Þjóðareign hinna fáu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. maí 2021 07:01 Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Í gegnum tíðina hafa verið lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og nú liggur fyrir á Alþingi útgáfa og sýn Katrínar Jakobsdóttur í þeim efnum. Þar kemur fram orðið þjóðareign, en án þess að nefna að réttur til að nýta þjóðareign sé tímabundinn og fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í tillögu forsætisráðherra segir í staðinn að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. En þannig er það reyndar einmitt núna, í fiskveiðistjórnarlögum er kveðið á um þetta. Við þekkjum hverju það hefur skilað. Með þessari tillögu sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta mun það hafa í för með sér óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Hvað er það sem vantar? Í frumvarpinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Hvers vegna skiptir máli að nota einmitt orðið „tímabundið“? Vegna þess ef stjórnarskráin er skýr um það að þjóðareignina eigi að verja þannig að aðeins séu gerðir tímabundnir samningar getur lagasetning ekki farið gegn þeirri reglu. Þá verður ekki hægt að afhenda sjávarauðlinda nema með tímabundnum samningum. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða og þannig yrði þjóðareignin að orði með einhverja merkingu. Tímabinding réttinda er reyndar algeng þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign og þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Ákvæði sem ver óbreytt ástand Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer þess vegna gegn þessu stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Hvers vegna er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Ákvæði sem er líklegt til að skila algjöru óbreyttu regluverki? Tillögu sem skilar annarri niðurstöðu en ákall hefur verið um? Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt? Verði þetta ákvæði samþykkt á Alþingi verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega í eigu og á forræði hinna fáu. Stundum felast sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Svarið felst í þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Ætlunin er nefnilega ekki sú, heldur að verja óbreytt ástand. Í þágu hverra er það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Í gegnum tíðina hafa verið lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og nú liggur fyrir á Alþingi útgáfa og sýn Katrínar Jakobsdóttur í þeim efnum. Þar kemur fram orðið þjóðareign, en án þess að nefna að réttur til að nýta þjóðareign sé tímabundinn og fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í tillögu forsætisráðherra segir í staðinn að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. En þannig er það reyndar einmitt núna, í fiskveiðistjórnarlögum er kveðið á um þetta. Við þekkjum hverju það hefur skilað. Með þessari tillögu sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta mun það hafa í för með sér óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Hvað er það sem vantar? Í frumvarpinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Hvers vegna skiptir máli að nota einmitt orðið „tímabundið“? Vegna þess ef stjórnarskráin er skýr um það að þjóðareignina eigi að verja þannig að aðeins séu gerðir tímabundnir samningar getur lagasetning ekki farið gegn þeirri reglu. Þá verður ekki hægt að afhenda sjávarauðlinda nema með tímabundnum samningum. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða og þannig yrði þjóðareignin að orði með einhverja merkingu. Tímabinding réttinda er reyndar algeng þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign og þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Ákvæði sem ver óbreytt ástand Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer þess vegna gegn þessu stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Hvers vegna er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Ákvæði sem er líklegt til að skila algjöru óbreyttu regluverki? Tillögu sem skilar annarri niðurstöðu en ákall hefur verið um? Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt? Verði þetta ákvæði samþykkt á Alþingi verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega í eigu og á forræði hinna fáu. Stundum felast sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Svarið felst í þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Ætlunin er nefnilega ekki sú, heldur að verja óbreytt ástand. Í þágu hverra er það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun