðrar hegðunar“ Kolbeins. Við meðferð málsins hafi verið farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum sé gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu. Það hafi ekki átt við í þessu máli. Mál Kolbeins sé eina málið sem borist hefur fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Málið hafi verið unnið í samráði við „málshefjanda“. Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Yfirlýsing vegna máls sem barst fagráði VG: Nú á vormánuðum barst fagráði VG erindi vegna ámælisverðrar hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG. Við meðferð málsins var farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum er gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu, sem ekki átti við í þessu máli. Fagráðið vann að málinu í samráði við málshefjanda, en trúnaður ríkir um mál sem fagráðinu berast. Er þetta eina málið sem hefur borist fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Verklagsreglurnar og aðgerðaáætlunin eru aðgengilegar á heimasíðu VG. MeToo Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11 Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11. maí 2021 20:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofa fékk senda frá Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Vinstri grænna fyrir hönd fagráðsins vegna málsins. Fréttastofa leitaði svara við hvar mál Kolbeins væri statt hjá fagráðinu og hvenær fyrst hefði verið kvartað undan honum. Þá var einnig spurt hversu margar kvartanir hefðu borist. Í yfirlýsingunni segir að nú á vormánuðum hafi fagráðinu borist erindi vegna „ámælisverðrar hegðunar“ Kolbeins. Við meðferð málsins hafi verið farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum sé gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu. Það hafi ekki átt við í þessu máli. Mál Kolbeins sé eina málið sem borist hefur fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Málið hafi verið unnið í samráði við „málshefjanda“. Kolbeinn stefndi á annað sæti á Reykjavíkurlista VG í komandi prófkjöri en hafði áður boðið sig fram í Suðurkjördæmi en ekki hlotið brautargengi. Kolbeinn lýsir því í færslu á Facebook í gær að hann hafi í gegnum tíðina komið illa fram við konur og á dögunum hafi verið leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans. Í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga hafi hann að endingu ákveðið að draga framboð sitt til baka. Yfirlýsing vegna máls sem barst fagráði VG: Nú á vormánuðum barst fagráði VG erindi vegna ámælisverðrar hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG. Við meðferð málsins var farið eftir verklagsreglum sem tilgreindar eru í aðgerðaáætlun VG gegn einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Í verklagsreglum er gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsivert athæfi sé máli vísað til lögreglu, sem ekki átti við í þessu máli. Fagráðið vann að málinu í samráði við málshefjanda, en trúnaður ríkir um mál sem fagráðinu berast. Er þetta eina málið sem hefur borist fagráðinu frá því það tók til starfa árið 2019. Verklagsreglurnar og aðgerðaáætlunin eru aðgengilegar á heimasíðu VG.
MeToo Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11 Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11. maí 2021 20:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11
Dregur framboð sitt til baka í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til Alþingis til baka. Í Facebook-færslu sem hann birti fyrir skömmu setur hann ákvörðunina í samhengi við MeToo-umræðu síðustu daga. 11. maí 2021 20:26