Í tilefni af umræðu um aukastörf dómara Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 21. maí 2021 16:30 Á síðustu dögum hefur nokkur umræða farið fram um kennslu- og fræðistörf dómara. Þannig gagnrýndi Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, kennslustörf hæstaréttardómara í síðustu viku og þeir Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson, doktorar við lagadeild HR, tóku í sama streng í grein í Morgunblaðinu 20. maí sl. Þeir síðarnefndu segja dómstólana m.a. vera gerendur ríkisvalds sem háskólar eigi að vera hlutlausir gagnvart. Í tilefni af þessu er rétt að vekja athygli á nokkrum staðreyndum og sjónarmiðum sem ekki var gerð grein fyrir í greininni. Gæði náms og hagsmunir nemenda Það er áralöng hefð fyrir því að dómarar taki að sér kennslustörf við háskólastofnanir. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri enda hefur þetta tíðkast víða, m.a. hjá margfalt stærri samfélögum sem hafa yfir að ráða mun meira framboði af lögfræðingum á öllum sviðum en við hér á landi. Eru þannig rök að baki því að dómarar sinni einnig kennslu. Í fyrsta lagi eru margir dómarar okkar helstu sérfræðingar á ýmsum sviðum lögfræðinnar og því eðlilegt að deildarforsetar lagadeilda, sem kappkosta að veita framúrskarandi nám, leiti til þeirra þegar ástæða er til. Rétt eins og leitað er til starfsmanna annarra stofnana sem hafa með höndum opinbert vald, svo sem Samkeppniseftirlitsins, Neytendastofu og Persónuverndar vegna sérþekkingar á viðkomandi sviðum. Í öðru lagi hefur það almennt verið talinn fengur fyrir nemendur í laganámi að kynnast reynslumiklum sérfræðingum, eins og t.d. lögmönnum, dómurum og öðrum lögfræðingum sem hafa öðlast reynslu á tilteknum sviðum. Að öðlast þekkingu út frá fræðunum, en fá um leið innsýn í praktísku atriðin og læra af reynslu þeirra sem unnið hafa við dómsmál, er ómetanlegt þegar laganemi stígur sín fyrstu skref. Við það bætist sú staðreynd að margir dómarar, einkum við Hæstarétt og Landsrétt, eru fyrirmyndir ungra lögfræðinga og getur aðkoma þeirra að laganámi verið nemendum mikil hvatning. Það sama á við um lögmenn og aðra lögfræðinga sem starfa að aðalstarfi utan háskólanna og nemendur líta upp til. Bann við kennslustörfum byggir á veikum grunni Í landinu ríkir stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Það frelsi verður ekki takmarkað nema með lögum og í þágu almannahagsmuna. Það eru engir almannahagsmunir sem standa því í vegi að dómarar taki að sér kennslustörf. Raunar þvert á móti enda má líta svo á að hagsmunir yngri kynslóða felist í því að læra af þeim sem eldri eru, eins og fjallað var um að framan. Að því marki sem almannahagsmunir kunna að koma við sögu í lagakennslu hljóta þeir að beinast að því fyrst og síðast að námið sé metnaðarfullt og með færustu kennurum sem völ er á hverju sinni. Oftast eru það fastir starfsmenn lagadeilda sem til þess eru færastir en stundum vill hins vegar svo til að heppilegasti kennarinn er starfsmaður utan deildar, svo sem dómari, lögmaður, starfsmaður stjórnvalds eða jafnvel sérfróður starfsmaður fyrirtækis. Almannahagsmunir standa síðan vitanlega til þess að dómarar sinni aðalstarfi sínu af ábyrgð og taki ekki að sér aukastörf sem hafa áhrif á afköst. Þá eru dómarar vitanlega bundnir af almennum gæðakröfum í kennslu, svo sem um hlutlægni og fagleg vinnubrögð, auk þess sem þeir verða sem endranær að leitast við að gera sig ekki vanhæfa í dómsmálum (sem reyndar er talsvert erfitt að gera í kennslu). Skortur á aðhaldi Í grein sinni gera Bjarni og Haukur að umtalsefni óhæði háskóla gagnvart „ráðandi öflum í samfélaginu“. Fullyrða þeir að fátt fræðafólk halli máli að dómstólum og gera því skóna að Jón Steinar Gunnlaugsson sé sá eini sem það geri. Hann hafi hins vegar mátt sæta því að vera „dreginn fyrir öll þrjú dómstigin í meiðyrðamáli höfðuðu af sjálfum forseta Hæstaréttar“. Um þetta má í fyrsta lagi hafa þau orð að hér er um fullyrðingar að ræða sem fá ekki samrýmst því sem greinarhöfundur hefur upplifað. Enginn vafi leikur á því að þeir kennarar sem vilja láta taka sig alvarlega fjalla með gagnrýnum hætti um dómsniðurstöður og á það jafnt við um dómara sem aðra. Og þeir fáu sem ekki standast hlutlægniprófið koma ekki frekar úr röðum dómara en annarra. Kennslustörf dómara eru rýnd eftir þeim mælikvörðum sem almennt gilda og fræðigreinar þeirra komast ekki frekar en annarra í gegnum ritrýniferli nema fyllstu hlutlægni hafi verið gætt við skrifin. Í öðru lagi kemur gagnrýni á dómstóla fram víðar en með greinaskrifum og viðtölum í fjölmiðlum. Bjarni og Haukur mega vita að gagnrýni fer einnig fram í fagtímaritum lögfræðinga, fræðibókum, á málþingum og í kennslu. Sú gagnrýni er ekki síðri en gagnrýni þeirra sem fá mestu athyglina í fjölmiðlum. Þó Jón Steinar geti vissulega verið fyrirferðamikill þá er langt því frá að hann sé sá eini sem gagnrýnir dómstólana. Bjarni og Haukur gleyma svo að halda því til haga að Jón Steinar hafði sigur í því dómsmáli sem þeir sérstaklega nefna. Það dómsmál er því fullkomið dæmi um að dómskerfið starfar án tillits til hagsmunatengsla þar sem almennur borgari getur tekist á við „sjálfan forseta Hæstaréttar“ á jafnréttisgrundvelli. Aukastörf háskólakennara Það er alkunna að háskólakennarar taka að sér aukastörf, m.a. hjá hinum ýmsu stjórnsýslunefndum. Margar slíkar nefndir kveða upp bindandi úrskurði innan stjórnsýslunnar og hafa þannig veigamikil áhrif á réttindi og skyldur borgara. Þær flokkast þannig undir „gerendur ríkisvalds“ svo notað sé orðalag Bjarna og Hauks um dómstóla. Úrskurðir slíkra nefnda eru síðan gjarnan fyrirferðamiklir í kennslu og stundum helstu réttarheimildir sem við er að styðjast úr framkvæmd. Þeir háskólakennarar, sem í slíkum nefndum sitja, eru því engu síður en dómarar að fjalla um ákvarðanir sem þeir hafa haft aðkomu að. Auk þess verður að nefna að við lagadeildir íslenskra (og erlendra) háskóla starfar fjöldi lögmanna í aukastarfi og raunar einnig starfsmenn fyrirtækja. Þessir lögfræðingar fara í aðalstarfi sínu með hagsmunagæslu fyrir umbjóðendur og vinnuveitendur sína. Þeir hagsmunir geta verið gríðarmiklir en engu að síður er þessum sérfræðingum treyst fyrir því að láta þá hagsmuni ekki trufla sig við kennslu. Í ljósi sjónarmiða Bjarna og Hauks um aukastörf háskólakennara, hlýtur að mega spyrja hver sé nægilega óháður til þess að sinna háskólakennslu? Ef svarið er að einungis þeir séu gjaldgengir sem sinna háskólakennslu og engum öðrum störfum er ljóst að gera þarf grundvallarbreytingar á skipulagi lagakennslu á Íslandi. Minnihluti þeirra sem sinna lagakennslu í íslenskum háskólum hafa slíka kennslu að aðalstarfi. Fáir hafa kennsluna sem sitt eina starf. Við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem Bjarni og Haukur starfa hjá (og reyndar einnig höfundur þessarar greinar) eru um 20 fastir starfsmenn. Heildarfjöldi þeirra sem kemur að kennslu við deildina er þó margfalt meiri og líklega sinna um 50 sérfræðingar, héðan og þaðan úr samfélaginu, kennslu við lagadeildina. Hefur verið litið á það sem styrk deildarinnar að fá sérfræðinga af ýmsum sviðum til þess að sinna kennslu. Þá verður að árétta að þeir sem teljast akademískir starfsmenn og starfa við lagadeildina að aðalstarfi sinna flestir ef ekki allir aukastörfum sem lögmenn, nefndarmenn stjórnsýslunefnda, stjórnarmenn fyrirtækja o.fl. Reynslan sýnir að kennarar við lagadeildir hafa ekki misnotað það traust sem þeim er falið og skiptir þá engu hvort um er að ræða dómara, lögmenn, starfsmenn stjórnvalda og fyrirtækja eða aðra sérfræðinga. Sú umræða sem átt hefur sér stað um kennslustörf dómara er því ekki sprottin af raunverulegu vandamáli. Það er að sjálfsögðu hlutverk fræðimanna í lögfræði á borð við Bjarna og Hauk að taka þátt í umræðu sem þessari en þá verður um leið að halda öllum sjónarmiðum til haga en fjalla ekki bara um aðra hlið málsins. Höfundur er héraðsdómari og lektor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Halldóra Þorsteinsdóttir Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur nokkur umræða farið fram um kennslu- og fræðistörf dómara. Þannig gagnrýndi Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, kennslustörf hæstaréttardómara í síðustu viku og þeir Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson, doktorar við lagadeild HR, tóku í sama streng í grein í Morgunblaðinu 20. maí sl. Þeir síðarnefndu segja dómstólana m.a. vera gerendur ríkisvalds sem háskólar eigi að vera hlutlausir gagnvart. Í tilefni af þessu er rétt að vekja athygli á nokkrum staðreyndum og sjónarmiðum sem ekki var gerð grein fyrir í greininni. Gæði náms og hagsmunir nemenda Það er áralöng hefð fyrir því að dómarar taki að sér kennslustörf við háskólastofnanir. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri enda hefur þetta tíðkast víða, m.a. hjá margfalt stærri samfélögum sem hafa yfir að ráða mun meira framboði af lögfræðingum á öllum sviðum en við hér á landi. Eru þannig rök að baki því að dómarar sinni einnig kennslu. Í fyrsta lagi eru margir dómarar okkar helstu sérfræðingar á ýmsum sviðum lögfræðinnar og því eðlilegt að deildarforsetar lagadeilda, sem kappkosta að veita framúrskarandi nám, leiti til þeirra þegar ástæða er til. Rétt eins og leitað er til starfsmanna annarra stofnana sem hafa með höndum opinbert vald, svo sem Samkeppniseftirlitsins, Neytendastofu og Persónuverndar vegna sérþekkingar á viðkomandi sviðum. Í öðru lagi hefur það almennt verið talinn fengur fyrir nemendur í laganámi að kynnast reynslumiklum sérfræðingum, eins og t.d. lögmönnum, dómurum og öðrum lögfræðingum sem hafa öðlast reynslu á tilteknum sviðum. Að öðlast þekkingu út frá fræðunum, en fá um leið innsýn í praktísku atriðin og læra af reynslu þeirra sem unnið hafa við dómsmál, er ómetanlegt þegar laganemi stígur sín fyrstu skref. Við það bætist sú staðreynd að margir dómarar, einkum við Hæstarétt og Landsrétt, eru fyrirmyndir ungra lögfræðinga og getur aðkoma þeirra að laganámi verið nemendum mikil hvatning. Það sama á við um lögmenn og aðra lögfræðinga sem starfa að aðalstarfi utan háskólanna og nemendur líta upp til. Bann við kennslustörfum byggir á veikum grunni Í landinu ríkir stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Það frelsi verður ekki takmarkað nema með lögum og í þágu almannahagsmuna. Það eru engir almannahagsmunir sem standa því í vegi að dómarar taki að sér kennslustörf. Raunar þvert á móti enda má líta svo á að hagsmunir yngri kynslóða felist í því að læra af þeim sem eldri eru, eins og fjallað var um að framan. Að því marki sem almannahagsmunir kunna að koma við sögu í lagakennslu hljóta þeir að beinast að því fyrst og síðast að námið sé metnaðarfullt og með færustu kennurum sem völ er á hverju sinni. Oftast eru það fastir starfsmenn lagadeilda sem til þess eru færastir en stundum vill hins vegar svo til að heppilegasti kennarinn er starfsmaður utan deildar, svo sem dómari, lögmaður, starfsmaður stjórnvalds eða jafnvel sérfróður starfsmaður fyrirtækis. Almannahagsmunir standa síðan vitanlega til þess að dómarar sinni aðalstarfi sínu af ábyrgð og taki ekki að sér aukastörf sem hafa áhrif á afköst. Þá eru dómarar vitanlega bundnir af almennum gæðakröfum í kennslu, svo sem um hlutlægni og fagleg vinnubrögð, auk þess sem þeir verða sem endranær að leitast við að gera sig ekki vanhæfa í dómsmálum (sem reyndar er talsvert erfitt að gera í kennslu). Skortur á aðhaldi Í grein sinni gera Bjarni og Haukur að umtalsefni óhæði háskóla gagnvart „ráðandi öflum í samfélaginu“. Fullyrða þeir að fátt fræðafólk halli máli að dómstólum og gera því skóna að Jón Steinar Gunnlaugsson sé sá eini sem það geri. Hann hafi hins vegar mátt sæta því að vera „dreginn fyrir öll þrjú dómstigin í meiðyrðamáli höfðuðu af sjálfum forseta Hæstaréttar“. Um þetta má í fyrsta lagi hafa þau orð að hér er um fullyrðingar að ræða sem fá ekki samrýmst því sem greinarhöfundur hefur upplifað. Enginn vafi leikur á því að þeir kennarar sem vilja láta taka sig alvarlega fjalla með gagnrýnum hætti um dómsniðurstöður og á það jafnt við um dómara sem aðra. Og þeir fáu sem ekki standast hlutlægniprófið koma ekki frekar úr röðum dómara en annarra. Kennslustörf dómara eru rýnd eftir þeim mælikvörðum sem almennt gilda og fræðigreinar þeirra komast ekki frekar en annarra í gegnum ritrýniferli nema fyllstu hlutlægni hafi verið gætt við skrifin. Í öðru lagi kemur gagnrýni á dómstóla fram víðar en með greinaskrifum og viðtölum í fjölmiðlum. Bjarni og Haukur mega vita að gagnrýni fer einnig fram í fagtímaritum lögfræðinga, fræðibókum, á málþingum og í kennslu. Sú gagnrýni er ekki síðri en gagnrýni þeirra sem fá mestu athyglina í fjölmiðlum. Þó Jón Steinar geti vissulega verið fyrirferðamikill þá er langt því frá að hann sé sá eini sem gagnrýnir dómstólana. Bjarni og Haukur gleyma svo að halda því til haga að Jón Steinar hafði sigur í því dómsmáli sem þeir sérstaklega nefna. Það dómsmál er því fullkomið dæmi um að dómskerfið starfar án tillits til hagsmunatengsla þar sem almennur borgari getur tekist á við „sjálfan forseta Hæstaréttar“ á jafnréttisgrundvelli. Aukastörf háskólakennara Það er alkunna að háskólakennarar taka að sér aukastörf, m.a. hjá hinum ýmsu stjórnsýslunefndum. Margar slíkar nefndir kveða upp bindandi úrskurði innan stjórnsýslunnar og hafa þannig veigamikil áhrif á réttindi og skyldur borgara. Þær flokkast þannig undir „gerendur ríkisvalds“ svo notað sé orðalag Bjarna og Hauks um dómstóla. Úrskurðir slíkra nefnda eru síðan gjarnan fyrirferðamiklir í kennslu og stundum helstu réttarheimildir sem við er að styðjast úr framkvæmd. Þeir háskólakennarar, sem í slíkum nefndum sitja, eru því engu síður en dómarar að fjalla um ákvarðanir sem þeir hafa haft aðkomu að. Auk þess verður að nefna að við lagadeildir íslenskra (og erlendra) háskóla starfar fjöldi lögmanna í aukastarfi og raunar einnig starfsmenn fyrirtækja. Þessir lögfræðingar fara í aðalstarfi sínu með hagsmunagæslu fyrir umbjóðendur og vinnuveitendur sína. Þeir hagsmunir geta verið gríðarmiklir en engu að síður er þessum sérfræðingum treyst fyrir því að láta þá hagsmuni ekki trufla sig við kennslu. Í ljósi sjónarmiða Bjarna og Hauks um aukastörf háskólakennara, hlýtur að mega spyrja hver sé nægilega óháður til þess að sinna háskólakennslu? Ef svarið er að einungis þeir séu gjaldgengir sem sinna háskólakennslu og engum öðrum störfum er ljóst að gera þarf grundvallarbreytingar á skipulagi lagakennslu á Íslandi. Minnihluti þeirra sem sinna lagakennslu í íslenskum háskólum hafa slíka kennslu að aðalstarfi. Fáir hafa kennsluna sem sitt eina starf. Við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem Bjarni og Haukur starfa hjá (og reyndar einnig höfundur þessarar greinar) eru um 20 fastir starfsmenn. Heildarfjöldi þeirra sem kemur að kennslu við deildina er þó margfalt meiri og líklega sinna um 50 sérfræðingar, héðan og þaðan úr samfélaginu, kennslu við lagadeildina. Hefur verið litið á það sem styrk deildarinnar að fá sérfræðinga af ýmsum sviðum til þess að sinna kennslu. Þá verður að árétta að þeir sem teljast akademískir starfsmenn og starfa við lagadeildina að aðalstarfi sinna flestir ef ekki allir aukastörfum sem lögmenn, nefndarmenn stjórnsýslunefnda, stjórnarmenn fyrirtækja o.fl. Reynslan sýnir að kennarar við lagadeildir hafa ekki misnotað það traust sem þeim er falið og skiptir þá engu hvort um er að ræða dómara, lögmenn, starfsmenn stjórnvalda og fyrirtækja eða aðra sérfræðinga. Sú umræða sem átt hefur sér stað um kennslustörf dómara er því ekki sprottin af raunverulegu vandamáli. Það er að sjálfsögðu hlutverk fræðimanna í lögfræði á borð við Bjarna og Hauk að taka þátt í umræðu sem þessari en þá verður um leið að halda öllum sjónarmiðum til haga en fjalla ekki bara um aðra hlið málsins. Höfundur er héraðsdómari og lektor við lagadeild HR.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun