Áður í Eden Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 26. maí 2021 14:30 Mörg eigum við góðar minningar um ísbíltúr í Hveragerði. Gott stopp í Eden þar sem hægt var að skoða blómin í gróðurhúsinu, fá sér að snæða, njóta myndlistar og fá sér sæti með fjölskyldunni í básunum góðu. Fram undan er mikið ferðasumar. Íslendingar munu eflaust nýta fyrripart sumars til að heimsækja landið sitt eins og síðasta sumar. Hveragerði er mikill heilsu og menningarbær sem hefur margt upp á að bjóða. Náttúrufegurðin er allsráðandi í Hveragerði og má þar finna fjölmarga göngu- og hjólreiðastíga. Nú standa yfir endurbætur á búningsklefum Sundlaugarinnar Laugaskarði en vonir standa til að hægt verði að opna í júní. Meira af menningu. Í Hveragerði má finna Listasafn Árnesinga sem heldur úti metnaðarfullum listviðburðum allt árið um kring. Nýtt svið er í undirbúningi í Lystigarðinum við Varmána. Leikfélag Hveragerðis er öflugt áhugamannaleikfélag sem frumsýndi á dögunum leikritið „Nei ráðherra“ í leikstjórn Arnar Árnasonar. Við erum lánsöm að eiga hér öflugt tónlistarfólk sem eflaust nýta nú tækifæri og halda tónleika sem aldrei fyrr. Matarmenningin blómstrar, nýr heilsumatarvagn, kaffihús í dalnum og mathöll í miðbænum. Nýtt hótel opnar í júní sem er ánægjuleg viðbót við rótgróna og góða gistimöguleika bæjarins. Hreyfing Fram undan er Hengill Ultra sem er haldið í tíunda sinn. Þar er keppt í utanvegahlaupi, því stærsta sinnar tegundar á Íslandi, með yfir 1300 keppendur sem keppa í mismunandi vegalengdum. Eftir rólega viðburðatíð vegna heimsfaraldurs verður ánægjulegt að sjá fólk koma saman og takast á við markmiðin sem þau hafa eflaust undirbúið í þó nokkurn tíma. Það verður eflaust líflegt í blómabænum í sumar enda erum við flest eflaust full tilhlökkunar að upplifa og njóta og skapa nýjar góðar minningar. Hápunktur sumarsins í Hveragerði verður bæjarhátíðin „Blómstrandi dagar“ þar sem bæjarbúar og gestir gera sér glaðan dag í fallega heilsu og menningarbænum. Höfundur er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg eigum við góðar minningar um ísbíltúr í Hveragerði. Gott stopp í Eden þar sem hægt var að skoða blómin í gróðurhúsinu, fá sér að snæða, njóta myndlistar og fá sér sæti með fjölskyldunni í básunum góðu. Fram undan er mikið ferðasumar. Íslendingar munu eflaust nýta fyrripart sumars til að heimsækja landið sitt eins og síðasta sumar. Hveragerði er mikill heilsu og menningarbær sem hefur margt upp á að bjóða. Náttúrufegurðin er allsráðandi í Hveragerði og má þar finna fjölmarga göngu- og hjólreiðastíga. Nú standa yfir endurbætur á búningsklefum Sundlaugarinnar Laugaskarði en vonir standa til að hægt verði að opna í júní. Meira af menningu. Í Hveragerði má finna Listasafn Árnesinga sem heldur úti metnaðarfullum listviðburðum allt árið um kring. Nýtt svið er í undirbúningi í Lystigarðinum við Varmána. Leikfélag Hveragerðis er öflugt áhugamannaleikfélag sem frumsýndi á dögunum leikritið „Nei ráðherra“ í leikstjórn Arnar Árnasonar. Við erum lánsöm að eiga hér öflugt tónlistarfólk sem eflaust nýta nú tækifæri og halda tónleika sem aldrei fyrr. Matarmenningin blómstrar, nýr heilsumatarvagn, kaffihús í dalnum og mathöll í miðbænum. Nýtt hótel opnar í júní sem er ánægjuleg viðbót við rótgróna og góða gistimöguleika bæjarins. Hreyfing Fram undan er Hengill Ultra sem er haldið í tíunda sinn. Þar er keppt í utanvegahlaupi, því stærsta sinnar tegundar á Íslandi, með yfir 1300 keppendur sem keppa í mismunandi vegalengdum. Eftir rólega viðburðatíð vegna heimsfaraldurs verður ánægjulegt að sjá fólk koma saman og takast á við markmiðin sem þau hafa eflaust undirbúið í þó nokkurn tíma. Það verður eflaust líflegt í blómabænum í sumar enda erum við flest eflaust full tilhlökkunar að upplifa og njóta og skapa nýjar góðar minningar. Hápunktur sumarsins í Hveragerði verður bæjarhátíðin „Blómstrandi dagar“ þar sem bæjarbúar og gestir gera sér glaðan dag í fallega heilsu og menningarbænum. Höfundur er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar