Mæla með hettu yfir höfuðið á gosstöðvunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 10:13 Frá gosstöðvunum í gær. Hér er kvikan byrjuð að láta sjá sig með tilheyrandi reyk. Gosið er orðið svo taktfast að það minnir á Strokk í Haukadal að því leyti. Á sex mínútna fresti eða svo brestur á með miklum látum. Vísir/KTD Þeir sem ætla að leggja leið sína á gosstöðvarnar í dag eru hvattir til að taka með sér auka peysu og úlpu. Ástæðan er sú að nokkur vindur er á svæðinu, 5-9 m/s og í kaldara lagi að því er fram kemur á Safetravel.is. Gestir sem ganga gönguleið A á enda geta fylgst með gosinu úr nokkru návígi. Nokkur taktur er kominn í gosið og brestur á með látum á um það bil sex mínútna fresti þegar kvikan sprautast upp úr gígnum. Því fylgir nokkuð gjóskufall og er göngufólk hvatt til að setja hettuna yfir höfuðið, snúa baki í gosið og halda kyrru fyrir þær sekúndur sem fallið stendur yfir. Merkingar eru góðar á gönguleið A og ætti enginn að verða í vandræðum með að finna leiðina að sjónarspilinu.Vísir/KTD Á vef SafeTravel er gert ráð fyrir þriggja til fjögurra klukkustunda göngutíma frá upphafsstað við Suðurstrandarveg. Er þar miðað við meðalvant göngufólk. Göngustafir geti hjálpað enda þurfi að fara upp og niður ágætlega brattar brekkur. Minnt er á að alla jafna eru ekki viðbragðsaðilar á svæðinu frá miðnætti og til hádegis. Því eru þeir ekki til staðar á þeim tíma til að mæla gasmengun eða ef óhapp verður. Fleiri ráðleggingar má nálgast á SafeTravel.is. Að neðan má fylgjast með gangi mála á gosstöðvunum í vefmyndavél Vísis. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stefna á að klára varnargarðana á morgun Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun. 15. maí 2021 19:16 „Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta" Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. 14. maí 2021 23:03 Versta brekkan orðin breiður göngustígur Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi. 13. maí 2021 22:44 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Gestir sem ganga gönguleið A á enda geta fylgst með gosinu úr nokkru návígi. Nokkur taktur er kominn í gosið og brestur á með látum á um það bil sex mínútna fresti þegar kvikan sprautast upp úr gígnum. Því fylgir nokkuð gjóskufall og er göngufólk hvatt til að setja hettuna yfir höfuðið, snúa baki í gosið og halda kyrru fyrir þær sekúndur sem fallið stendur yfir. Merkingar eru góðar á gönguleið A og ætti enginn að verða í vandræðum með að finna leiðina að sjónarspilinu.Vísir/KTD Á vef SafeTravel er gert ráð fyrir þriggja til fjögurra klukkustunda göngutíma frá upphafsstað við Suðurstrandarveg. Er þar miðað við meðalvant göngufólk. Göngustafir geti hjálpað enda þurfi að fara upp og niður ágætlega brattar brekkur. Minnt er á að alla jafna eru ekki viðbragðsaðilar á svæðinu frá miðnætti og til hádegis. Því eru þeir ekki til staðar á þeim tíma til að mæla gasmengun eða ef óhapp verður. Fleiri ráðleggingar má nálgast á SafeTravel.is. Að neðan má fylgjast með gangi mála á gosstöðvunum í vefmyndavél Vísis.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Stefna á að klára varnargarðana á morgun Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun. 15. maí 2021 19:16 „Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta" Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. 14. maí 2021 23:03 Versta brekkan orðin breiður göngustígur Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi. 13. maí 2021 22:44 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Stefna á að klára varnargarðana á morgun Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun. 15. maí 2021 19:16
„Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta" Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. 14. maí 2021 23:03
Versta brekkan orðin breiður göngustígur Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi. 13. maí 2021 22:44