Erlendar efnisveitur á Íslandi: Ekkert svar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. maí 2021 15:22 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki enn svarað skriflegri fyrirspurn frá mér um starfsemi erlendra efnisveitna hér á landi en fyrirspurnin var lögð fram þann 7. desember á síðasta ári. Reglur þingsins kveða á um að skriflegum fyrirspurnum sé að jafnaði svarað innan hálfs mánaðar en skriflegar skýringar á töfunum skuli koma ef ekki tekst að svara innan tímamarka. Nú eru liðnir meira en fimm mánuðir og engin svör berast og engar skýringar. Það fer að örla á höfnunarkennd hjá manni. Samt eru þessar spurningar alveg svaraverðar. Í nýlegu meirihlutaáliti Allsherjar- og menntamálanefndar um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur er klausa um þetta þar sem talað er um nauðsyn þess að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla og tekið fram að fjármála- og efnhagsráðuneytið og menntamálaráðuneytið „hafi til skoðunar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna eða ígildi skattlagningar rafrænna viðskipta við erlendu miðlana.“ Guð láti gott á vita, að ráðuneytisfólk „hafi til skoðunar“ mál þó ekki sé verið að ómaka sig við að svara óbreyttum stjórnarandstöðuþingmanni – því þetta er stórmál. Kannski vefst fyrir ráðherranum að ég skuli setja málið í samhengi við evrópusamstarf okkar, sem er hægrimönnum feimnismál, en með fullri virðingu fyrir afli og málafylgju íslenskra stjórnvalda er hætt við að fátt verði um svör ef Íslendingar fara að hafa í hótunum við þess risa – þeir bara fari – en hér geti Íslendingar notið stærðarhagkvæmni í samfloti við Evrópusambandið. Fyrirspurn mín var í þremur liðum og svohljóðandi: „Hafa íslensk stjórnvöld af sjálfsdáðum, eða í samvinnu við önnur EFTA-ríki, metið hvaða þýðingu löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu, eins og Evrópusambandið og OECD eru að skoða, hefði á Íslandi? Hefur verið lagt mat á það hvort íslenskt skattaumhverfi sé í stakk búið að innleiða nauðsynlegar breytingar til að slík skattlagning, þvert á landamæri, virki með skilvirkum hætti á Íslandi? Telur ráðherra ekki mikilvægt að hafin sé strax vinna við gerð á íslenskri löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu svo að Ísland verði tilbúið í breytingar með öðrum þjóðum á Evrópska efnahagssvæðinu þegar að þeim kemur?“ Þessar spurningar varða grundvallaratriði í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi, og þá hrikalega skekktu samkeppnisstöðu sem þeir búa við gagnvart alþjóðarisum sem starfrækja hér efnisveitur og samfélagsmiðla án þess að greiða skatta, laun eða aðrar skyldur, og neyta aflsmunar í krafti stærðar sinnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Alþingi Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki enn svarað skriflegri fyrirspurn frá mér um starfsemi erlendra efnisveitna hér á landi en fyrirspurnin var lögð fram þann 7. desember á síðasta ári. Reglur þingsins kveða á um að skriflegum fyrirspurnum sé að jafnaði svarað innan hálfs mánaðar en skriflegar skýringar á töfunum skuli koma ef ekki tekst að svara innan tímamarka. Nú eru liðnir meira en fimm mánuðir og engin svör berast og engar skýringar. Það fer að örla á höfnunarkennd hjá manni. Samt eru þessar spurningar alveg svaraverðar. Í nýlegu meirihlutaáliti Allsherjar- og menntamálanefndar um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur er klausa um þetta þar sem talað er um nauðsyn þess að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla og tekið fram að fjármála- og efnhagsráðuneytið og menntamálaráðuneytið „hafi til skoðunar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna eða ígildi skattlagningar rafrænna viðskipta við erlendu miðlana.“ Guð láti gott á vita, að ráðuneytisfólk „hafi til skoðunar“ mál þó ekki sé verið að ómaka sig við að svara óbreyttum stjórnarandstöðuþingmanni – því þetta er stórmál. Kannski vefst fyrir ráðherranum að ég skuli setja málið í samhengi við evrópusamstarf okkar, sem er hægrimönnum feimnismál, en með fullri virðingu fyrir afli og málafylgju íslenskra stjórnvalda er hætt við að fátt verði um svör ef Íslendingar fara að hafa í hótunum við þess risa – þeir bara fari – en hér geti Íslendingar notið stærðarhagkvæmni í samfloti við Evrópusambandið. Fyrirspurn mín var í þremur liðum og svohljóðandi: „Hafa íslensk stjórnvöld af sjálfsdáðum, eða í samvinnu við önnur EFTA-ríki, metið hvaða þýðingu löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu, eins og Evrópusambandið og OECD eru að skoða, hefði á Íslandi? Hefur verið lagt mat á það hvort íslenskt skattaumhverfi sé í stakk búið að innleiða nauðsynlegar breytingar til að slík skattlagning, þvert á landamæri, virki með skilvirkum hætti á Íslandi? Telur ráðherra ekki mikilvægt að hafin sé strax vinna við gerð á íslenskri löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu svo að Ísland verði tilbúið í breytingar með öðrum þjóðum á Evrópska efnahagssvæðinu þegar að þeim kemur?“ Þessar spurningar varða grundvallaratriði í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi, og þá hrikalega skekktu samkeppnisstöðu sem þeir búa við gagnvart alþjóðarisum sem starfrækja hér efnisveitur og samfélagsmiðla án þess að greiða skatta, laun eða aðrar skyldur, og neyta aflsmunar í krafti stærðar sinnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun