Fjarlægjum flísina Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 14. maí 2021 08:01 Náttúra Íslands er óviðjafnanleg og dýrmæt okkur öllum. Þegar við töltum af stað með nesti og nýja skó erum við öllu jöfnu vel búin, upplýst um veðuraðstæður og búin að kynna okkur hvert ganga skal það skiptið. Annað er óráðsía í landi sem getur auðveldlega boðið upp á fjölda sýnishorna af veðri innan sama sólarhrings. Við getum heimfært þessar ferðaaðstæður yfir á atvinnulíf okkar litla lands. Dýrmæt eru störfin í smáu en knáu hagkerfi 370 þúsund einstaklinga þjóð. Krefjandi aðstæður fela meðal annars í sér; hið titrandi gengi krónunnar, alþjóðaumhverfinu sem við erum óhjákvæmilega og eðlilega þátttakendur í, sem og hvaða atvinnuvegi skal helst næra og efla innanlands svo okkur vegni sem best. Þetta er dásamlega spennandi ferðalag allra sem í landinu búa, en við þurfum að gæta að aðbúnaði atvinnulífsins. Við erum því miður vanbúin og getum auðveldlega bætt um betur. Við erum með flís í fæti. Flís sem veldur okkur óþægindum og tefur okkur á atvinnugöngunni. Við gætum gengið skarpar, náð betri árangri og verið ánægðari ef við myndum fjarlægja flísina. Það þarf ekki nema eitt snöggt handtak og við höldum snarlega á flísinni í hendi og segjum sigri hrósandi: „þetta var nú mikill verkur yfir litlu spreki!“. Flísin er að sjálfsögðu jafnréttið sem við eigum eftir að raungera til fulls. Markvissar aðgerðir að því að velja fjölbreytni í atvinnulífinu eru flísatöngin sem mun grípa flísina föstum tökum og fjarlægja. Fjölbreytt atvinnulíf sem einkennist af grósku, samhug og samstöðu um jafnan rétt óháð kyni, aldri, uppruna og aðstæðum, er gönguleið sem við eigum að velja. Fjarlægjum flísina og ferðumst farsællega saman í flotta landinu okkar. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er óviðjafnanleg og dýrmæt okkur öllum. Þegar við töltum af stað með nesti og nýja skó erum við öllu jöfnu vel búin, upplýst um veðuraðstæður og búin að kynna okkur hvert ganga skal það skiptið. Annað er óráðsía í landi sem getur auðveldlega boðið upp á fjölda sýnishorna af veðri innan sama sólarhrings. Við getum heimfært þessar ferðaaðstæður yfir á atvinnulíf okkar litla lands. Dýrmæt eru störfin í smáu en knáu hagkerfi 370 þúsund einstaklinga þjóð. Krefjandi aðstæður fela meðal annars í sér; hið titrandi gengi krónunnar, alþjóðaumhverfinu sem við erum óhjákvæmilega og eðlilega þátttakendur í, sem og hvaða atvinnuvegi skal helst næra og efla innanlands svo okkur vegni sem best. Þetta er dásamlega spennandi ferðalag allra sem í landinu búa, en við þurfum að gæta að aðbúnaði atvinnulífsins. Við erum því miður vanbúin og getum auðveldlega bætt um betur. Við erum með flís í fæti. Flís sem veldur okkur óþægindum og tefur okkur á atvinnugöngunni. Við gætum gengið skarpar, náð betri árangri og verið ánægðari ef við myndum fjarlægja flísina. Það þarf ekki nema eitt snöggt handtak og við höldum snarlega á flísinni í hendi og segjum sigri hrósandi: „þetta var nú mikill verkur yfir litlu spreki!“. Flísin er að sjálfsögðu jafnréttið sem við eigum eftir að raungera til fulls. Markvissar aðgerðir að því að velja fjölbreytni í atvinnulífinu eru flísatöngin sem mun grípa flísina föstum tökum og fjarlægja. Fjölbreytt atvinnulíf sem einkennist af grósku, samhug og samstöðu um jafnan rétt óháð kyni, aldri, uppruna og aðstæðum, er gönguleið sem við eigum að velja. Fjarlægjum flísina og ferðumst farsællega saman í flotta landinu okkar. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar