Getum enn fengið stóra hópsýkingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2021 12:27 Þórólfur Guðnason segir viðbúið að enn komi upp smit þótt dögunum fjölgi þar sem enginn greinist með veiruna. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann hefði verið til í að sjá núllin áfram í kórónuveirusmitum en það sé óraunhæft. Veiran sé enn þarna úti en að veiran sem nú sé að greinast sé sú sama og greindist fyrir rúmri viku og var kennd við H&M. Fimm greindust með veiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. „Þetta er ekki óviðbúið. Við höfum verið að tala um að veiran sé ennþá úti í samfélaginu," segir Þórólfur. Fjórir þeirra sem greindust í gær, þar á meðal starfsmaður á leikskólanum Árborg, tengjast þessum eina sem greindist með veiruna í fyrradag. „Veiran virðist vera sú sama og greindist á dögunum og var kennd við H&M. Þannig að þetta er sama veiran sem við erum að eiga við.“ Sá fimmti sem greindist í gær, annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar, er ferðamaður. „Þetta er ferðamaður sem kom fyrir viku síðan til landsins og þurfti vottorð til að komast heim. Þá greindist hann með jákvætt covid-test.“ Enginn greindist með veiruna um helgina, í fjóra daga í röð, en Þórólfur segir fimm smitaða þó ekki gríðarlegt áfall eða bakslag. „Við hefðum viljað sjá núllin áfram en ég held það sé óraunhæft í sjálfu sér. Veiran er þarna úti og er að valda, sem betur fer, litlum einkennum eða engum einkennum hjá mörgum. En þeir geta þá smitað og þess vegna ríður á að allir passi sig, jafnvel þótt við séum byrjuð að slaka á aðgerðum. Við erum ekki laus við veiruna, við getum allt í einu fengið stóra hópsýkingu ef fólk gætir ekki að sér,“ segir Þórólfur og minnir á að það taki nokkrar vikur fyrir bóluefnið að virka. „Svo geta bólusettir fengið veiruna og borið hana áfram, þótt það sé sjaldgæft.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01 Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fimm greindust með veiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. „Þetta er ekki óviðbúið. Við höfum verið að tala um að veiran sé ennþá úti í samfélaginu," segir Þórólfur. Fjórir þeirra sem greindust í gær, þar á meðal starfsmaður á leikskólanum Árborg, tengjast þessum eina sem greindist með veiruna í fyrradag. „Veiran virðist vera sú sama og greindist á dögunum og var kennd við H&M. Þannig að þetta er sama veiran sem við erum að eiga við.“ Sá fimmti sem greindist í gær, annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar, er ferðamaður. „Þetta er ferðamaður sem kom fyrir viku síðan til landsins og þurfti vottorð til að komast heim. Þá greindist hann með jákvætt covid-test.“ Enginn greindist með veiruna um helgina, í fjóra daga í röð, en Þórólfur segir fimm smitaða þó ekki gríðarlegt áfall eða bakslag. „Við hefðum viljað sjá núllin áfram en ég held það sé óraunhæft í sjálfu sér. Veiran er þarna úti og er að valda, sem betur fer, litlum einkennum eða engum einkennum hjá mörgum. En þeir geta þá smitað og þess vegna ríður á að allir passi sig, jafnvel þótt við séum byrjuð að slaka á aðgerðum. Við erum ekki laus við veiruna, við getum allt í einu fengið stóra hópsýkingu ef fólk gætir ekki að sér,“ segir Þórólfur og minnir á að það taki nokkrar vikur fyrir bóluefnið að virka. „Svo geta bólusettir fengið veiruna og borið hana áfram, þótt það sé sjaldgæft.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01 Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01
Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00