Boston í úrslitakeppnina þökk sé 50 stiga leik Tatums Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 07:30 Jayson Tatum keyrir að körfu Washington Wizards í sigrinum í nótt. AP/Charles Krupa Eftir afar slæmt gengi síðasta mánuðinn af deildarkeppni NBA-deildarinnar náðu Boston Celtics að rífa sig í gang í nótt og koma sér í úrslitakeppnina. Hið nýja umspil NBA-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Liðin í 7. og 8. sæti austurdeildar mættust og þar vann Boston 118-100 sigur á Washington Wizards. Washington fær annað tækifæri til að komast í úrslitakeppnina – hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers sem unnu Charlotte Hornets 144-117, í uppgjöri liðanna í 9. og 10. sæti. Boston getur þakkað Jayson Tatum það að liðið skuli komið í úrslitakeppnina, þar sem Boston mætir Brooklyn Nets. Indiana eða Washington mun mæta Philadelphia 76ers. Tatum skoraði 50 stig í nótt eða hátt í helming stiga Boston. Hann skoraði 32 af stigunum í seinni hálfleik en Boston hóf hann af miklum krafti með 22-4 spretti. Þannig komst liðið í 74-58 og þó að Washington hafi náð að minnka muninn í sjö stig þá komst liðið ekki nær. Tatum hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa of hægt um sig sem leiðtogi Boston en það var annað uppi á teningnum í nótt: „Ég veit að ég hef öðlast virðingu liðsfélaga mína. Ég hef öðlast virðingu strákanna sem ég spila á móti. Ég hef trú á sjálfum mér og það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Tatum. „Mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg“ Í Indianapolis var aldrei spurning hvernig færi. Domantas Sabonis skoraði 14 stig, tók 21 frákast og gaf níu stoðsendingar í öruggum sigri Pacers. „Þegar að maður tapar með þrjátíu stiga mun þá hefur ekkert gengið upp. Þeir mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg. Þeir voru grimmara liðið og léku fullir af orku,“ sagði Cody Zeller, leikmaður Charlotte og fyrrverandi stjarna Indiana háskólaliðsins. Umspilið heldur áfram í kvöld í vesturdeildinni þegar meistarar LA Lakers mæta Golden State Warriors í leik sem mun færa öðru liðinu sæti í úrslitakeppninni. Tapliðið mun þurfa að mæta Memphis Grizzlies eða San Antonio Spurs sem mætast einnig í kvöld. NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Hið nýja umspil NBA-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Liðin í 7. og 8. sæti austurdeildar mættust og þar vann Boston 118-100 sigur á Washington Wizards. Washington fær annað tækifæri til að komast í úrslitakeppnina – hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers sem unnu Charlotte Hornets 144-117, í uppgjöri liðanna í 9. og 10. sæti. Boston getur þakkað Jayson Tatum það að liðið skuli komið í úrslitakeppnina, þar sem Boston mætir Brooklyn Nets. Indiana eða Washington mun mæta Philadelphia 76ers. Tatum skoraði 50 stig í nótt eða hátt í helming stiga Boston. Hann skoraði 32 af stigunum í seinni hálfleik en Boston hóf hann af miklum krafti með 22-4 spretti. Þannig komst liðið í 74-58 og þó að Washington hafi náð að minnka muninn í sjö stig þá komst liðið ekki nær. Tatum hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa of hægt um sig sem leiðtogi Boston en það var annað uppi á teningnum í nótt: „Ég veit að ég hef öðlast virðingu liðsfélaga mína. Ég hef öðlast virðingu strákanna sem ég spila á móti. Ég hef trú á sjálfum mér og það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Tatum. „Mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg“ Í Indianapolis var aldrei spurning hvernig færi. Domantas Sabonis skoraði 14 stig, tók 21 frákast og gaf níu stoðsendingar í öruggum sigri Pacers. „Þegar að maður tapar með þrjátíu stiga mun þá hefur ekkert gengið upp. Þeir mættu inn á völl og veittu okkur kjaftshögg. Þeir voru grimmara liðið og léku fullir af orku,“ sagði Cody Zeller, leikmaður Charlotte og fyrrverandi stjarna Indiana háskólaliðsins. Umspilið heldur áfram í kvöld í vesturdeildinni þegar meistarar LA Lakers mæta Golden State Warriors í leik sem mun færa öðru liðinu sæti í úrslitakeppninni. Tapliðið mun þurfa að mæta Memphis Grizzlies eða San Antonio Spurs sem mætast einnig í kvöld.
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira