Pavel lenti í orðaskaki við fyrrverandi stuðningsmenn Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2021 08:00 Tveir stuðningsmanna KR gáfu sig á tal við Pavel Ermolinski í DHL-höllinni og gáfu til kynna að hann hefði farið til Vals til að elta peninga. Stöð 2 Sport „Persónulegt“ uppgjör KR og Vals, eins og Kristófer Acox orðaði það, hefur ekki farið framhjá neinum. Spennan í einvíginu er áþreifanleg eftir fyrstu tvo leikina og lætin utan vallar of frjálsleg að mati sóttvarnalæknis og yfirlögregluþjóns. Í liði Vals er hópur manna sem að unnið hefur til fjölda titla með KR. Félagar og vinir mætast því í einvíginu og þjálfarar liðanna hafa þjálfað fyrir bæði félög. Pavel Ermolinski var fyrstur þeirra leikmanna sem nú eru burðarásar í Val, til að fara úr Vesturbænum yfir á Hlíðarenda. Hann lenti í orðaskaki við gamla stuðningsmenn eftir sigur Vals í DHL-höllinni í fyrrakvöld sem greinilega voru þeirrar skoðunar að Pavel hefði farið í Val til að elta peninga. Kristófer, sem líkt og Pavel fór frá KR til Vals, greindi frá því í viðtali við Vísi í fyrrahaust að hann hefði yfirgefið KR vegna vangoldinna launa. Það mál verður tekið fyrir í héraðsdómi í næsta mánuði. Einvígi KR og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér að neðan má sjá þegar Pavel ræddi við stuðningsmennina. Næsti leikur einvígisins er á Hlíðarenda á sunnudag. Klippa: Pavel og stuðningsmenn KR Körfuknattleikssamband Íslands ítrekaði í gær hvaða reglur gilda um sóttvarnir á kappleikjum, eftir að framganga stuðningsmanna var gagnrýnd á fundi almannavarna vegna fjölda tilkynninga um sóttvarnabrot á leik KR og Vals. Ljóst er að stuðningsmennirnir tveir sem Pavel ræddi við virtu til að mynda ekki reglur um að gestir séu sitjandi og noti andlitsgrímu, auk þess sem þeir voru innan við tvo metra frá Pavel sem ætla má að skilgreinist sem ótengdur aðili. Þetta er ekki í fyrsta sinn í einvíginu sem að stuðningsmenn KR láta fyrrverandi hetjur sínar heyra það. Kristófer var kallaður Júdas eins og glögglega mátti heyra í fyrsta leik einvígisins. Pavel gekk til liðs við Val sumarið 2019. Þessi 34 ára gamli leikmaður hafði þá verið lykilmaður í sjö Íslandsmeistaratitlum með KR og einnig unnið þrjá bikarmeistaratitla. Ári síðar, eða fyrir yfirstandandi leiktíð, fylgdu Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox á eftir og í millitíðinni fór Finnur Atli Magnússon sömu leið. Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari Vals fyrir ári síðan en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils fimm ár í röð. Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, vann aftur á móti þrennu sem þjálfari kvennaliðs Vals 2019. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. 20. maí 2021 15:00 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Í liði Vals er hópur manna sem að unnið hefur til fjölda titla með KR. Félagar og vinir mætast því í einvíginu og þjálfarar liðanna hafa þjálfað fyrir bæði félög. Pavel Ermolinski var fyrstur þeirra leikmanna sem nú eru burðarásar í Val, til að fara úr Vesturbænum yfir á Hlíðarenda. Hann lenti í orðaskaki við gamla stuðningsmenn eftir sigur Vals í DHL-höllinni í fyrrakvöld sem greinilega voru þeirrar skoðunar að Pavel hefði farið í Val til að elta peninga. Kristófer, sem líkt og Pavel fór frá KR til Vals, greindi frá því í viðtali við Vísi í fyrrahaust að hann hefði yfirgefið KR vegna vangoldinna launa. Það mál verður tekið fyrir í héraðsdómi í næsta mánuði. Einvígi KR og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér að neðan má sjá þegar Pavel ræddi við stuðningsmennina. Næsti leikur einvígisins er á Hlíðarenda á sunnudag. Klippa: Pavel og stuðningsmenn KR Körfuknattleikssamband Íslands ítrekaði í gær hvaða reglur gilda um sóttvarnir á kappleikjum, eftir að framganga stuðningsmanna var gagnrýnd á fundi almannavarna vegna fjölda tilkynninga um sóttvarnabrot á leik KR og Vals. Ljóst er að stuðningsmennirnir tveir sem Pavel ræddi við virtu til að mynda ekki reglur um að gestir séu sitjandi og noti andlitsgrímu, auk þess sem þeir voru innan við tvo metra frá Pavel sem ætla má að skilgreinist sem ótengdur aðili. Þetta er ekki í fyrsta sinn í einvíginu sem að stuðningsmenn KR láta fyrrverandi hetjur sínar heyra það. Kristófer var kallaður Júdas eins og glögglega mátti heyra í fyrsta leik einvígisins. Pavel gekk til liðs við Val sumarið 2019. Þessi 34 ára gamli leikmaður hafði þá verið lykilmaður í sjö Íslandsmeistaratitlum með KR og einnig unnið þrjá bikarmeistaratitla. Ári síðar, eða fyrir yfirstandandi leiktíð, fylgdu Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox á eftir og í millitíðinni fór Finnur Atli Magnússon sömu leið. Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari Vals fyrir ári síðan en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils fimm ár í röð. Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, vann aftur á móti þrennu sem þjálfari kvennaliðs Vals 2019. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. 20. maí 2021 15:00 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. 20. maí 2021 15:00
Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14
Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15