Borgarlínan og Plusbus í Álaborg Ole H.W. Jensen og Ólöf Kristjánsdóttir skrifa 22. maí 2021 09:00 Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta. Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir Íslandssögunnar á öllu höfuðborgarsvæðinu. 52 milljarðar verða lagðir í stofnvegi, 50 milljarðar í almenningssamgöngur, 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga og 7 milljarðar í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Borgarlínan er einn hluti af því verkefni en hún verður svokallað BRT kerfi (Bus Rapid Transit). Plusbus í Álaborg er ekki BRT-Lite Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, gagnrýnir nýverið áform um Borgarlínuna í grein sinni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ og vísar þar til Álaborgar sem góðrar fyrirmyndar þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgöngukerfis. Þar standa nú yfir framkvæmdir á Plusbus, sem Þórarinn ályktar ranglega að sé BRT-Lite kerfi. Í Álaborg er samþykkt samgöngustefna sem felur í sér eftirfarandi forgangsröðun aðgerða: Að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Að bæta núverandi innviði. Að byggja upp nýja innviði. Forgangsröðunin snýst um að ferðaþörf framtíðar sé fyrst og fremst leyst innan núverandi gatnakerfis, m.ö.o. stendur ekki til að skapa aukið pláss fyrir bíla. Hugmyndafræðin er að koma til móts við ferðaþörf með öðrum hætti en aukinni bílaumferð. Álaborg er byggðakjarni fyrir svæði sem er ekki mjög þéttbýlt og þarf því að vera aðgengilegt fyrir fólk sem ferðast með bílum. Til að það gangi upp til framtíðar þurfa íbúar Álaborgar að breyta sínum ferðavenjum frá bílum yfir í almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra virka ferðamáta, rétt eins og er nauðsynlegt hér. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Plusbus er BRT kerfi en byrjaði þó sem léttlestarverkefni. Öllum takmörkunum fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir í léttlestarkerfi er haldið með BRT kerfinu þannig að fyrir utan vagnana er verkefnið það sama. Plusbus er metnaðarfullt verkefni með sérakreinum og takmörkunum á bílaumferð á leið þess. Í raun er það í öllum meginatriðum sambærilegt fyrstu lotu Borgarlínu og að lýsa því sem BRT-Lite kerfi er hreinlega rangt. Fleiri hraðbrautir er ekki stefna Álaborgar Í grein Þórarins er fullyrt að það sé ekki stefna samgönguyfirvalda Álaborgar að þrengja að einkabílnum. Það er rangt, en eitt megininntak samgöngustefnu Álaborgar er að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Í samgöngustefnu borgarinnar segir að tryggja skuli að aðgengi bíla í miðborginni sé neðar í forgangi en aðgengi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Til dæmis var stórri tengigötu (Nyhavnsgade-Slotspladsen-Strandvejen) sem liggur um miðborgina meðfram vatnsbakkanum breytt úr 4 akreina götu í 2 akreina götu með hjólastígum. Það er verkefni sem sýnir skýra áherslu borgarinnar á göngu og hjólreiðar og á að bæta borgarumhverfið. Í grein Þórarins kemur fram að það séu uppi áætlanir um að útvíkka stofnvegakerfið með lagningu um 20 km langrar hraðbrautar sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörð. Hér gætir ákveðins misskilnings. Í dag liggja bæði göng undir og brú yfir Limafjörð og eru bæði mannvirkin að nálgast hámarksnýtingu. Göngin eru hluti af evrópska stofnbrautakerfinu og mynda tengingu frá meginlandi Evrópu til norðurhluta Jótlands og áfram til ferjanna í Hirtshals og Frederikshavn í átt til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands. Það verkefni snýr því fyrst og fremst að því að greiða leið umferðar í gegnum Álaborg frekar en að auka umferðarrýmd innan borgarinnar og einnig er litið á það sem tækifæri til að minnka umferðina á núverandi brú til að þar verði hægt að breyta akreinum í sérakreinar fyrir seinni áfanga Plusbus. Álaborg, rétt eins og allar borgir sem við viljum bera okkur saman við, leggur áherslu á aukna fjölbreytni og aukið frelsi í vali á ferðamáta svo að fólk geti valið þann kost sem hentar best hverju sinni og á sama tíma aukið greiðfærni og skilvirkni í umferðinni. Stefna um vistvænar og fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið unnin í mikilli samvinnu margra sérfræðinga á sviði samgangna, skipulags og umhverfismála. Ole H.W. Jensen er samgönguverkfræðingur hjá COWI, vinnur að innleiðingu Plusbus verkefnisins í Álaborg og er ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Ólöf Kristjánsdóttir er samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta. Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir Íslandssögunnar á öllu höfuðborgarsvæðinu. 52 milljarðar verða lagðir í stofnvegi, 50 milljarðar í almenningssamgöngur, 8 milljarðar í göngu- og hjólastíga og 7 milljarðar í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Borgarlínan er einn hluti af því verkefni en hún verður svokallað BRT kerfi (Bus Rapid Transit). Plusbus í Álaborg er ekki BRT-Lite Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, gagnrýnir nýverið áform um Borgarlínuna í grein sinni „Í Álaborg eru samgöngur fyrir alla“ og vísar þar til Álaborgar sem góðrar fyrirmyndar þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgöngukerfis. Þar standa nú yfir framkvæmdir á Plusbus, sem Þórarinn ályktar ranglega að sé BRT-Lite kerfi. Í Álaborg er samþykkt samgöngustefna sem felur í sér eftirfarandi forgangsröðun aðgerða: Að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Að bæta núverandi innviði. Að byggja upp nýja innviði. Forgangsröðunin snýst um að ferðaþörf framtíðar sé fyrst og fremst leyst innan núverandi gatnakerfis, m.ö.o. stendur ekki til að skapa aukið pláss fyrir bíla. Hugmyndafræðin er að koma til móts við ferðaþörf með öðrum hætti en aukinni bílaumferð. Álaborg er byggðakjarni fyrir svæði sem er ekki mjög þéttbýlt og þarf því að vera aðgengilegt fyrir fólk sem ferðast með bílum. Til að það gangi upp til framtíðar þurfa íbúar Álaborgar að breyta sínum ferðavenjum frá bílum yfir í almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra virka ferðamáta, rétt eins og er nauðsynlegt hér. Að hámarka nýtingu núverandi innviða. Plusbus er BRT kerfi en byrjaði þó sem léttlestarverkefni. Öllum takmörkunum fyrir bílaumferð sem gert er ráð fyrir í léttlestarkerfi er haldið með BRT kerfinu þannig að fyrir utan vagnana er verkefnið það sama. Plusbus er metnaðarfullt verkefni með sérakreinum og takmörkunum á bílaumferð á leið þess. Í raun er það í öllum meginatriðum sambærilegt fyrstu lotu Borgarlínu og að lýsa því sem BRT-Lite kerfi er hreinlega rangt. Fleiri hraðbrautir er ekki stefna Álaborgar Í grein Þórarins er fullyrt að það sé ekki stefna samgönguyfirvalda Álaborgar að þrengja að einkabílnum. Það er rangt, en eitt megininntak samgöngustefnu Álaborgar er að hafa áhrif á ferðaþörf og val á ferðamátum. Í samgöngustefnu borgarinnar segir að tryggja skuli að aðgengi bíla í miðborginni sé neðar í forgangi en aðgengi gangandi, hjólandi og almenningssamgangna. Til dæmis var stórri tengigötu (Nyhavnsgade-Slotspladsen-Strandvejen) sem liggur um miðborgina meðfram vatnsbakkanum breytt úr 4 akreina götu í 2 akreina götu með hjólastígum. Það er verkefni sem sýnir skýra áherslu borgarinnar á göngu og hjólreiðar og á að bæta borgarumhverfið. Í grein Þórarins kemur fram að það séu uppi áætlanir um að útvíkka stofnvegakerfið með lagningu um 20 km langrar hraðbrautar sem verður þriðja vegtengingin yfir/undir Limafjörð. Hér gætir ákveðins misskilnings. Í dag liggja bæði göng undir og brú yfir Limafjörð og eru bæði mannvirkin að nálgast hámarksnýtingu. Göngin eru hluti af evrópska stofnbrautakerfinu og mynda tengingu frá meginlandi Evrópu til norðurhluta Jótlands og áfram til ferjanna í Hirtshals og Frederikshavn í átt til Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands. Það verkefni snýr því fyrst og fremst að því að greiða leið umferðar í gegnum Álaborg frekar en að auka umferðarrýmd innan borgarinnar og einnig er litið á það sem tækifæri til að minnka umferðina á núverandi brú til að þar verði hægt að breyta akreinum í sérakreinar fyrir seinni áfanga Plusbus. Álaborg, rétt eins og allar borgir sem við viljum bera okkur saman við, leggur áherslu á aukna fjölbreytni og aukið frelsi í vali á ferðamáta svo að fólk geti valið þann kost sem hentar best hverju sinni og á sama tíma aukið greiðfærni og skilvirkni í umferðinni. Stefna um vistvænar og fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið unnin í mikilli samvinnu margra sérfræðinga á sviði samgangna, skipulags og umhverfismála. Ole H.W. Jensen er samgönguverkfræðingur hjá COWI, vinnur að innleiðingu Plusbus verkefnisins í Álaborg og er ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu. Ólöf Kristjánsdóttir er samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og ráðgjafi í Borgarlínuverkefninu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar