Stjóri Gylfa segir óánægðum að fara Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 14:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Carlo Ancelotti ræða málin. Everton á veika von um að ná Evrópusæti. Getty/Oli Scarff Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hefur sagt leikmönnum sínum að þeir sem séu óánægðir skuli koma sér í burtu. Hann er sjálfur staðráðinn í að byggja upp félagið á næstu árum. Ancelotti var spurður út í það hvort hann hygðist fá Moise Kean aftur til Everton í sumar úr láni hjá PSG, þvert gegn vilja leikmannsins, og sagðist þá hafa rætt þessi mál við alla sína leikmenn fyrir skömmu: „Ef að hann vill vera áfram hjá PSG þá er eina leiðin að ná samkomulagi við PSG. Ég vil ekki hafa leikmenn hérna sem eru óánægðir og þeir geta þá bara beðið um að fá að fara. Ég vil hafa leikmenn sem vilja vera hjá Everton og taka þátt í þessu verkefni. Þetta gildir um alla leikmenn. Ég mun ekki neyða neinn leikmann til að vera hér. Ég sagði þeim þetta nýverið. Þeir vita þetta. Ef að einhver er óánægður þá verður sá hinn sami að fara. Óánægður leikmaður verður aldrei góður hluti af þessu verkefni,“ sagði Ancelotti. Everton hefur verið á niðurleið síðustu vikur og aðeins unnið tvo af síðustu ellefu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í 9. sæti og þarf á sigri að halda gegn Wolves í dag til að eiga enn möguleika á einu af sjö sætum sem í boði eru í Evrópukeppnunum þremur fyrir ensk lið. Everton tapaði 1-0 gegn botnliði Sheffield United á sunnudag, þar sem sigurmarkið kom á sjöundu mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn en tókst ekki að laga stöðuna fyrir Everton frekar en öðrum í liðinu. Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Ancelotti var spurður út í það hvort hann hygðist fá Moise Kean aftur til Everton í sumar úr láni hjá PSG, þvert gegn vilja leikmannsins, og sagðist þá hafa rætt þessi mál við alla sína leikmenn fyrir skömmu: „Ef að hann vill vera áfram hjá PSG þá er eina leiðin að ná samkomulagi við PSG. Ég vil ekki hafa leikmenn hérna sem eru óánægðir og þeir geta þá bara beðið um að fá að fara. Ég vil hafa leikmenn sem vilja vera hjá Everton og taka þátt í þessu verkefni. Þetta gildir um alla leikmenn. Ég mun ekki neyða neinn leikmann til að vera hér. Ég sagði þeim þetta nýverið. Þeir vita þetta. Ef að einhver er óánægður þá verður sá hinn sami að fara. Óánægður leikmaður verður aldrei góður hluti af þessu verkefni,“ sagði Ancelotti. Everton hefur verið á niðurleið síðustu vikur og aðeins unnið tvo af síðustu ellefu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í 9. sæti og þarf á sigri að halda gegn Wolves í dag til að eiga enn möguleika á einu af sjö sætum sem í boði eru í Evrópukeppnunum þremur fyrir ensk lið. Everton tapaði 1-0 gegn botnliði Sheffield United á sunnudag, þar sem sigurmarkið kom á sjöundu mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn en tókst ekki að laga stöðuna fyrir Everton frekar en öðrum í liðinu.
Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira