NBA dagsins: Rekinn af velli eftir þrjár mínútur í fyrsta leik sínum á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 15:01 Udonis Haslem, fyrirliði Miami Heat, var rekinn af velli eftir þrjár mínútur í fyrsta, og kannski síðasta, leik sínum á tímabilinu. getty/Michael Reaves Miami Heat ber nafn með rentu þessa dagana og virðist vera að hitna á hárréttum tíma fyrir úrslitakeppnina. Miami sigraði topplið Austurdeildar NBA, Philadelphia 76ers, 106-94, í nótt. Miami komst óvænt í úrslit á síðasta tímabili en brösuglega gekk hjá liðinu lengi framan af þessu tímabili. Miami hefur hins vegar spilað vel að undanförnu, unnið fjóra leiki í röð og átta af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 5. sæti Austurdeildarinnar og getur enn náð 4. sætinu sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami og þeir Tyler Herro og Bam Adebayo sitt hvor átján stigin. Sá síðastnefndi tók einnig tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Fyrirliði Miami, hinn fertugi Udonis Haslem, lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í nótt. Gamanið var þó stutt því hann var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á þeim þremur mínútum sem hann spilaði. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Ben Simmons og Joel Embiid náðu sér hins vegar engan veginn á strik og skoruðu aðeins samtals fjórtán stig. Philadelphia hefði tryggt sér toppsætið í Austurdeildinni með sigri. Það eru þó litlar líkur á að liðið láti það af hendi. Philadelphia mætir Orlando Magic, einu slakasta liði deildarinnar, í síðustu tveimur leikjum sínum og með sigri í öðrum þeirra verður Philadelphia á toppi Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2001. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Philadelphia, Charlotte Hornets og Los Angeles Clippers og Phoenix Suns og Portland Trail Blazers auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 14. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Miami komst óvænt í úrslit á síðasta tímabili en brösuglega gekk hjá liðinu lengi framan af þessu tímabili. Miami hefur hins vegar spilað vel að undanförnu, unnið fjóra leiki í röð og átta af síðustu níu leikjum sínum. Liðið er í 5. sæti Austurdeildarinnar og getur enn náð 4. sætinu sem gefur heimavallarrétt í 1. umferð úrslitakeppninnar. Jimmy Butler skoraði 21 stig fyrir Miami og þeir Tyler Herro og Bam Adebayo sitt hvor átján stigin. Sá síðastnefndi tók einnig tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Fyrirliði Miami, hinn fertugi Udonis Haslem, lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í nótt. Gamanið var þó stutt því hann var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á þeim þremur mínútum sem hann spilaði. Tobias Harris skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Ben Simmons og Joel Embiid náðu sér hins vegar engan veginn á strik og skoruðu aðeins samtals fjórtán stig. Philadelphia hefði tryggt sér toppsætið í Austurdeildinni með sigri. Það eru þó litlar líkur á að liðið láti það af hendi. Philadelphia mætir Orlando Magic, einu slakasta liði deildarinnar, í síðustu tveimur leikjum sínum og með sigri í öðrum þeirra verður Philadelphia á toppi Austurdeildarinnar í fyrsta sinn síðan 2001. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Philadelphia, Charlotte Hornets og Los Angeles Clippers og Phoenix Suns og Portland Trail Blazers auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 14. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Booker með ís í æðum á ögurstundu á vítalínunni Devin Booker sýndi stáltaugar á vítalínunni þegar hann tryggði Phoenix Suns sigur á Portland Trail Blazers, 118-117, í NBA-deildinni í nótt. 14. maí 2021 08:30
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti