Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 15:00 Kristófer Acox með boltann í DHL-höllinni í Vesturbæ í gærkvöld. Hluti stuðningsmanna KR hefur reynt að trufla einbeitingu hans í einvíginu. vísir/bára „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. Eftir sigur KR í framlengdum fyrsta leik einvígisins náðu Kristófer og félagar í Val að jafna metin í öðrum spennutrylli á hans gamla heimavelli í DHL-höllinni. Kristófer mætti til Kjartans Atla og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi strax eftir sigurinn og var spurður hvernig honum þætti að spila þessa leiki sem svo mikið væri rætt og ritað um. Persónulegt og við höfum rætt það „Það er mikið lagt í þetta, mikið púður, og við vitum auðvitað að það er þetta „tension“ og öll þessi umfjöllun, en þegar maður er mættur á gólfið þá er þetta bara körfuboltaleikur. Maður reynir að blokkera allt utanaðkomandi til að spila bara leikinn. Við erum í þessu til að vinna og við þurfum að fara í gegnum KR til að vinna þennan titil,“ sagði Kristófer. Klippa: Körfuboltakvöld - Kristófer Acox eftir sigurinn á KR Miðjan, stuðningsmannahópur KR-inga, hefur látið afar vel í sér heyra í fyrstu tveimur leikjunum. Kristófer er vanur að hafa hópinn með sér í liði en nú þegar hann er kominn til Vals hefur hann meðal annars verið kallaður „Júdas“ af þessum sama hópi. „Þetta er persónulegt og við erum alveg búnir að tala um það. Þetta er aðeins persónulegra en aðrar rimmur. En við förum í þetta til að vinna og þurfum að passa okkur að láta þetta ekki gera okkur hrædda. Við erum búnir að vera með þetta [hrópin frá Miðjunni] með okkur í öfuga átt í öll þessi ár og þurfum að einbeita okkur að því að nota þetta fyrir okkur,“ sagði Kristófer sem líkt og Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og fleiri fór frá KR yfir til Vals. Passar sig að syngja ekki með En hvernig líður honum í íþróttahúsi KR-inga, með KR-lagið hans Bubba Morthens í eyrunum í upphitun? „Þú heyrir kannski taktinn í hausnum á þér en ég er nú yfirleitt með heyrnatól og reyni að hlusta ekki á þetta. Þetta er náttúrulega frábært lag en maður passar sig á að syngja ekki með,“ sagði Kristófer léttur en nánar er rætt við hann hér að ofan. Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55 Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Eftir sigur KR í framlengdum fyrsta leik einvígisins náðu Kristófer og félagar í Val að jafna metin í öðrum spennutrylli á hans gamla heimavelli í DHL-höllinni. Kristófer mætti til Kjartans Atla og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi strax eftir sigurinn og var spurður hvernig honum þætti að spila þessa leiki sem svo mikið væri rætt og ritað um. Persónulegt og við höfum rætt það „Það er mikið lagt í þetta, mikið púður, og við vitum auðvitað að það er þetta „tension“ og öll þessi umfjöllun, en þegar maður er mættur á gólfið þá er þetta bara körfuboltaleikur. Maður reynir að blokkera allt utanaðkomandi til að spila bara leikinn. Við erum í þessu til að vinna og við þurfum að fara í gegnum KR til að vinna þennan titil,“ sagði Kristófer. Klippa: Körfuboltakvöld - Kristófer Acox eftir sigurinn á KR Miðjan, stuðningsmannahópur KR-inga, hefur látið afar vel í sér heyra í fyrstu tveimur leikjunum. Kristófer er vanur að hafa hópinn með sér í liði en nú þegar hann er kominn til Vals hefur hann meðal annars verið kallaður „Júdas“ af þessum sama hópi. „Þetta er persónulegt og við erum alveg búnir að tala um það. Þetta er aðeins persónulegra en aðrar rimmur. En við förum í þetta til að vinna og þurfum að passa okkur að láta þetta ekki gera okkur hrædda. Við erum búnir að vera með þetta [hrópin frá Miðjunni] með okkur í öfuga átt í öll þessi ár og þurfum að einbeita okkur að því að nota þetta fyrir okkur,“ sagði Kristófer sem líkt og Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og fleiri fór frá KR yfir til Vals. Passar sig að syngja ekki með En hvernig líður honum í íþróttahúsi KR-inga, með KR-lagið hans Bubba Morthens í eyrunum í upphitun? „Þú heyrir kannski taktinn í hausnum á þér en ég er nú yfirleitt með heyrnatól og reyni að hlusta ekki á þetta. Þetta er náttúrulega frábært lag en maður passar sig á að syngja ekki með,“ sagði Kristófer léttur en nánar er rætt við hann hér að ofan.
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55 Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55
Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28
Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14
Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31