Veikindi Páls og þjófnaður á síma sagður til skoðunar Kjartan Kjartansson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. maí 2021 18:20 Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja. Lögmaður Samherja fullyrðir að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hafi verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá séu skyndileg veikindi Páls til skoðunar. Páll er hluti af svonefndri „skæruliðadeild Samherja“ sem hefur beitt sér gegn fjölmiðlafólki og gangrýnendum útgerðarfélagsins sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Kjarninn og Stundin hafa að undanförnu birt samskipti skæruliðadeildarinnar, sem virðist meðal annars hafa lagt á ráðin um að hafa áhrif á prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum og kjör formanns Blaðamannafélags Íslands, til þess að verja hagsmuni Samherja. Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, og Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi almannatengill Samherja, hafa verið fyrirferðarmikil í umræddri umfjöllun. Bæði virðast þau til að mynda hafa samið pistla þar sem Samherja var komið til varnar, í nafni Páls. Samherji hefur neitað að tjá sig um samskiptin á þeim forsendum að þeim hafi verið stolið úr síma Páls. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir nú að síma Páls hafi verið stolið þegar hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi á Akureyri fyrr í þessum mánuði. Mbl.is sagði fyrst frá í dag. Í samtali við Vísi staðfestir Garðar að stuldur á símanum hafi verið kærður til lögreglunnar á Akureyri. Hann getur ekki sagt til um hvort að símanum hafi verið stolið á sjúkrahúsinu en eftir því sem hann veit best hafi síminn ekki komið í leitirnar aftur. Garðar fullyrðir að Páll hafi verið lífshættulega veikur og að sími hans hafi verið tekinn ófrjálsri hendi þegar hann lá á sjúkrahúsi. Veikindi Páls hafi verið svo alvarleg að hann hafi um tíma verið í öndunarvél. „Maðurinn var mjög alvarlega veikur þegar þetta gerist og það er verið að skoða það líka hvers eðlis þau veikindi voru,“ segir Garðar en ótímabært sé að álykta um hvort að tengsl séu á milli þjófnaðarins og veikindanna. Samherjaskjölin Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Páll er hluti af svonefndri „skæruliðadeild Samherja“ sem hefur beitt sér gegn fjölmiðlafólki og gangrýnendum útgerðarfélagsins sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Kjarninn og Stundin hafa að undanförnu birt samskipti skæruliðadeildarinnar, sem virðist meðal annars hafa lagt á ráðin um að hafa áhrif á prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum og kjör formanns Blaðamannafélags Íslands, til þess að verja hagsmuni Samherja. Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, og Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi almannatengill Samherja, hafa verið fyrirferðarmikil í umræddri umfjöllun. Bæði virðast þau til að mynda hafa samið pistla þar sem Samherja var komið til varnar, í nafni Páls. Samherji hefur neitað að tjá sig um samskiptin á þeim forsendum að þeim hafi verið stolið úr síma Páls. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir nú að síma Páls hafi verið stolið þegar hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi á Akureyri fyrr í þessum mánuði. Mbl.is sagði fyrst frá í dag. Í samtali við Vísi staðfestir Garðar að stuldur á símanum hafi verið kærður til lögreglunnar á Akureyri. Hann getur ekki sagt til um hvort að símanum hafi verið stolið á sjúkrahúsinu en eftir því sem hann veit best hafi síminn ekki komið í leitirnar aftur. Garðar fullyrðir að Páll hafi verið lífshættulega veikur og að sími hans hafi verið tekinn ófrjálsri hendi þegar hann lá á sjúkrahúsi. Veikindi Páls hafi verið svo alvarleg að hann hafi um tíma verið í öndunarvél. „Maðurinn var mjög alvarlega veikur þegar þetta gerist og það er verið að skoða það líka hvers eðlis þau veikindi voru,“ segir Garðar en ótímabært sé að álykta um hvort að tengsl séu á milli þjófnaðarins og veikindanna.
Samherjaskjölin Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49