Allir leikirnir sýndir beint í sögulegu og umdeildu umspili NBA deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 13:00 Lið þeirra LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Stephen Curry hjá Golden State Warriors mætast í umpili NBA deildarinnar. Getty/Harry How Deildarkeppni NBA er lokið en það eru samt enn fjögur laus sæti í úrslitakeppninni. Átta lið keppa um þessu fjögur lausu sæti í umspilinu í þessari viku og allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport. NBA deildin fer nýja leið í ár til að auka spennuna í baráttunni um sætin eftirsóttu í úrslitakeppninni. Ákveðið var að búa til umspil milli liðanna sem enduðu í sjöunda til tíunda sæti í bæði Austur- og Vesturdeild. LeBron James er enginn aðdáandi umpilsins en hann verður í aðalhlutverki þegar NBA meistarar Los Angeles Lakers reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fleiri hafa gagnrýnt umspilið en hinn almenni körfuboltaáhugamaður bíður spenntur. Það að Los Angeles Lakers sé í umspilinu og mætir liði Golden State Warriors er aðeins til að ýta undir spenninginn fyrir þessa leiki í vikunni. Einvígi þar sem sjóðheitur Steph Curry mætir ríkjandi meisturum Lakers er eitthvað sem NBA áhugafólk fær örugglega vatn í munninn yfir. watch on YouTube Lið Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eru í sætum sjö og átta í Vesturdeildinni og væru á venjulegu ári komin í úrslitakeppnina. Nú fá þau tvö tækifæri til að tryggja sig inn. Þau mætast í fyrstu umferð umspilsins þar sem sigurvegarinn tryggir sér sjöunda sætið inn í úrslitakeppnina en tapliðið þarf aftur á móti að spila hreinan úrslitaleik á móti liðinu sem vinnur viðureignina á milli liðanna í níunda og tíunda sæti. Liðin í níunda og tíunda sæti, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies, þurfa því að vinna tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina. Í Austurdeildinni eru það lið Boston Celtics og Washington Wizards sem mætast í viðureign liðanna í sjöunda og áttunda sæti en tapliðið úr þeim leik mætir síðan sigurliðinu úr viðureign Indiana Pacers og Charlotte Hornets sem eru liðin sem enduðu í níunda og tíunda sæti í Austurdeildinni. Fyrri hlutinn fer fram á þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara síðan fram þessir hreinu úrslitaleikir um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu en í raun er um hreina úrslitaleiki að ræða því sigurlið hvers leiks tryggir sér annað hvort sæti í úrslitakeppninni eða sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti. Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8) The 2021 #NBAPlayoffs and #StateFarmPlayIn Bracket!Full schedule https://t.co/DNE7pJlpQB pic.twitter.com/NidaRNQh1k— NBA (@NBA) May 17, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
NBA deildin fer nýja leið í ár til að auka spennuna í baráttunni um sætin eftirsóttu í úrslitakeppninni. Ákveðið var að búa til umspil milli liðanna sem enduðu í sjöunda til tíunda sæti í bæði Austur- og Vesturdeild. LeBron James er enginn aðdáandi umpilsins en hann verður í aðalhlutverki þegar NBA meistarar Los Angeles Lakers reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fleiri hafa gagnrýnt umspilið en hinn almenni körfuboltaáhugamaður bíður spenntur. Það að Los Angeles Lakers sé í umspilinu og mætir liði Golden State Warriors er aðeins til að ýta undir spenninginn fyrir þessa leiki í vikunni. Einvígi þar sem sjóðheitur Steph Curry mætir ríkjandi meisturum Lakers er eitthvað sem NBA áhugafólk fær örugglega vatn í munninn yfir. watch on YouTube Lið Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eru í sætum sjö og átta í Vesturdeildinni og væru á venjulegu ári komin í úrslitakeppnina. Nú fá þau tvö tækifæri til að tryggja sig inn. Þau mætast í fyrstu umferð umspilsins þar sem sigurvegarinn tryggir sér sjöunda sætið inn í úrslitakeppnina en tapliðið þarf aftur á móti að spila hreinan úrslitaleik á móti liðinu sem vinnur viðureignina á milli liðanna í níunda og tíunda sæti. Liðin í níunda og tíunda sæti, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies, þurfa því að vinna tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina. Í Austurdeildinni eru það lið Boston Celtics og Washington Wizards sem mætast í viðureign liðanna í sjöunda og áttunda sæti en tapliðið úr þeim leik mætir síðan sigurliðinu úr viðureign Indiana Pacers og Charlotte Hornets sem eru liðin sem enduðu í níunda og tíunda sæti í Austurdeildinni. Fyrri hlutinn fer fram á þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara síðan fram þessir hreinu úrslitaleikir um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu en í raun er um hreina úrslitaleiki að ræða því sigurlið hvers leiks tryggir sér annað hvort sæti í úrslitakeppninni eða sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti. Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8) The 2021 #NBAPlayoffs and #StateFarmPlayIn Bracket!Full schedule https://t.co/DNE7pJlpQB pic.twitter.com/NidaRNQh1k— NBA (@NBA) May 17, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8)
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira