Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:39 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. „Það er líklegt að einhver hópur vilji halda áfram grímunotkun. Fólk verður bara að hafa frjálst val í því,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna nú á tólfta tímanum. Fjórir greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þrír í sóttkví, og tengdust allir smitunum sem greindust í H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar en það hefur ekki greinst hér á landi frá 9. maí síðastliðnum. Þórólfur segir það skýr merki þess að veiran sé í samfélaginu en við vitum þó ekkert hvert umfang þess sé. „Ég hef nú trú á því að það sé ekki mjög víðtækt. Hún er þarna ennþá og getur þannig blossað upp. Við erum blessunarlega búin að bólusetja flesta viðkvæma hópa þannig að þeir eru vel varðir. En við getum enn fengið stórar hópsýkingar hjá fólki á miðjum aldri og yngra fólki eins og er að sjást á hinum Norðurlöndunum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fara ekki of hratt í afléttingar Hann bendir á að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 undanfarið hafi verið yngra fólk en áður, allt niður í þrítugt. Ef útbreitt hópsmit komi upp gæti því þurft að leggja fjölda inn á sjúkrahús. Þórólfur segir þessi smit ekki breyta afléttingaáætlun hans. Vel hafi gengið að létta á takmörkunum undanfarið þrátt fyrir smit og telur hann að það eigi að halda áfram. „Það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er hvernig við högum okkur sem einstaklingar og við erum að hamra á því. Þetta sýnir samt sem áður að við þurfum að fara varlega og ég held að við eigum ekki að fara mjög hratt í afléttingar heldur höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og vonandi gengur það vel.“ Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan. Klippa: 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Það er líklegt að einhver hópur vilji halda áfram grímunotkun. Fólk verður bara að hafa frjálst val í því,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna nú á tólfta tímanum. Fjórir greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þrír í sóttkví, og tengdust allir smitunum sem greindust í H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar en það hefur ekki greinst hér á landi frá 9. maí síðastliðnum. Þórólfur segir það skýr merki þess að veiran sé í samfélaginu en við vitum þó ekkert hvert umfang þess sé. „Ég hef nú trú á því að það sé ekki mjög víðtækt. Hún er þarna ennþá og getur þannig blossað upp. Við erum blessunarlega búin að bólusetja flesta viðkvæma hópa þannig að þeir eru vel varðir. En við getum enn fengið stórar hópsýkingar hjá fólki á miðjum aldri og yngra fólki eins og er að sjást á hinum Norðurlöndunum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fara ekki of hratt í afléttingar Hann bendir á að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 undanfarið hafi verið yngra fólk en áður, allt niður í þrítugt. Ef útbreitt hópsmit komi upp gæti því þurft að leggja fjölda inn á sjúkrahús. Þórólfur segir þessi smit ekki breyta afléttingaáætlun hans. Vel hafi gengið að létta á takmörkunum undanfarið þrátt fyrir smit og telur hann að það eigi að halda áfram. „Það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er hvernig við högum okkur sem einstaklingar og við erum að hamra á því. Þetta sýnir samt sem áður að við þurfum að fara varlega og ég held að við eigum ekki að fara mjög hratt í afléttingar heldur höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og vonandi gengur það vel.“ Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan. Klippa: 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira