Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 15:00 Kristófer Acox með boltann í DHL-höllinni í Vesturbæ í gærkvöld. Hluti stuðningsmanna KR hefur reynt að trufla einbeitingu hans í einvíginu. vísir/bára „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. Eftir sigur KR í framlengdum fyrsta leik einvígisins náðu Kristófer og félagar í Val að jafna metin í öðrum spennutrylli á hans gamla heimavelli í DHL-höllinni. Kristófer mætti til Kjartans Atla og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi strax eftir sigurinn og var spurður hvernig honum þætti að spila þessa leiki sem svo mikið væri rætt og ritað um. Persónulegt og við höfum rætt það „Það er mikið lagt í þetta, mikið púður, og við vitum auðvitað að það er þetta „tension“ og öll þessi umfjöllun, en þegar maður er mættur á gólfið þá er þetta bara körfuboltaleikur. Maður reynir að blokkera allt utanaðkomandi til að spila bara leikinn. Við erum í þessu til að vinna og við þurfum að fara í gegnum KR til að vinna þennan titil,“ sagði Kristófer. Klippa: Körfuboltakvöld - Kristófer Acox eftir sigurinn á KR Miðjan, stuðningsmannahópur KR-inga, hefur látið afar vel í sér heyra í fyrstu tveimur leikjunum. Kristófer er vanur að hafa hópinn með sér í liði en nú þegar hann er kominn til Vals hefur hann meðal annars verið kallaður „Júdas“ af þessum sama hópi. „Þetta er persónulegt og við erum alveg búnir að tala um það. Þetta er aðeins persónulegra en aðrar rimmur. En við förum í þetta til að vinna og þurfum að passa okkur að láta þetta ekki gera okkur hrædda. Við erum búnir að vera með þetta [hrópin frá Miðjunni] með okkur í öfuga átt í öll þessi ár og þurfum að einbeita okkur að því að nota þetta fyrir okkur,“ sagði Kristófer sem líkt og Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og fleiri fór frá KR yfir til Vals. Passar sig að syngja ekki með En hvernig líður honum í íþróttahúsi KR-inga, með KR-lagið hans Bubba Morthens í eyrunum í upphitun? „Þú heyrir kannski taktinn í hausnum á þér en ég er nú yfirleitt með heyrnatól og reyni að hlusta ekki á þetta. Þetta er náttúrulega frábært lag en maður passar sig á að syngja ekki með,“ sagði Kristófer léttur en nánar er rætt við hann hér að ofan. Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55 Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Eftir sigur KR í framlengdum fyrsta leik einvígisins náðu Kristófer og félagar í Val að jafna metin í öðrum spennutrylli á hans gamla heimavelli í DHL-höllinni. Kristófer mætti til Kjartans Atla og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi strax eftir sigurinn og var spurður hvernig honum þætti að spila þessa leiki sem svo mikið væri rætt og ritað um. Persónulegt og við höfum rætt það „Það er mikið lagt í þetta, mikið púður, og við vitum auðvitað að það er þetta „tension“ og öll þessi umfjöllun, en þegar maður er mættur á gólfið þá er þetta bara körfuboltaleikur. Maður reynir að blokkera allt utanaðkomandi til að spila bara leikinn. Við erum í þessu til að vinna og við þurfum að fara í gegnum KR til að vinna þennan titil,“ sagði Kristófer. Klippa: Körfuboltakvöld - Kristófer Acox eftir sigurinn á KR Miðjan, stuðningsmannahópur KR-inga, hefur látið afar vel í sér heyra í fyrstu tveimur leikjunum. Kristófer er vanur að hafa hópinn með sér í liði en nú þegar hann er kominn til Vals hefur hann meðal annars verið kallaður „Júdas“ af þessum sama hópi. „Þetta er persónulegt og við erum alveg búnir að tala um það. Þetta er aðeins persónulegra en aðrar rimmur. En við förum í þetta til að vinna og þurfum að passa okkur að láta þetta ekki gera okkur hrædda. Við erum búnir að vera með þetta [hrópin frá Miðjunni] með okkur í öfuga átt í öll þessi ár og þurfum að einbeita okkur að því að nota þetta fyrir okkur,“ sagði Kristófer sem líkt og Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og fleiri fór frá KR yfir til Vals. Passar sig að syngja ekki með En hvernig líður honum í íþróttahúsi KR-inga, með KR-lagið hans Bubba Morthens í eyrunum í upphitun? „Þú heyrir kannski taktinn í hausnum á þér en ég er nú yfirleitt með heyrnatól og reyni að hlusta ekki á þetta. Þetta er náttúrulega frábært lag en maður passar sig á að syngja ekki með,“ sagði Kristófer léttur en nánar er rætt við hann hér að ofan.
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55 Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55
Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28
Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14
Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31