Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 15:00 Kristófer Acox með boltann í DHL-höllinni í Vesturbæ í gærkvöld. Hluti stuðningsmanna KR hefur reynt að trufla einbeitingu hans í einvíginu. vísir/bára „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. Eftir sigur KR í framlengdum fyrsta leik einvígisins náðu Kristófer og félagar í Val að jafna metin í öðrum spennutrylli á hans gamla heimavelli í DHL-höllinni. Kristófer mætti til Kjartans Atla og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi strax eftir sigurinn og var spurður hvernig honum þætti að spila þessa leiki sem svo mikið væri rætt og ritað um. Persónulegt og við höfum rætt það „Það er mikið lagt í þetta, mikið púður, og við vitum auðvitað að það er þetta „tension“ og öll þessi umfjöllun, en þegar maður er mættur á gólfið þá er þetta bara körfuboltaleikur. Maður reynir að blokkera allt utanaðkomandi til að spila bara leikinn. Við erum í þessu til að vinna og við þurfum að fara í gegnum KR til að vinna þennan titil,“ sagði Kristófer. Klippa: Körfuboltakvöld - Kristófer Acox eftir sigurinn á KR Miðjan, stuðningsmannahópur KR-inga, hefur látið afar vel í sér heyra í fyrstu tveimur leikjunum. Kristófer er vanur að hafa hópinn með sér í liði en nú þegar hann er kominn til Vals hefur hann meðal annars verið kallaður „Júdas“ af þessum sama hópi. „Þetta er persónulegt og við erum alveg búnir að tala um það. Þetta er aðeins persónulegra en aðrar rimmur. En við förum í þetta til að vinna og þurfum að passa okkur að láta þetta ekki gera okkur hrædda. Við erum búnir að vera með þetta [hrópin frá Miðjunni] með okkur í öfuga átt í öll þessi ár og þurfum að einbeita okkur að því að nota þetta fyrir okkur,“ sagði Kristófer sem líkt og Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og fleiri fór frá KR yfir til Vals. Passar sig að syngja ekki með En hvernig líður honum í íþróttahúsi KR-inga, með KR-lagið hans Bubba Morthens í eyrunum í upphitun? „Þú heyrir kannski taktinn í hausnum á þér en ég er nú yfirleitt með heyrnatól og reyni að hlusta ekki á þetta. Þetta er náttúrulega frábært lag en maður passar sig á að syngja ekki með,“ sagði Kristófer léttur en nánar er rætt við hann hér að ofan. Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55 Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Sjá meira
Eftir sigur KR í framlengdum fyrsta leik einvígisins náðu Kristófer og félagar í Val að jafna metin í öðrum spennutrylli á hans gamla heimavelli í DHL-höllinni. Kristófer mætti til Kjartans Atla og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi strax eftir sigurinn og var spurður hvernig honum þætti að spila þessa leiki sem svo mikið væri rætt og ritað um. Persónulegt og við höfum rætt það „Það er mikið lagt í þetta, mikið púður, og við vitum auðvitað að það er þetta „tension“ og öll þessi umfjöllun, en þegar maður er mættur á gólfið þá er þetta bara körfuboltaleikur. Maður reynir að blokkera allt utanaðkomandi til að spila bara leikinn. Við erum í þessu til að vinna og við þurfum að fara í gegnum KR til að vinna þennan titil,“ sagði Kristófer. Klippa: Körfuboltakvöld - Kristófer Acox eftir sigurinn á KR Miðjan, stuðningsmannahópur KR-inga, hefur látið afar vel í sér heyra í fyrstu tveimur leikjunum. Kristófer er vanur að hafa hópinn með sér í liði en nú þegar hann er kominn til Vals hefur hann meðal annars verið kallaður „Júdas“ af þessum sama hópi. „Þetta er persónulegt og við erum alveg búnir að tala um það. Þetta er aðeins persónulegra en aðrar rimmur. En við förum í þetta til að vinna og þurfum að passa okkur að láta þetta ekki gera okkur hrædda. Við erum búnir að vera með þetta [hrópin frá Miðjunni] með okkur í öfuga átt í öll þessi ár og þurfum að einbeita okkur að því að nota þetta fyrir okkur,“ sagði Kristófer sem líkt og Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og fleiri fór frá KR yfir til Vals. Passar sig að syngja ekki með En hvernig líður honum í íþróttahúsi KR-inga, með KR-lagið hans Bubba Morthens í eyrunum í upphitun? „Þú heyrir kannski taktinn í hausnum á þér en ég er nú yfirleitt með heyrnatól og reyni að hlusta ekki á þetta. Þetta er náttúrulega frábært lag en maður passar sig á að syngja ekki með,“ sagði Kristófer léttur en nánar er rætt við hann hér að ofan.
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55 Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Sjá meira
Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55
Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28
Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14
Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31