Devin Booker á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 16:01 Devin Booker er að gera flotta hluti með Phoenix Suns og er líklegur sem ein af stórstjörnum NBA-deildarnnar næstu árin. AP/Ross D. Franklin Hingað til hefur það verið nánast dauðadómur fyrir körfuboltaferil NBA leikmanns að verða kærasti einhverjar úr Kardashian fjölskyldunni. Eða þangað til að Devin Booker tók sig til og sendi bölvunina til föðurhúsanna. Leikmannaferlar manna eins og Tristan Thompson, Chandler Parsons og Lamar Odom urðu fljótt að engu eftir að þeir eignuðust Kardashian fyrir kærustu og allir langt frá því að vera sömu leikmenn og fyrir kynnin. Einhverjir fróðir menn hafa reiknað það út að það hafi kostað þessa leikmenn um 150 milljónir dollara að körfuboltaferlarnir brunnu út á augabragði. Árið 2018 fóru menn að tala og skrifa um a Kardashian bölvunina. Það er eitt að fara í nokkur viðtöl og myndatöku fyrir Sports Illustrated en allt annað líf að stíga inn í Kardashian heiminn með ljósmyndurum á hverju götuhorni og þar sem fjölskyldan lifir á athyglinni. Þegar hinn stórefnilegi Devin Booker og Kendall Jenner fóru að stinga saman nefjum óttuðust menn hið versta. Ben Simmons hafði verið kærasti Jenner á undan og varð alla vega ekki verri leikmaður. Það var því smá von. Hún er líka Jenner en ekki Kardashian sem hjálpar kannski eitthvað. Kendall Jenner and NBA player Devin Booker have been dating for nearly a year. https://t.co/0Rm7mjuV9t— InStyle (@InStyle) May 19, 2021 Booker hefur blómstrað við hlið Kendall Jenner. Hann var besti leikmaðurinn í búbblunni þar sem hann var með 30,5 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali og Phoenix Suns vann síðustu átta leikina. Nú er kappinn kominn inn í úrslitakeppnina með Phoenix Suns og þessi 24 ára bakvörður hefur átt mjög gott tímabil með 25,6 stig, 4,2 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og Suns liðið er komið í hóp með bestu liðum deildarinnar. Það er því ekkert skrýtið að menn séu farnir að tala um að Devin Booker sé á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina. Kannski kominn tími til. Devin Booker: most points in a playoff debut in Suns history pic.twitter.com/Pq0plRRH5x— Phoenix Suns (@Suns) May 23, 2021 NBA Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Leikmannaferlar manna eins og Tristan Thompson, Chandler Parsons og Lamar Odom urðu fljótt að engu eftir að þeir eignuðust Kardashian fyrir kærustu og allir langt frá því að vera sömu leikmenn og fyrir kynnin. Einhverjir fróðir menn hafa reiknað það út að það hafi kostað þessa leikmenn um 150 milljónir dollara að körfuboltaferlarnir brunnu út á augabragði. Árið 2018 fóru menn að tala og skrifa um a Kardashian bölvunina. Það er eitt að fara í nokkur viðtöl og myndatöku fyrir Sports Illustrated en allt annað líf að stíga inn í Kardashian heiminn með ljósmyndurum á hverju götuhorni og þar sem fjölskyldan lifir á athyglinni. Þegar hinn stórefnilegi Devin Booker og Kendall Jenner fóru að stinga saman nefjum óttuðust menn hið versta. Ben Simmons hafði verið kærasti Jenner á undan og varð alla vega ekki verri leikmaður. Það var því smá von. Hún er líka Jenner en ekki Kardashian sem hjálpar kannski eitthvað. Kendall Jenner and NBA player Devin Booker have been dating for nearly a year. https://t.co/0Rm7mjuV9t— InStyle (@InStyle) May 19, 2021 Booker hefur blómstrað við hlið Kendall Jenner. Hann var besti leikmaðurinn í búbblunni þar sem hann var með 30,5 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali og Phoenix Suns vann síðustu átta leikina. Nú er kappinn kominn inn í úrslitakeppnina með Phoenix Suns og þessi 24 ára bakvörður hefur átt mjög gott tímabil með 25,6 stig, 4,2 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og Suns liðið er komið í hóp með bestu liðum deildarinnar. Það er því ekkert skrýtið að menn séu farnir að tala um að Devin Booker sé á góðri leið með að mölbrjóta Kardashian bölvunina. Kannski kominn tími til. Devin Booker: most points in a playoff debut in Suns history pic.twitter.com/Pq0plRRH5x— Phoenix Suns (@Suns) May 23, 2021
NBA Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira