Chelsea, Liverpool og Leicester gætu endað öllsömul í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 08:00 Liverpool er með Meistaradeildarörlög sín í eigin höndum eftir sigurinn á Burnley í gærkvöld. AP/Alex Livesey Chelsea, Liverpool og Leicester eiga í harðri baráttu um tvö Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mögulegt er að þau leiki öll í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson á von um að komast í aðra Evrópukeppni. Lokaumferð deildarinnar er á sunnudaginn. Manchester City og Manchester United hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Mikil spenna er um hvaða lið ná 3. og 4. sæti því aðeins munar einu stigi á Chelsea í 3. sæti og Leicester sem situr í 5. sæti, með lakari markatölu en Liverpool. Chelsea gæti fengið fimmta sætið Vanalega fær England fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu og fara þau til fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Ef að Chelsea endar í 5. sæti, en vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, fær England hins vegar aukasæti í Meistaradeildinni og sendir þangað fimm lið á næstu leiktíð. Engu breytir þó að Manchester United vinni Evrópudeildina því að liðið hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að enda í 2. sæti úrvalsdeildarinnar. Jorginho fagnar í hinum dýrmæta sigri Chelsea gegn Leicester í vikunni.AP/Catherine Ivill Í lokaumferðinni á sunnudag tekur Liverpool á móti Crystal Palace, Leicester mætir Tottenham og Chelsea sækir Aston Villa heim. Hvað ef að Liverpool og Leicester verða nákvæmlega jöfn? Leicester þarf að fá fleiri stig en annað hvort Liverpool eða Chelsea í lokaumferðinni, eða vinna sinn leik með fjórum mörkum meiri mun en Liverpool vinnur Palace. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að Leicester og Liverpool verði jöfn að stigum með nákvæmlega sömu markatölu. Til þess þyrfti þó mjög óvenjuleg úrslit, eins og til að mynda 6-0 sigur Leicester og 6-4 sigur Liverpool. Ef til þess kæmi myndu innbyrðis viðureignir Liverpool og Leicester ráða stöðu þeirra og þar hefur Liverpool örlítið betur. Gylfi, Tottenham og Arsenal í baráttu Liðið sem endar í 5. sæti er öruggt um sæti í Evrópudeildinni. Liðið sem endar í 6. sæti mun einnig fá sæti í Evrópudeildinni og liðið í 7. sæti fer í hina nýju Sambandsdeild UEFA. West Ham dugar stig gegn Southampton til að tryggja sér 6. sæti. Tottenham á möguleika á því sæti ef West Ham tapar. Tottenham (59 stig), Everton (59) og Arsenal (58) berjst um 7. sæti og er Tottenham með langbestu markatöluna en á leið í leik við Leicester. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfiðan leik við meistara City í lokaumferðinni. Arsenal getur með sigri á Brighton komist í Sambandsdeildina ef hvorki Tottenham né Everton vinnur. Enski boltinn Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira
Lokaumferð deildarinnar er á sunnudaginn. Manchester City og Manchester United hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Mikil spenna er um hvaða lið ná 3. og 4. sæti því aðeins munar einu stigi á Chelsea í 3. sæti og Leicester sem situr í 5. sæti, með lakari markatölu en Liverpool. Chelsea gæti fengið fimmta sætið Vanalega fær England fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu og fara þau til fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Ef að Chelsea endar í 5. sæti, en vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, fær England hins vegar aukasæti í Meistaradeildinni og sendir þangað fimm lið á næstu leiktíð. Engu breytir þó að Manchester United vinni Evrópudeildina því að liðið hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að enda í 2. sæti úrvalsdeildarinnar. Jorginho fagnar í hinum dýrmæta sigri Chelsea gegn Leicester í vikunni.AP/Catherine Ivill Í lokaumferðinni á sunnudag tekur Liverpool á móti Crystal Palace, Leicester mætir Tottenham og Chelsea sækir Aston Villa heim. Hvað ef að Liverpool og Leicester verða nákvæmlega jöfn? Leicester þarf að fá fleiri stig en annað hvort Liverpool eða Chelsea í lokaumferðinni, eða vinna sinn leik með fjórum mörkum meiri mun en Liverpool vinnur Palace. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að Leicester og Liverpool verði jöfn að stigum með nákvæmlega sömu markatölu. Til þess þyrfti þó mjög óvenjuleg úrslit, eins og til að mynda 6-0 sigur Leicester og 6-4 sigur Liverpool. Ef til þess kæmi myndu innbyrðis viðureignir Liverpool og Leicester ráða stöðu þeirra og þar hefur Liverpool örlítið betur. Gylfi, Tottenham og Arsenal í baráttu Liðið sem endar í 5. sæti er öruggt um sæti í Evrópudeildinni. Liðið sem endar í 6. sæti mun einnig fá sæti í Evrópudeildinni og liðið í 7. sæti fer í hina nýju Sambandsdeild UEFA. West Ham dugar stig gegn Southampton til að tryggja sér 6. sæti. Tottenham á möguleika á því sæti ef West Ham tapar. Tottenham (59 stig), Everton (59) og Arsenal (58) berjst um 7. sæti og er Tottenham með langbestu markatöluna en á leið í leik við Leicester. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfiðan leik við meistara City í lokaumferðinni. Arsenal getur með sigri á Brighton komist í Sambandsdeildina ef hvorki Tottenham né Everton vinnur.
Enski boltinn Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira