Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann Smári Jökull Jónsson skrifar 25. maí 2021 22:29 Hlynur Bæringsson í baráttu í leik gegn Grindavík. vísir/bára „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. „Við vorum að missa menn framhjá okkur, kannski ekki alveg að skipta rétt í vörninni. Við gáfum þeim einhver skot en það er frekar erfitt að greina þetta svona rétt eftir leik.“ Hlynur lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið högg frá Kazembe Abif í baráttu þeirra undir körfunni. „Ég fékk bara högg á höfuðið. Ég vill auðvitað alltaf sjá eitthvað dæmt fyrir mig. Ég nenni samt ekki að fara í einhvern farsa eins og er alltaf í þessari úrslitakeppni. Það kom einhver úrskurður um daginn sem var skrifaður af einhverjum fimm lögfræðingum, eitthvað djók,“ sagði Hlynur sem sjálfur var dæmdur í leikbann eftir atvik milli hans og Dags Kár Jónssonar í fyrsta leik liðanna í Garðabæ. „Ég er ekki að segja að hann hafi ætlað að gera þetta, ég vil enga umræðu um þetta. Við erum ekki að fara að kæra hann eða neitt þannig, svona hlutir gerast í körfubolta. Ég held að hann hafi ekkert ætlað að hamra mig ekki frekar en ég ætlaði að berja Dag Kár. Við bara spilum.“ „Grindvíkingar eru bara flottir og ég held þeir hafi bara átt skilið að vinna. Ég vil vinna þá fullmannaða og vil ekki sjá einhverja umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann. Þetta er bara allt í góðu, þetta er körfubolti og hlutirnir gerast.“ Framundan er oddaleikur á föstudagskvöldið og ljóst að þar verður hart barist. „Við þurfum bara að mæta með rétt spennustig. Við vorum alveg góðir í byrjun, við erum með menn sem hafa verið í svona leikjum áður. Við þurfum að vera klárir í baráttuna, þeir eru með mjög gott lið og gera flottar breytingar á milli leikja.“ „Þetta eru stríðsmenn margir hverjir en við þurfum að koma rétt gíraðir. Mér finnst við vera með betra körfuboltalið svona maður fyrir mann en það dugar ekki alltaf. Ef við mætum rétt stemmdir og öndum rólega fram að þessum leik þá verðum við bara í góðum málum,“ sagði Hlynur að lokum. Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
„Við vorum að missa menn framhjá okkur, kannski ekki alveg að skipta rétt í vörninni. Við gáfum þeim einhver skot en það er frekar erfitt að greina þetta svona rétt eftir leik.“ Hlynur lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið högg frá Kazembe Abif í baráttu þeirra undir körfunni. „Ég fékk bara högg á höfuðið. Ég vill auðvitað alltaf sjá eitthvað dæmt fyrir mig. Ég nenni samt ekki að fara í einhvern farsa eins og er alltaf í þessari úrslitakeppni. Það kom einhver úrskurður um daginn sem var skrifaður af einhverjum fimm lögfræðingum, eitthvað djók,“ sagði Hlynur sem sjálfur var dæmdur í leikbann eftir atvik milli hans og Dags Kár Jónssonar í fyrsta leik liðanna í Garðabæ. „Ég er ekki að segja að hann hafi ætlað að gera þetta, ég vil enga umræðu um þetta. Við erum ekki að fara að kæra hann eða neitt þannig, svona hlutir gerast í körfubolta. Ég held að hann hafi ekkert ætlað að hamra mig ekki frekar en ég ætlaði að berja Dag Kár. Við bara spilum.“ „Grindvíkingar eru bara flottir og ég held þeir hafi bara átt skilið að vinna. Ég vil vinna þá fullmannaða og vil ekki sjá einhverja umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann. Þetta er bara allt í góðu, þetta er körfubolti og hlutirnir gerast.“ Framundan er oddaleikur á föstudagskvöldið og ljóst að þar verður hart barist. „Við þurfum bara að mæta með rétt spennustig. Við vorum alveg góðir í byrjun, við erum með menn sem hafa verið í svona leikjum áður. Við þurfum að vera klárir í baráttuna, þeir eru með mjög gott lið og gera flottar breytingar á milli leikja.“ „Þetta eru stríðsmenn margir hverjir en við þurfum að koma rétt gíraðir. Mér finnst við vera með betra körfuboltalið svona maður fyrir mann en það dugar ekki alltaf. Ef við mætum rétt stemmdir og öndum rólega fram að þessum leik þá verðum við bara í góðum málum,“ sagði Hlynur að lokum.
Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00