Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 14:43 Rafhlaupahjólum hefur líklegast fjölgað mjög á götum höfuðborgarsvæðisins á undanförnu ári. Vísir/Vilhelm Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar segir að fólk sem leitaði á bráðamóttöku á tímabilinu hafi verið beðið um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður þess og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif hafi verið safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Á áðurnefndu tímabili leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku og voru þeir á aldrinum átta til 77 ára. 45 prósent þeirra voru yngri en átján ára og 58 prósent voru karlkyns. Þá reyndist meirihluti slysa hafa orðið vegna þess að farið var of hratt, viðkomandi hafi misst jafnvægi eða vegna ójafnra gatna. 38 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku voru með beinbrot og leggja þurfti sex prósent þeirra inn. Mikill meirihluti barna, eða 79 prósent, notuðu hjálm en einungis sautján prósent fullorðinna. Fjörutíu prósent fullorðinna sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis. Í gærkvöldi og í nótt voru tvö rafhlaupahjólaslys tilkynnt til lögreglu. Í öðru þeirra segir í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið sjáanlega ölvaður. Frá síðasta sumri hafa nokkrar hlaupahjólaleigur bæst í flóruna á höfuðborgarsvæðinu en hlaupahjólunum sjálfum hefur líklegast fjölgað gífurlega mikið, þó engar staðfestar tölur liggi fyrir. Um 20.000 tæki voru flutt inn árið 2020, samanborið við 5.400 árið áður og 3.600 árið þar á undan. Það er utan við öll þau hlaupahjól sem eru í einkaeigu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hlutfall einstaklinga yngri en átján ára sem slösuðust á rafhlaupahjóli hafi verið 45 prósent og það sé hærra en sést hafi í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. Það sé til marks um að fleiri rafhlaupahjól séu í einkaeigu hér á landi en gengur og gerist og börnum sé leyft að fara um á þeim. Þá segir að nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafhlaupahjólum. Beinbrot á efri útlim hafi reynst algengur áverki hjá þeim sem hafa slasast og því sé líklegt að aukin notkun á olnboga og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni. Umferð Umferðaröryggi Landspítalinn Rafhlaupahjól Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar segir að fólk sem leitaði á bráðamóttöku á tímabilinu hafi verið beðið um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður þess og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif hafi verið safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Á áðurnefndu tímabili leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku og voru þeir á aldrinum átta til 77 ára. 45 prósent þeirra voru yngri en átján ára og 58 prósent voru karlkyns. Þá reyndist meirihluti slysa hafa orðið vegna þess að farið var of hratt, viðkomandi hafi misst jafnvægi eða vegna ójafnra gatna. 38 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku voru með beinbrot og leggja þurfti sex prósent þeirra inn. Mikill meirihluti barna, eða 79 prósent, notuðu hjálm en einungis sautján prósent fullorðinna. Fjörutíu prósent fullorðinna sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis. Í gærkvöldi og í nótt voru tvö rafhlaupahjólaslys tilkynnt til lögreglu. Í öðru þeirra segir í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið sjáanlega ölvaður. Frá síðasta sumri hafa nokkrar hlaupahjólaleigur bæst í flóruna á höfuðborgarsvæðinu en hlaupahjólunum sjálfum hefur líklegast fjölgað gífurlega mikið, þó engar staðfestar tölur liggi fyrir. Um 20.000 tæki voru flutt inn árið 2020, samanborið við 5.400 árið áður og 3.600 árið þar á undan. Það er utan við öll þau hlaupahjól sem eru í einkaeigu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hlutfall einstaklinga yngri en átján ára sem slösuðust á rafhlaupahjóli hafi verið 45 prósent og það sé hærra en sést hafi í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. Það sé til marks um að fleiri rafhlaupahjól séu í einkaeigu hér á landi en gengur og gerist og börnum sé leyft að fara um á þeim. Þá segir að nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafhlaupahjólum. Beinbrot á efri útlim hafi reynst algengur áverki hjá þeim sem hafa slasast og því sé líklegt að aukin notkun á olnboga og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni.
Umferð Umferðaröryggi Landspítalinn Rafhlaupahjól Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira