Lágmarksréttindi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 19. maí 2021 20:27 Þó að þjóð A hafi ofsótt þjóð B veitir það þjóð B ekki leyfi til að sölsa undir sig land þjóðar C. Satt er það: Víða er pottur brotinn í samfélögum Palestínumanna, og ekki bara vegna viðvarandi stríðsreksturs Ísraelsmanna á hendur þeim heldur líka vegna meinsemda á borð við feðraveldi og trúarkreddur með tilheyrandi kúgun, eins og ýmsir hafa bent á. En slíkt réttlætir ekki hóprefsingar Ísraelsmanna. Þó að hópur A kúgi hóp B er ekki þar með sagt að hópur C eigi að leggja hús og fjölskyldur B í rúst. Mannréttindi eru ekki þannig að maður vinni sér þau inn með góðri framkomu, maður þurfi að sanna að maður eigi þau skilið. Við fæðumst til þeirra, öll, hvernig sem við erum, og það á að vera hlutverk alþjóðasamfélagsins að sjá til þess að þau séu virt. Það eru lágmarksréttindi að geta um frjálst höfuð strokið, geta stundað vinnu og samið um laun fyrir hana, geta tjáð hug sinn án takmarkana, í ræðu eða riti, geta mótmælt, geta menntað sig, geta átt aðgang að vatni, geta ræktað land sitt og geta byggt sér og sínum heimili sem er griðarstaður og skjól. Palestínuþjóðin nýtur ekki þessara réttinda. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Palestína Ísrael Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þó að þjóð A hafi ofsótt þjóð B veitir það þjóð B ekki leyfi til að sölsa undir sig land þjóðar C. Satt er það: Víða er pottur brotinn í samfélögum Palestínumanna, og ekki bara vegna viðvarandi stríðsreksturs Ísraelsmanna á hendur þeim heldur líka vegna meinsemda á borð við feðraveldi og trúarkreddur með tilheyrandi kúgun, eins og ýmsir hafa bent á. En slíkt réttlætir ekki hóprefsingar Ísraelsmanna. Þó að hópur A kúgi hóp B er ekki þar með sagt að hópur C eigi að leggja hús og fjölskyldur B í rúst. Mannréttindi eru ekki þannig að maður vinni sér þau inn með góðri framkomu, maður þurfi að sanna að maður eigi þau skilið. Við fæðumst til þeirra, öll, hvernig sem við erum, og það á að vera hlutverk alþjóðasamfélagsins að sjá til þess að þau séu virt. Það eru lágmarksréttindi að geta um frjálst höfuð strokið, geta stundað vinnu og samið um laun fyrir hana, geta tjáð hug sinn án takmarkana, í ræðu eða riti, geta mótmælt, geta menntað sig, geta átt aðgang að vatni, geta ræktað land sitt og geta byggt sér og sínum heimili sem er griðarstaður og skjól. Palestínuþjóðin nýtur ekki þessara réttinda. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar