„Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2021 18:13 Heimir fordæmir meintar tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á starf Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Heimir laut í lægra haldi í kjörinu og var Sigríður Dögg kjörin formaður félagsins. Kjarninn og Stundin hafa greint frá því í umfjöllun sinni um „Skæruliðadeild Samherja,“ að hópurinn hafi gert tilraunir til þess að koma í veg fyrir að Sigríður, sem er fréttamaður á RÚV, yrði kjörin í embættið. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Heimis Más í heild sinni: Það var fyrst í dag að ég heyrði af meintum afskiptum einhvers hóps á vegum Samherja til að hafa áhrif á nýlegt formannskjör hjá Blaðamannafélagi Íslands þegar athygli mín var vakin á grein í Kjarnanum. Svo það sé sagt. Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja eða hverra annarra utan Blaðamannafélagsins til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Ég háði litla sem enga kosningabaráttu fyrir kjörið fyrir utan formlegan framboðsfund félagsins sem streymt var til félagsmanna. Ég hafði ekki samband við nokkurn félaga í aðdraganda kjörsins til að óska eftir stuðningi við mig né til að hvetja fólk til að kjósa ekki Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Ég sendi hins vegar nokkrum tugum félaga skilaboð á lokadegi kosninganna til að minna á hvenær kosningu lyki. Annað ekki. Ég veit að nokkrir samstarfsmenn mínir sem vildu mér vel höfðu samband við nokkra vini sína og félaga á öðrum miðlum en okkar til að mæla með mér. Enginn, ekki nokkur maður, sem tengist Samherja hafði samband við mig til að bjóða fram stuðning sinn. Ef þeir hefðu gert það hefði ég sagt þeim sömu, ekki svo vinsamlega, að láta af öllum slíkum afskiptum. Ef einhver í slagtogi við Samherja hefur beitt sér till að fá stuðning við framboð mitt, hefur það alveg örugglega ekki gagnast mér. Þvert á móti. Blaðamannafélag Íslands er ekki fjölmennt félag og ég tel að félagsmenn flestir þekki nægilega vel til mín til að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu mig heppilegan til forystu í félaginu okkar. Ég bauð mig fram til að efla félagið í samskiptum þess við útgefendur og umheiminn almennt og til að verja þau grundvallargildi sem félagið byggir á og koma fram í lögum þess og siðareglum. Ef rétt er að Samherji og fólk á hans vegum hafi reynt að hafa áhrif á úrslit formannskjörs í BÍ er það þeim hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar. Heimir Már er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Heimir laut í lægra haldi í kjörinu og var Sigríður Dögg kjörin formaður félagsins. Kjarninn og Stundin hafa greint frá því í umfjöllun sinni um „Skæruliðadeild Samherja,“ að hópurinn hafi gert tilraunir til þess að koma í veg fyrir að Sigríður, sem er fréttamaður á RÚV, yrði kjörin í embættið. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Heimis Más í heild sinni: Það var fyrst í dag að ég heyrði af meintum afskiptum einhvers hóps á vegum Samherja til að hafa áhrif á nýlegt formannskjör hjá Blaðamannafélagi Íslands þegar athygli mín var vakin á grein í Kjarnanum. Svo það sé sagt. Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja eða hverra annarra utan Blaðamannafélagsins til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Ég háði litla sem enga kosningabaráttu fyrir kjörið fyrir utan formlegan framboðsfund félagsins sem streymt var til félagsmanna. Ég hafði ekki samband við nokkurn félaga í aðdraganda kjörsins til að óska eftir stuðningi við mig né til að hvetja fólk til að kjósa ekki Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Ég sendi hins vegar nokkrum tugum félaga skilaboð á lokadegi kosninganna til að minna á hvenær kosningu lyki. Annað ekki. Ég veit að nokkrir samstarfsmenn mínir sem vildu mér vel höfðu samband við nokkra vini sína og félaga á öðrum miðlum en okkar til að mæla með mér. Enginn, ekki nokkur maður, sem tengist Samherja hafði samband við mig til að bjóða fram stuðning sinn. Ef þeir hefðu gert það hefði ég sagt þeim sömu, ekki svo vinsamlega, að láta af öllum slíkum afskiptum. Ef einhver í slagtogi við Samherja hefur beitt sér till að fá stuðning við framboð mitt, hefur það alveg örugglega ekki gagnast mér. Þvert á móti. Blaðamannafélag Íslands er ekki fjölmennt félag og ég tel að félagsmenn flestir þekki nægilega vel til mín til að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu mig heppilegan til forystu í félaginu okkar. Ég bauð mig fram til að efla félagið í samskiptum þess við útgefendur og umheiminn almennt og til að verja þau grundvallargildi sem félagið byggir á og koma fram í lögum þess og siðareglum. Ef rétt er að Samherji og fólk á hans vegum hafi reynt að hafa áhrif á úrslit formannskjörs í BÍ er það þeim hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar. Heimir Már er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.
Það var fyrst í dag að ég heyrði af meintum afskiptum einhvers hóps á vegum Samherja til að hafa áhrif á nýlegt formannskjör hjá Blaðamannafélagi Íslands þegar athygli mín var vakin á grein í Kjarnanum. Svo það sé sagt. Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja eða hverra annarra utan Blaðamannafélagsins til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Ég háði litla sem enga kosningabaráttu fyrir kjörið fyrir utan formlegan framboðsfund félagsins sem streymt var til félagsmanna. Ég hafði ekki samband við nokkurn félaga í aðdraganda kjörsins til að óska eftir stuðningi við mig né til að hvetja fólk til að kjósa ekki Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Ég sendi hins vegar nokkrum tugum félaga skilaboð á lokadegi kosninganna til að minna á hvenær kosningu lyki. Annað ekki. Ég veit að nokkrir samstarfsmenn mínir sem vildu mér vel höfðu samband við nokkra vini sína og félaga á öðrum miðlum en okkar til að mæla með mér. Enginn, ekki nokkur maður, sem tengist Samherja hafði samband við mig til að bjóða fram stuðning sinn. Ef þeir hefðu gert það hefði ég sagt þeim sömu, ekki svo vinsamlega, að láta af öllum slíkum afskiptum. Ef einhver í slagtogi við Samherja hefur beitt sér till að fá stuðning við framboð mitt, hefur það alveg örugglega ekki gagnast mér. Þvert á móti. Blaðamannafélag Íslands er ekki fjölmennt félag og ég tel að félagsmenn flestir þekki nægilega vel til mín til að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu mig heppilegan til forystu í félaginu okkar. Ég bauð mig fram til að efla félagið í samskiptum þess við útgefendur og umheiminn almennt og til að verja þau grundvallargildi sem félagið byggir á og koma fram í lögum þess og siðareglum. Ef rétt er að Samherji og fólk á hans vegum hafi reynt að hafa áhrif á úrslit formannskjörs í BÍ er það þeim hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira