Persónuvernd telur öryggisáhættu geta skapast við endurmerkingu leghálssýna við flutning milli landa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2021 14:57 Sýnin eru merkt bæði íslenskri og danskri kennitölu. Persónuvernd telur að mögulega muni reyna á álitaefni varðandi öryggi í tengslum við notkun danskra kennitalna og tengsl þeirra við íslenskar kennitölur, þegar leghálssýni eru flutt úr landi til rannsókna í Danmörku. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar, sem samið var í kjölfar þess að velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir því að Persónuvernd fjallaði um flutning sýnanna utan, meðal annars með tilliti til umgjarðar og öryggis. Persónuvernd fékk þær upplýsingar frá Landlæknisembættinu að sýnin væru send utan með strikamerkjum, dönskum kennitölum og íslenskum kennitölum til að upplýsingar skiluðu sér rétt til baka, svo og nauðsynlegum upplýsingum sem kynnu að skipta máli, til dæmis hvort viðkomandi hefði áður greinst með krabbamein og/eða farið í keiluskurð. Í álitinu segir spurningar vakna um öryggi í tengslum við notkun danskra kennitala og tengsl þeirra við íslenskar kennitölur, meðal annars vegna þess að öryggisáhætta geti skapast þegar endurmerkja þurfi upplýsingar sem verða til við greiningar á sýnum. „Hefur Persónuvernd í því ljósi óskað skýringa frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á því hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu sýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem til verða við rannsóknir á þeim,“ segir í álitinu. Persónuvernd telur hins vegar ekki reyna á sérstök lagaleg álitaefni við það eitt að umrædd lífsýni séu flutt til Danmerkur umfram það sem gæti orðið vegna flutnings innanlands. „Jafnframt er hins vegar ljóst að við flutning sýnanna þarf að gæta fyllsta öryggis og að öll vinnsla persónuupplýsinga sem byggist á sýnunum verður að samrýmast lögum nr. 90/2018 og reglugerð (ESB) 2016/679.“ Tengd skjöl Um_flutning_leghalssyna_til_Danmerkur_-_PersonuverndPDF1.2MBSækja skjal Skimun fyrir krabbameini Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar, sem samið var í kjölfar þess að velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir því að Persónuvernd fjallaði um flutning sýnanna utan, meðal annars með tilliti til umgjarðar og öryggis. Persónuvernd fékk þær upplýsingar frá Landlæknisembættinu að sýnin væru send utan með strikamerkjum, dönskum kennitölum og íslenskum kennitölum til að upplýsingar skiluðu sér rétt til baka, svo og nauðsynlegum upplýsingum sem kynnu að skipta máli, til dæmis hvort viðkomandi hefði áður greinst með krabbamein og/eða farið í keiluskurð. Í álitinu segir spurningar vakna um öryggi í tengslum við notkun danskra kennitala og tengsl þeirra við íslenskar kennitölur, meðal annars vegna þess að öryggisáhætta geti skapast þegar endurmerkja þurfi upplýsingar sem verða til við greiningar á sýnum. „Hefur Persónuvernd í því ljósi óskað skýringa frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á því hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu sýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem til verða við rannsóknir á þeim,“ segir í álitinu. Persónuvernd telur hins vegar ekki reyna á sérstök lagaleg álitaefni við það eitt að umrædd lífsýni séu flutt til Danmerkur umfram það sem gæti orðið vegna flutnings innanlands. „Jafnframt er hins vegar ljóst að við flutning sýnanna þarf að gæta fyllsta öryggis og að öll vinnsla persónuupplýsinga sem byggist á sýnunum verður að samrýmast lögum nr. 90/2018 og reglugerð (ESB) 2016/679.“ Tengd skjöl Um_flutning_leghalssyna_til_Danmerkur_-_PersonuverndPDF1.2MBSækja skjal
Skimun fyrir krabbameini Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira