Ákærðu krafin um tæplega 70 milljónir í bætur Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 15:46 Þrír karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir morðið í samverknaði. Vísir/Vilhelm Þau fjögur sem ákærð eru fyrir að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn eru sameiginlega krafin um rúmlega 68 milljónir í bætur ásamt vöxtum. Þetta kemur fram í ákæru á hendur fjórmenningunum sem Vísir hefur undir höndum. Þrír karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir morðið í samverknaði, þau Angjelin Sterkaj, Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Angjelin hefur játað að hafa myrt Armando við heimili hans í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. Armando var skotinn níu sinnum með 22 kalíbera skammbyssu sem búin var hljóðdeyfi. Kærasta Angjelin, sem er frá Portúgal, er einnig ákærð. Eins og Kompás greindi frá fyrr í mánuðinum er hún grunuð um að hafa elt Armando kvöldið örlagaríka. Tveir karlmenn til viðbótar, báðir frá Albaníu, eru einnig ákærðir vegna málsins. Annar þeirra var vinur þess myrta en hinn var í bíl með Angjelin kvöldið sem Armando var myrtur. Í ákærunni gerir Þóranna Helga Gunnarsdóttir, eiginkona Armando, miskabótakröfur fyrir sína hönd sem og fyrir hönd sonar síns og ófædds barns þeirra Armando. Hvert um sig krefst fimm milljóna í miskabætur og greiðslu útfararkostnaðar. Þá er einnig farið fram á bætur fyrir missi framfæranda, en samanlagt hljóða þær upp á 43 milljónir króna. Foreldrar Armando krefjast einnig fimm milljóna í miskabætur hvort um sig. Farið er fram á greiðslu málskostnaðar af hálfu allra þeirra sem gera kröfur í málinu. Málið var sent til héraðssaksóknara þann 3. maí síðastliðinn og höfðu þá fjórtán manns stöðu sakbornings. Ekki er ljóst hvað héraðssaksóknari hyggst hafast að hvað tíu af þeim fjórtán varðar. Málið er höfðað fyrri Héraðsdómi Reykjavíkur af hálfu héraðssaksóknara. Hér að neðan má sjá viðtal við Þórönnu Helgu, eiginkonu Armando, úr Kompás fyrr í mánuðinum: Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. 11. maí 2021 16:56 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þrír karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir morðið í samverknaði, þau Angjelin Sterkaj, Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Angjelin hefur játað að hafa myrt Armando við heimili hans í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. Armando var skotinn níu sinnum með 22 kalíbera skammbyssu sem búin var hljóðdeyfi. Kærasta Angjelin, sem er frá Portúgal, er einnig ákærð. Eins og Kompás greindi frá fyrr í mánuðinum er hún grunuð um að hafa elt Armando kvöldið örlagaríka. Tveir karlmenn til viðbótar, báðir frá Albaníu, eru einnig ákærðir vegna málsins. Annar þeirra var vinur þess myrta en hinn var í bíl með Angjelin kvöldið sem Armando var myrtur. Í ákærunni gerir Þóranna Helga Gunnarsdóttir, eiginkona Armando, miskabótakröfur fyrir sína hönd sem og fyrir hönd sonar síns og ófædds barns þeirra Armando. Hvert um sig krefst fimm milljóna í miskabætur og greiðslu útfararkostnaðar. Þá er einnig farið fram á bætur fyrir missi framfæranda, en samanlagt hljóða þær upp á 43 milljónir króna. Foreldrar Armando krefjast einnig fimm milljóna í miskabætur hvort um sig. Farið er fram á greiðslu málskostnaðar af hálfu allra þeirra sem gera kröfur í málinu. Málið var sent til héraðssaksóknara þann 3. maí síðastliðinn og höfðu þá fjórtán manns stöðu sakbornings. Ekki er ljóst hvað héraðssaksóknari hyggst hafast að hvað tíu af þeim fjórtán varðar. Málið er höfðað fyrri Héraðsdómi Reykjavíkur af hálfu héraðssaksóknara. Hér að neðan má sjá viðtal við Þórönnu Helgu, eiginkonu Armando, úr Kompás fyrr í mánuðinum:
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. 11. maí 2021 16:56 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00
Segir að Íslendingurinn í Rauðagerðismálinu muni leita réttar síns „Þetta er enn eitt augljósa dæmið um hvernig lögreglan fer stundum offari í rannsóknum sínum og yfirlýsingum,“ segir Steinbergur Finnbogason lögmaður um rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu. 11. maí 2021 16:56
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01