Lýsa ofbeldi og lyfjaþvingunum á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2021 21:24 Öryggis- og réttargeðdeildirnar eru staðsettar á Kleppi. Vísir/vilhelm Embætti landlæknis hefur nú til skoðunar alvarlegar ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Ábendingarnar koma frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum og lýsa meðal annars ofbeldi, lyfjaþvingunum, ógnarstjórnun og miklum samskiptavanda. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV og sagt að ábendingum til Geðhjálpar um misbrest í þjónustu og aðbúnaði fólks á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans hafi fjölgað eftir umfjöllun um vistheimilið Arnarholt. Tók Geðhjálp saman greinargerð byggða á frásögnunum í samvinnu við minnst átta fyrrverandi og núverandi starfsmenn á deildunum tveimur og sendi landlæknisembættinu. Báðar deildirnar eru staðsettar á Kleppi og eru sjúklingar sem þar dvelja ekki frjálsir ferða sinna. Læstir inni svo dögum skiptir Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og hefur Landspítalinn tekið viðtöl við fjölda starfsmanna. Að mati Geðhjálpar geta mörg þeirra atvika sem lýst er í greinargerð samtakanna varðað við lög, meðal annars lög um réttindi sjúklinga og lögræðislög þar sem fjallað er um þvingaða lyfjagjöf. Þá kemur fram í frétt RÚV að starfsmenn lýsi að því er virðist ítrekuðum brotum á réttindum sjúklinga sem séu beittir þvingunum og refsingum sem brjóti gegn ákvæði lögræðislaga um þvingaða meðferð. Segir í lýsingunum að sjúklingar hafi verið læstir á gangavist, nauðungarsprautaðir og eftir atvikum læstir inni á öryggisherbergi svo dögum skiptir ef þeir brutu reglur deildanna. Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV og sagt að ábendingum til Geðhjálpar um misbrest í þjónustu og aðbúnaði fólks á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans hafi fjölgað eftir umfjöllun um vistheimilið Arnarholt. Tók Geðhjálp saman greinargerð byggða á frásögnunum í samvinnu við minnst átta fyrrverandi og núverandi starfsmenn á deildunum tveimur og sendi landlæknisembættinu. Báðar deildirnar eru staðsettar á Kleppi og eru sjúklingar sem þar dvelja ekki frjálsir ferða sinna. Læstir inni svo dögum skiptir Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og hefur Landspítalinn tekið viðtöl við fjölda starfsmanna. Að mati Geðhjálpar geta mörg þeirra atvika sem lýst er í greinargerð samtakanna varðað við lög, meðal annars lög um réttindi sjúklinga og lögræðislög þar sem fjallað er um þvingaða lyfjagjöf. Þá kemur fram í frétt RÚV að starfsmenn lýsi að því er virðist ítrekuðum brotum á réttindum sjúklinga sem séu beittir þvingunum og refsingum sem brjóti gegn ákvæði lögræðislaga um þvingaða meðferð. Segir í lýsingunum að sjúklingar hafi verið læstir á gangavist, nauðungarsprautaðir og eftir atvikum læstir inni á öryggisherbergi svo dögum skiptir ef þeir brutu reglur deildanna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira