Eftir leiðréttinguna mælist vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 711,7 stig í mars og hækkar um 3,3% á milli mánaða en ekki 1,6% eins og fullyrt var á sínum tíma. Er það mesta hækkun á íbúðaverði milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu frá maí 2007 þegar vísitalan hækkaði um 3,6% milli mánaða.
Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitala íbúðaverðs hækkað um 4,0%, 6,5% síðastliðna sex mánuði og 10,7% síðastliðið ár.
Vísitala neysluverðs er viðmiðunarkvarði milli tímabila og lítur til verðbreytinga á vörum og þjónustu sem eru á útgjaldalið heimilanna.
Í lok apríl var greint frá því að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs, einnig kölluð ársverðbólga, hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. Hefur hún ekki verið hærri frá því í febrúar 2013 eða í rúm átta ár.