Vinur Gaetz ætlar að játa og starfa með saksóknurum Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 10:21 Þingmaðurinn Matt Gaetz er sagður til rannsóknar vegna vændiskaupa vinar síns, Joel Greenberg. AP/Phelen M. Ebenhack Joel Greenberg, fyrrverandi embættismaður í Flórída og vinur þingmannsins umdeilda Matt Gaetz, hefur játað að hafa greitt sautján ára stúlku peninga fyrir að stunda kynlíf með öðrum mönnum. Hann ætlar sömuleiðis að vinna með saksóknurum Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Búist er við því að Greenberg muni viðurkenna sekt fyrir dómi á mánudaginn. Gaetz er sagður til rannsóknar fyrir að hafa brotið mannsalslög með því að hafa stundað kynmök með þessari sömu stúlku. Hann hefur ekki verið ákærður en fjölmiðlar vestanhafs segja það til skoðunar. Í dómsskjölum sem opinberuð voru í gær kemur fram að Greenberg ætli að starfa með saksóknurum og hafa þeir þar útvegað sér lykilvitni, verði Gaetz ákærður. Greenberg nefnir Gaetz ekki á nafn í samkomulaginu sem hann náði við rannsakendur, samkvæmt frétt New York Times, þar segist hann þó hafa kynnt táninginn fyrir öðrum körlum og hún hafi sængað hjá þeim. Hann hafi jafnvel verið viðstaddur í einhverjum tilfellum. Samkvæmt heimildum NYT hefur Greenberg þó sagt rannsakendum að Gaetz hafi sængað hjá stúlkunni og hafi vitað af því að hún hefði fengið greitt fyrir það. Þá kemur fram í áðurnefndum skjölum að saksóknarar telji sig búa yfir sönnunargögnum sem staðfesti frásögn Greenberg. Greiddi mörgum konum fyrir kynlíf Greenberg hefur einnig játað að hafa greitt mörgum öðrum konum fyrir kynlíf. Allt í allt hafi hann greitt meira en 70 þúsund dali fyrir um kynlíf í um 150 skipti. Hann játaði einnig aðra glæpi, eins og að hafa stolið úr opinberum sjóðum. Daily Beast sagði frá því í síðasta mánuði að Greenberg hefði leitað til Rogers Stone, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og beðið hann um að aðstoða sig við að fá náðun frá Trump. Það kom fram í bréfi sem Greenberg sendi Stone í lok síðasta árs, eftir að Trump hafði mildað dóm sem Stone hlaut fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Eins og áður segir hefur Gaetz verið bendlaður við kynlífskaupin og hafa greiðslur frá honum til Greenberg verið staðfestar. Þingmaðurinn segist þó aldrei hafa greitt fyrir kynlíf og segir að verið sé að snúa út úr gjafmildi hans í garð fyrrverandi kærasta. Daily Beast birti í gær frétt þar sem haft er eftir vitnum að Gaetz hafi neytt kókaíns með vændiskonu í samkvæmi í kjölfar fjáröflunarsamkomu í Flórída árið 2019. Þá hefur miðillinn skjöl sem sýna að Greenberg greiddi hanni þúsundir dala árið 2017. Undir lok þess árs stofnaði hún ráðgjafafyrirtæki sem Greenberg notaði opinbert fé til að greiða henni 3.500 dali á mánuði fyrir að framleiða efni á samfélagsmiðla. Fyrirtæki hinnar meintu vændiskonu fékk tvær slíkar greiðslur í janúar og apríl 2018. Endurskoðendur Seminole-sýslu vöktu í kjölfarið athygli á greiðslunum, auk annarra greiðsla frá sýslu í vasa Grennbergs. Samkvæmt heimildum Daily Beast fundu endurskoðendur engar vísbendingar um að konan hefði veitt sýslunni nokkra þjónustu. Bandaríkin Tengdar fréttir Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48 Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Búist er við því að Greenberg muni viðurkenna sekt fyrir dómi á mánudaginn. Gaetz er sagður til rannsóknar fyrir að hafa brotið mannsalslög með því að hafa stundað kynmök með þessari sömu stúlku. Hann hefur ekki verið ákærður en fjölmiðlar vestanhafs segja það til skoðunar. Í dómsskjölum sem opinberuð voru í gær kemur fram að Greenberg ætli að starfa með saksóknurum og hafa þeir þar útvegað sér lykilvitni, verði Gaetz ákærður. Greenberg nefnir Gaetz ekki á nafn í samkomulaginu sem hann náði við rannsakendur, samkvæmt frétt New York Times, þar segist hann þó hafa kynnt táninginn fyrir öðrum körlum og hún hafi sængað hjá þeim. Hann hafi jafnvel verið viðstaddur í einhverjum tilfellum. Samkvæmt heimildum NYT hefur Greenberg þó sagt rannsakendum að Gaetz hafi sængað hjá stúlkunni og hafi vitað af því að hún hefði fengið greitt fyrir það. Þá kemur fram í áðurnefndum skjölum að saksóknarar telji sig búa yfir sönnunargögnum sem staðfesti frásögn Greenberg. Greiddi mörgum konum fyrir kynlíf Greenberg hefur einnig játað að hafa greitt mörgum öðrum konum fyrir kynlíf. Allt í allt hafi hann greitt meira en 70 þúsund dali fyrir um kynlíf í um 150 skipti. Hann játaði einnig aðra glæpi, eins og að hafa stolið úr opinberum sjóðum. Daily Beast sagði frá því í síðasta mánuði að Greenberg hefði leitað til Rogers Stone, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og beðið hann um að aðstoða sig við að fá náðun frá Trump. Það kom fram í bréfi sem Greenberg sendi Stone í lok síðasta árs, eftir að Trump hafði mildað dóm sem Stone hlaut fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Eins og áður segir hefur Gaetz verið bendlaður við kynlífskaupin og hafa greiðslur frá honum til Greenberg verið staðfestar. Þingmaðurinn segist þó aldrei hafa greitt fyrir kynlíf og segir að verið sé að snúa út úr gjafmildi hans í garð fyrrverandi kærasta. Daily Beast birti í gær frétt þar sem haft er eftir vitnum að Gaetz hafi neytt kókaíns með vændiskonu í samkvæmi í kjölfar fjáröflunarsamkomu í Flórída árið 2019. Þá hefur miðillinn skjöl sem sýna að Greenberg greiddi hanni þúsundir dala árið 2017. Undir lok þess árs stofnaði hún ráðgjafafyrirtæki sem Greenberg notaði opinbert fé til að greiða henni 3.500 dali á mánuði fyrir að framleiða efni á samfélagsmiðla. Fyrirtæki hinnar meintu vændiskonu fékk tvær slíkar greiðslur í janúar og apríl 2018. Endurskoðendur Seminole-sýslu vöktu í kjölfarið athygli á greiðslunum, auk annarra greiðsla frá sýslu í vasa Grennbergs. Samkvæmt heimildum Daily Beast fundu endurskoðendur engar vísbendingar um að konan hefði veitt sýslunni nokkra þjónustu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48 Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43
Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. 14. apríl 2021 08:48
Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38
Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14