„Til fjandans með Pollýönnu“ Snorri Másson skrifar 15. maí 2021 16:45 Guðmundur Felix Grétarsson fékk græddar á sig hendur í janúar á þessu ári eftir margra ára bið. Facebook Guðmundur Felix Grétarsson ber ekki lengur sárabindi allan sólarhringinn, eins og sjá má af nýjustu mynd hans á samfélagsmiðlum. Um fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann undirgekkst einstaka aðgerð á heimsvísu, þar sem græddir voru á hann handleggir eftir margra ára bið eftir líffæragjafa. Hendurnar virðast hafa lagast að Guðmundi að nokkru leyti en ljóst er að langt er í land þar til hann nær fullum bata. Óvíst er um hvaða árangur aðgerðin mun bera til lengri tíma. Í pistli á Facebook fjallar Guðmundur Felix um að hann kjósi að vera hamingjusamur í stöðu þar sem 99% fólks myndi ganga af göflunum í. „Ég hlusta stundum á fólk segja að það að horfa á hlutina í raunhæfu samhengi sé einhvers konar Pollýönnu-leikur. Ég segi: Til fjandans með Pollýönnu. Ef við eigum við vanda að stríða, eru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort getum við gert eitthvað í því, eða ekki. Hvorugt tilfellið kallar á að við förum yfir um,“ skrifar Guðmundur Felix. Guðmundur getur nú dvalist heima við í nokkrum mæli en áður hafði hann lengi verið rúmliggjandi. Löng endurhæfing er fram undan. Hann hvetur fólk til að iðka þakklæti í daglegu lífi. „Flest vandamála þinna eru ekki raunveruleg vandamál. Hlutirnir eru bara öðru vísi en þú vilt að þeir séu. Allt gæti allt eins verið verra, rétt eins og það gæti verið betra. Við höfum margfalt meira færi á að gera það sem við þurfum að gera þegar við erum hamingjusöm en þegar okkur líður hræðilega. Þannig að veljum þakklæti,“ skrifar Guðmundur Felix. Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56 „Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Um fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann undirgekkst einstaka aðgerð á heimsvísu, þar sem græddir voru á hann handleggir eftir margra ára bið eftir líffæragjafa. Hendurnar virðast hafa lagast að Guðmundi að nokkru leyti en ljóst er að langt er í land þar til hann nær fullum bata. Óvíst er um hvaða árangur aðgerðin mun bera til lengri tíma. Í pistli á Facebook fjallar Guðmundur Felix um að hann kjósi að vera hamingjusamur í stöðu þar sem 99% fólks myndi ganga af göflunum í. „Ég hlusta stundum á fólk segja að það að horfa á hlutina í raunhæfu samhengi sé einhvers konar Pollýönnu-leikur. Ég segi: Til fjandans með Pollýönnu. Ef við eigum við vanda að stríða, eru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort getum við gert eitthvað í því, eða ekki. Hvorugt tilfellið kallar á að við förum yfir um,“ skrifar Guðmundur Felix. Guðmundur getur nú dvalist heima við í nokkrum mæli en áður hafði hann lengi verið rúmliggjandi. Löng endurhæfing er fram undan. Hann hvetur fólk til að iðka þakklæti í daglegu lífi. „Flest vandamála þinna eru ekki raunveruleg vandamál. Hlutirnir eru bara öðru vísi en þú vilt að þeir séu. Allt gæti allt eins verið verra, rétt eins og það gæti verið betra. Við höfum margfalt meira færi á að gera það sem við þurfum að gera þegar við erum hamingjusöm en þegar okkur líður hræðilega. Þannig að veljum þakklæti,“ skrifar Guðmundur Felix.
Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56 „Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56
„Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“