„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Snorri Másson skrifar 19. maí 2021 22:10 Antony Blinken og Sergei Lavrov hittust á sögulegum fundi Bandaríkjamanna og Rússa í Hörpu í kvöld. Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að það væri ekkert leyndarmál að ríkin greindi á um ýmislegt, en þrátt fyrir það væri gott samstarf ríkjanna nokkuð sem gæti leitt til öruggari veraldar fyrir alla. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa sagði að þeir væru alltaf tilbúnir að ræða málin, svo lengi sem viðræðurnar væru heiðarlegar og byggðu á staðreyndum. Blaðamenn fóru mjúkum höndum um ráðherranna, fannst þeim.Utanríkisráðuneytið Ráðherrarnir sammæltust um að mikilvægt væri að styrkja tengslin á milli þjóðanna en áður en fundinum var lokað furðaði Lavrov sig á hve rólegt væri í kringum þá á fundinum. „Það er enginn að æpa og það er enginn að spyrja spurninga,“ sagði ráðherrann. Blinken svaraði þá: „Ég held að þetta sér kyrrlátt kvöld í Reykjavík.“ Ágangur blaðamanna var í minna lagi, enda var þeim ekki boðið að spyrja spurninga. Lokuðum fundi ráðherranna lauk um ellefuleytið. Hér má hlýða á ræður ráðherranna: Blinken var hinn ánægðasti að hitta rússneska ráðherrann: „Það er mér ánægja að vera að hitta Sergei í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra. Eins og Biden forseti deildi með Pútín forseta viljum við fyrirsjáanlegt og stöðugt samband við Rússa. Við teljum það gott fyrir okkar fólk og fyrir rússnesku þjóðina og auðvitað fyrir heiminn. Í dag erum við hér fyrir fund Norðurskautsráð þar sem Rússland og Bandaríkin hafa unnið vel saman í fortíðinni og við vonumst sannarlega til þess að geta gert það áfram þegar Rússar taka við formennsku í ráðinu.“ Bandaríkin munu verja sig Báðir ráðherrarnir lögðu sérstaka áherslu á að ljóst væri að stórveldin greindi á. Utanríkisráðuneytið Lavrov sagði: „Okkur greinir djúplega á um skilning okkar á stöðu í alþjóðamálum og um nálgun okkar við að að leysa úr þeim málum. En afstaða okkar er skýr: Við erum tilbúin að ræða öll mál ef sá skilningur er fyrir hendi að viðræðurnar verði heiðarlegar, staðreyndabundnar og af gagnkvæmri virðingu.“ Blinken sagði: „Það er ekkert leyndarmál að okkur greinir á um ýmislegt og þegar kemur að þeim atriðum munum við bregðast við því ef Rússar haga sér með árásargjörnum hætti gagnvart okkur eða bandamönnum okkar, eins og Biden forseti hefur lýst. Forsetinn hefur lýst þessu, ekki til að ýta undir átök, heldur aðeins til að verja okkar hagsmuni.“ Blinken sagði þó einnig að á mörgum sviðum hefðu ríkin sameiginlega hagsmuni. „Við trúum að við getum unnið saman og byggt á sameiginlegum hagsmunum, hvort sem það er í málefnum Covid-19, loftslagsbreytinga eða kjarnorkumála í Norður-Kóreu, Íran eða Afganistan. Okkar sýn er sú að ef leiðtogar Rússa og BNA geta náð saman í samstarfi getur heimurinn verið öruggari staður.“ Lavrov sagðist þannig vonast til þess að geta unnið saman í málefnum til dæmis Afganistan og á Krímskaga. „Verkefni okkar er að gera hið besta úr þeim diplómatísku tækifærum sem við höfum. Þið getið alltaf treyst á að við bregðumst vel við slíkri viðleitni af ykkar hálfu,“ sagði Lavrov. Harpa Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Reykjavík Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. 19. maí 2021 19:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að það væri ekkert leyndarmál að ríkin greindi á um ýmislegt, en þrátt fyrir það væri gott samstarf ríkjanna nokkuð sem gæti leitt til öruggari veraldar fyrir alla. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa sagði að þeir væru alltaf tilbúnir að ræða málin, svo lengi sem viðræðurnar væru heiðarlegar og byggðu á staðreyndum. Blaðamenn fóru mjúkum höndum um ráðherranna, fannst þeim.Utanríkisráðuneytið Ráðherrarnir sammæltust um að mikilvægt væri að styrkja tengslin á milli þjóðanna en áður en fundinum var lokað furðaði Lavrov sig á hve rólegt væri í kringum þá á fundinum. „Það er enginn að æpa og það er enginn að spyrja spurninga,“ sagði ráðherrann. Blinken svaraði þá: „Ég held að þetta sér kyrrlátt kvöld í Reykjavík.“ Ágangur blaðamanna var í minna lagi, enda var þeim ekki boðið að spyrja spurninga. Lokuðum fundi ráðherranna lauk um ellefuleytið. Hér má hlýða á ræður ráðherranna: Blinken var hinn ánægðasti að hitta rússneska ráðherrann: „Það er mér ánægja að vera að hitta Sergei í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra. Eins og Biden forseti deildi með Pútín forseta viljum við fyrirsjáanlegt og stöðugt samband við Rússa. Við teljum það gott fyrir okkar fólk og fyrir rússnesku þjóðina og auðvitað fyrir heiminn. Í dag erum við hér fyrir fund Norðurskautsráð þar sem Rússland og Bandaríkin hafa unnið vel saman í fortíðinni og við vonumst sannarlega til þess að geta gert það áfram þegar Rússar taka við formennsku í ráðinu.“ Bandaríkin munu verja sig Báðir ráðherrarnir lögðu sérstaka áherslu á að ljóst væri að stórveldin greindi á. Utanríkisráðuneytið Lavrov sagði: „Okkur greinir djúplega á um skilning okkar á stöðu í alþjóðamálum og um nálgun okkar við að að leysa úr þeim málum. En afstaða okkar er skýr: Við erum tilbúin að ræða öll mál ef sá skilningur er fyrir hendi að viðræðurnar verði heiðarlegar, staðreyndabundnar og af gagnkvæmri virðingu.“ Blinken sagði: „Það er ekkert leyndarmál að okkur greinir á um ýmislegt og þegar kemur að þeim atriðum munum við bregðast við því ef Rússar haga sér með árásargjörnum hætti gagnvart okkur eða bandamönnum okkar, eins og Biden forseti hefur lýst. Forsetinn hefur lýst þessu, ekki til að ýta undir átök, heldur aðeins til að verja okkar hagsmuni.“ Blinken sagði þó einnig að á mörgum sviðum hefðu ríkin sameiginlega hagsmuni. „Við trúum að við getum unnið saman og byggt á sameiginlegum hagsmunum, hvort sem það er í málefnum Covid-19, loftslagsbreytinga eða kjarnorkumála í Norður-Kóreu, Íran eða Afganistan. Okkar sýn er sú að ef leiðtogar Rússa og BNA geta náð saman í samstarfi getur heimurinn verið öruggari staður.“ Lavrov sagðist þannig vonast til þess að geta unnið saman í málefnum til dæmis Afganistan og á Krímskaga. „Verkefni okkar er að gera hið besta úr þeim diplómatísku tækifærum sem við höfum. Þið getið alltaf treyst á að við bregðumst vel við slíkri viðleitni af ykkar hálfu,“ sagði Lavrov.
Harpa Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Reykjavík Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. 19. maí 2021 19:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44
Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. 19. maí 2021 19:35