Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2021 21:01 Skálinn er við minni Reykjadals. Aðsend/Reykjadalsfélagið Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð. Á kaffihúsinu er ferðalöngum boðið upp á veitingar auk þess sem fataverslunin Kormákur og Skjöldur heldur þar úti lítilli búð þar sem fólk getur verslað útivistarfatnað áður en lagt er í göngu upp að baðlækjunum í Reykjadal. Göngustígurinn upp Reykjadal var endurnýjaður síðasta vor.Aðsend/Reykjadalsfélagið „Fyrsti fasinn í þessari uppbyggingu er þetta þjónustuhús sem við köllum Skálann. Þar erum við búnir að koma upp bæði veitingaaðstöðu, sem ber heitið Café Reykjadalur, og síðan erum við með útivistarverslun í samstarfi við Kormák og Skjöld, þannig að Kormákur og Skjöldur er með verslun þarna hjá okkur,“ segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins, sem stendur að uppbyggingu á svæðinu. Brynjólfur segir að þegar fram líða stundir verði í Skálanum upplýsingamiðstöð fyrir gesti og gangandi og að markmiðið sé að hægt verði að kaupa þar útivistarvörur áður en lagt er í göngur og hjólaferðir um svæðið. Icebike mun í sumar opna hjólaleigu og ferðaþjónustu með það að markmiði að byggja svæðið upp. „Til lengri tíma ætlum við að bæta í úrvalið en núna erum við bæði með kúrekahatta en líka mikið af praktískum vörum eins og göngustafi, sundföt og handklæði sem fólk getur nýtt í útivistina þarna á svæðinu,“ segir Brynjólfur. „Hugsunin er svo að vera með upplýsingagjöf þar sem við verðum með kort og við gefum upplýsingar um svæðið, gönguleiðir og hjólaleiðir og annað sem hægt er að gera á svæðinu. Þarna er golfvöllur, þarna er veiði í ánni, þarna eru göngu- og hjólaleiðir bæði á flatlendinu og svo uppi á hálendi.“ „Það verður að vera þannig að við séum að huga að öllum þessum þáttum, að mismunandi útivist fái að njóta sín. Við viljum huga að því að gera skemmtilega upplifun á svæðinu og reyna að passa að allir geti notið sín.“ Vilja dreifa álaginu í Reykjadal á fleiri gönguleiðir Ráðist var í endurbætur á gönguleiðinni í Reykjadal í fyrra vor auk þess sem lögð var ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. Brynjólfur segir það jákvæða þróun og segir að félagið vonist til að ráðist verði í enn frekari uppbyggingu á gönguleiðum um svæðið. Í Skálanum er kaffihús og verslun en til stendur að þar verði einnig þjónustu- og upplýsingaþjónusta þegar fram líða stundir.Aðsend/Reykjadalsfélagið Hveragerðisbær réðst í miklar úrbætur á svæðinu í fyrra en nú hefur bílastæðið verið malarlagt og stendur til að taka bílastæðagjald á næstunni.Aðsend/Reykjadalsfélagið „Framtíðin er að bæta aðgengi á svæðið. Bæta gönguleiðir og jafnvel búa til nýjar þannig að þetta sé til framtíðar útivistarparadís. Að fólk geti komið hingað oft og gert mismunandi hluti. Jafnvel ef fólk er bara að labba að það geti labbað mismunandi leiðir, ekki bara alltaf upp Reykjadalinn,“ segir Brynjólfur. „Þannig erum við líka að horfa á sjálfbærnina á svæðinu, að við séum að taka álagið af þessari einu leið sem er í dag. Svo þegar ferðamaðurinn dettur aftur inn þá er mikilvægt fyrir okkur að álaginu sé dreift, svo dalurinn fái hvíld og aðrar leiðir fái að njóta sín. Svo erum við með framtíðarpælingar um að fara í meiri uppbyggingu á okkar svæði og búa til meiri afþreyingu þar.“ Verslunin Kormákur & Skjöldur er með útibú í Skálanum.Aðsend/Reykjadalsfélagið Greint var frá því í desember síðastliðnum að Hveragerðisbær hyggist hefja gjaldtöku á bílastæðunum við Reykjadal. Hann segir vinnu vera hafna í samstarfi við sveitarfélagið Ölfuss um að tengja Reykjadalssvæðið við Hengilssvæðið. „Hveragerðisbær er að taka þetta gjald til að kosta sjálfbæra uppbyggingu á svæðinu,“ segir Brynjólfur. „Svo er Hengilssvæðið þarna fyrir ofan og markmiðið er að tengja það meira við svæðið í framtíðinni, þannig að fólk geti auðveldlega komist á það svæði, ekki bara í gegn um Reykjadalinn heldur á fleiri stöðum og það er framtíðardraumur hjá okkur. Þá erum við að vinna með Ölfus og Hveragerðisbæ í því. Þetta er stóra myndin sem komin er núna en í fyrsta skrefinu erum við að einblína á kaffihúsið.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Hveragerði Ölfus Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Á kaffihúsinu er ferðalöngum boðið upp á veitingar auk þess sem fataverslunin Kormákur og Skjöldur heldur þar úti lítilli búð þar sem fólk getur verslað útivistarfatnað áður en lagt er í göngu upp að baðlækjunum í Reykjadal. Göngustígurinn upp Reykjadal var endurnýjaður síðasta vor.Aðsend/Reykjadalsfélagið „Fyrsti fasinn í þessari uppbyggingu er þetta þjónustuhús sem við köllum Skálann. Þar erum við búnir að koma upp bæði veitingaaðstöðu, sem ber heitið Café Reykjadalur, og síðan erum við með útivistarverslun í samstarfi við Kormák og Skjöld, þannig að Kormákur og Skjöldur er með verslun þarna hjá okkur,“ segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins, sem stendur að uppbyggingu á svæðinu. Brynjólfur segir að þegar fram líða stundir verði í Skálanum upplýsingamiðstöð fyrir gesti og gangandi og að markmiðið sé að hægt verði að kaupa þar útivistarvörur áður en lagt er í göngur og hjólaferðir um svæðið. Icebike mun í sumar opna hjólaleigu og ferðaþjónustu með það að markmiði að byggja svæðið upp. „Til lengri tíma ætlum við að bæta í úrvalið en núna erum við bæði með kúrekahatta en líka mikið af praktískum vörum eins og göngustafi, sundföt og handklæði sem fólk getur nýtt í útivistina þarna á svæðinu,“ segir Brynjólfur. „Hugsunin er svo að vera með upplýsingagjöf þar sem við verðum með kort og við gefum upplýsingar um svæðið, gönguleiðir og hjólaleiðir og annað sem hægt er að gera á svæðinu. Þarna er golfvöllur, þarna er veiði í ánni, þarna eru göngu- og hjólaleiðir bæði á flatlendinu og svo uppi á hálendi.“ „Það verður að vera þannig að við séum að huga að öllum þessum þáttum, að mismunandi útivist fái að njóta sín. Við viljum huga að því að gera skemmtilega upplifun á svæðinu og reyna að passa að allir geti notið sín.“ Vilja dreifa álaginu í Reykjadal á fleiri gönguleiðir Ráðist var í endurbætur á gönguleiðinni í Reykjadal í fyrra vor auk þess sem lögð var ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. Brynjólfur segir það jákvæða þróun og segir að félagið vonist til að ráðist verði í enn frekari uppbyggingu á gönguleiðum um svæðið. Í Skálanum er kaffihús og verslun en til stendur að þar verði einnig þjónustu- og upplýsingaþjónusta þegar fram líða stundir.Aðsend/Reykjadalsfélagið Hveragerðisbær réðst í miklar úrbætur á svæðinu í fyrra en nú hefur bílastæðið verið malarlagt og stendur til að taka bílastæðagjald á næstunni.Aðsend/Reykjadalsfélagið „Framtíðin er að bæta aðgengi á svæðið. Bæta gönguleiðir og jafnvel búa til nýjar þannig að þetta sé til framtíðar útivistarparadís. Að fólk geti komið hingað oft og gert mismunandi hluti. Jafnvel ef fólk er bara að labba að það geti labbað mismunandi leiðir, ekki bara alltaf upp Reykjadalinn,“ segir Brynjólfur. „Þannig erum við líka að horfa á sjálfbærnina á svæðinu, að við séum að taka álagið af þessari einu leið sem er í dag. Svo þegar ferðamaðurinn dettur aftur inn þá er mikilvægt fyrir okkur að álaginu sé dreift, svo dalurinn fái hvíld og aðrar leiðir fái að njóta sín. Svo erum við með framtíðarpælingar um að fara í meiri uppbyggingu á okkar svæði og búa til meiri afþreyingu þar.“ Verslunin Kormákur & Skjöldur er með útibú í Skálanum.Aðsend/Reykjadalsfélagið Greint var frá því í desember síðastliðnum að Hveragerðisbær hyggist hefja gjaldtöku á bílastæðunum við Reykjadal. Hann segir vinnu vera hafna í samstarfi við sveitarfélagið Ölfuss um að tengja Reykjadalssvæðið við Hengilssvæðið. „Hveragerðisbær er að taka þetta gjald til að kosta sjálfbæra uppbyggingu á svæðinu,“ segir Brynjólfur. „Svo er Hengilssvæðið þarna fyrir ofan og markmiðið er að tengja það meira við svæðið í framtíðinni, þannig að fólk geti auðveldlega komist á það svæði, ekki bara í gegn um Reykjadalinn heldur á fleiri stöðum og það er framtíðardraumur hjá okkur. Þá erum við að vinna með Ölfus og Hveragerðisbæ í því. Þetta er stóra myndin sem komin er núna en í fyrsta skrefinu erum við að einblína á kaffihúsið.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Hveragerði Ölfus Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira