Örugg á hjólinu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 27. maí 2021 08:02 Hjólreiðafólki hefur fjölgað ört síðastliðin ár og njóta hjólreiðar sívaxandi vinsælda bæði sem íþrótt og samgöngumáti. Síminn Cyclothon verður haldið dagana 22. til 25. júní 2021 en fjöldi málefna hafa fengið góðan stuðning frá Cyclothon í gegnum árin. Í ár verður safnað fyrir Landvernd og eru eflaust margir að stunda æfingar af miklum móð þessa dagana. En kapp er best með forsjá og huga þarf að ýmsum öryggisatriðum á ferðinni. Öryggisbúnaður Nauðsynlegt er að huga vel að öryggi hjólreiðamanna og áður en lagt er af stað skiptir máli að reiðskjótinn sé vel búinn og í lagi. Endurskin á að vera framan og aftan á hjóli, á fótstigum og teinum og einnig þarf að vera bjalla á hjólinu svo hægt sé að vara aðra vegfarendur við ef þörf krefur. Ljós skulu vera að aftan og framan og þegar skyggja tekur er skylda að vera með ljós. Bremsur þurfa að vera í lagi og kanna þarf ástand þeirra reglulega. Auk þessa þarf hjólandi vegfarandi að vera vel sýnilegur og því er mælt með endurskinsvesti eða fötum í áberandi litum. Síðast en ekki síst er hjálmurinn mikilvægur öryggisbúnaður. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir, ungir sem aldnir noti hjálm. Hann þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Hann þarf einnig að vera CE merktur og framleiðsludagur á að koma fram á límmiða innan í hjálminum. Endingartími hjálms miðast yfirleitt við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Tryggingar reiðhjóla og reiðhjólakappa Mikilvægt er að vera vel tryggður í frístundum og þá bæði fyrir slysum og tjóni á búnaði. Ef fólk er með tryggingu á borð við Fjölskylduvernd sem innifelur slysatryggingu í frítíma er það almennt vel tryggt en þegar komið er út í keppnisíþróttir þarf að kanna málið betur. Ef þú átt dýrt hjól eða keppir í hjólreiðum þarf að skoða vel hvers konar tryggingu þú ert með og líklega er þá þörf á sérstakri reiðhjólatryggingu. Þeir sem keppa í hjólreiðum gætu einnig þurft að slysatryggja sig sérstaklega en undanfarin ár hafa tryggingafélög komið sífellt betur til móts við hjólreiðafólk þegar kemur að skilmálum. Fjölbreytt umferð Við búum við breyttan veruleika þegar kemur að umferð þar sem sífellt fleiri farartæki eru á ferðinni og tillitssemi í umferðinni hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægari. Auk reiðhjóla hafa rafhlaupahjól, rafmagnshjól og vespur rutt sér til rúms og umferð um náttúrustíga er einnig fjölbreyttari. Nýlega var þörf umræða um aukinn ágang á reiðvegum í höfuðborginni þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi nýta sér í auknum mæli sérmerkta reiðstíga, sér í lagi á tímum takmarkana og farsóttar. Þá bar því miður á því að ekki væri sýnd nægjanleg tillitssemi en gæta þarf sérstaklega að umgengni í kringum hesta sem bregðast eðli málsins samkvæmt við áreiti. Hestinum getur brugðið en farartækjunum er alfarið stjórnað af þeim sem á þeim sitja. Ef allir vanda sig og taka tillit til sérmerktra stíga eru meiri líkur á að við getum öll notið útivistarinnar með góðu samkomulagi. Aðgát skal höfð Almennt ættu allir vegfarendur að miða við að í gildi sé hægri umferð. Þá er tekið fram úr vinstra megin. Ef merki aðgreina umferð gangandi og hjólandi skal virða þau en ef þau eru ekki fyrir hendi gildir hægri umferð. Mikilvægt er að hjólreiðamenn hægi á sér og gefi merki með bjöllu tímanlega áður en komið er að gangandi vegfaranda, blindhorni eða beygju. Gangandi vegfarendur eiga yfirleitt ekki von á skyndilegum framúrakstri. Eins þarf að gæta varúðar þegar farið er yfir umferðargötur og akbraut og stígar skerast. Ýmis ákvæði eru í umferðarlögum um hjólreiðar. Hjólreiðarmaður skal almennt halda sig lengst til hægri á akrein en óhætt er að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km/klst. Bann við notkun snjalltækja gildir jafnt fyrir hjólreiðamenn sem ökumenn vélknúinna ökutækja. Ökumenn þurfa einnig að sýna tillitssemi og horfa vel fram fyrir sig. Í tengslum við umhverfið Hjólreiðar eru hópíþrótt og snúast mikið um að læra að vera í hóp. Þeir sem æfa hjólreiðar nefna til dæmis að götuhjólreiðar snúist mikið um að læra að lesa hópinn og skynja umhverfi sitt. Til að fá góða tilfinningu fyrir hvernig er að hjóla í umferð eða í hópi með öðru hjólreiðafólki þarf æfingu og þess vegna skiptir máli að fólk fari rólega af stað og viði að sér reynslu og þekkingu. Þetta er til dæmis hægt að gera hjá hjólreiðafélögum. Að lokum er vert að hnykkja á því að allur búnaður sé í lagi: góð dekk, bremsur og gírar virki og nýlegur hjálmur sem passar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Hjólreiðafólki hefur fjölgað ört síðastliðin ár og njóta hjólreiðar sívaxandi vinsælda bæði sem íþrótt og samgöngumáti. Síminn Cyclothon verður haldið dagana 22. til 25. júní 2021 en fjöldi málefna hafa fengið góðan stuðning frá Cyclothon í gegnum árin. Í ár verður safnað fyrir Landvernd og eru eflaust margir að stunda æfingar af miklum móð þessa dagana. En kapp er best með forsjá og huga þarf að ýmsum öryggisatriðum á ferðinni. Öryggisbúnaður Nauðsynlegt er að huga vel að öryggi hjólreiðamanna og áður en lagt er af stað skiptir máli að reiðskjótinn sé vel búinn og í lagi. Endurskin á að vera framan og aftan á hjóli, á fótstigum og teinum og einnig þarf að vera bjalla á hjólinu svo hægt sé að vara aðra vegfarendur við ef þörf krefur. Ljós skulu vera að aftan og framan og þegar skyggja tekur er skylda að vera með ljós. Bremsur þurfa að vera í lagi og kanna þarf ástand þeirra reglulega. Auk þessa þarf hjólandi vegfarandi að vera vel sýnilegur og því er mælt með endurskinsvesti eða fötum í áberandi litum. Síðast en ekki síst er hjálmurinn mikilvægur öryggisbúnaður. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir, ungir sem aldnir noti hjálm. Hann þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Hann þarf einnig að vera CE merktur og framleiðsludagur á að koma fram á límmiða innan í hjálminum. Endingartími hjálms miðast yfirleitt við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Tryggingar reiðhjóla og reiðhjólakappa Mikilvægt er að vera vel tryggður í frístundum og þá bæði fyrir slysum og tjóni á búnaði. Ef fólk er með tryggingu á borð við Fjölskylduvernd sem innifelur slysatryggingu í frítíma er það almennt vel tryggt en þegar komið er út í keppnisíþróttir þarf að kanna málið betur. Ef þú átt dýrt hjól eða keppir í hjólreiðum þarf að skoða vel hvers konar tryggingu þú ert með og líklega er þá þörf á sérstakri reiðhjólatryggingu. Þeir sem keppa í hjólreiðum gætu einnig þurft að slysatryggja sig sérstaklega en undanfarin ár hafa tryggingafélög komið sífellt betur til móts við hjólreiðafólk þegar kemur að skilmálum. Fjölbreytt umferð Við búum við breyttan veruleika þegar kemur að umferð þar sem sífellt fleiri farartæki eru á ferðinni og tillitssemi í umferðinni hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægari. Auk reiðhjóla hafa rafhlaupahjól, rafmagnshjól og vespur rutt sér til rúms og umferð um náttúrustíga er einnig fjölbreyttari. Nýlega var þörf umræða um aukinn ágang á reiðvegum í höfuðborginni þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi nýta sér í auknum mæli sérmerkta reiðstíga, sér í lagi á tímum takmarkana og farsóttar. Þá bar því miður á því að ekki væri sýnd nægjanleg tillitssemi en gæta þarf sérstaklega að umgengni í kringum hesta sem bregðast eðli málsins samkvæmt við áreiti. Hestinum getur brugðið en farartækjunum er alfarið stjórnað af þeim sem á þeim sitja. Ef allir vanda sig og taka tillit til sérmerktra stíga eru meiri líkur á að við getum öll notið útivistarinnar með góðu samkomulagi. Aðgát skal höfð Almennt ættu allir vegfarendur að miða við að í gildi sé hægri umferð. Þá er tekið fram úr vinstra megin. Ef merki aðgreina umferð gangandi og hjólandi skal virða þau en ef þau eru ekki fyrir hendi gildir hægri umferð. Mikilvægt er að hjólreiðamenn hægi á sér og gefi merki með bjöllu tímanlega áður en komið er að gangandi vegfaranda, blindhorni eða beygju. Gangandi vegfarendur eiga yfirleitt ekki von á skyndilegum framúrakstri. Eins þarf að gæta varúðar þegar farið er yfir umferðargötur og akbraut og stígar skerast. Ýmis ákvæði eru í umferðarlögum um hjólreiðar. Hjólreiðarmaður skal almennt halda sig lengst til hægri á akrein en óhætt er að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km/klst. Bann við notkun snjalltækja gildir jafnt fyrir hjólreiðamenn sem ökumenn vélknúinna ökutækja. Ökumenn þurfa einnig að sýna tillitssemi og horfa vel fram fyrir sig. Í tengslum við umhverfið Hjólreiðar eru hópíþrótt og snúast mikið um að læra að vera í hóp. Þeir sem æfa hjólreiðar nefna til dæmis að götuhjólreiðar snúist mikið um að læra að lesa hópinn og skynja umhverfi sitt. Til að fá góða tilfinningu fyrir hvernig er að hjóla í umferð eða í hópi með öðru hjólreiðafólki þarf æfingu og þess vegna skiptir máli að fólk fari rólega af stað og viði að sér reynslu og þekkingu. Þetta er til dæmis hægt að gera hjá hjólreiðafélögum. Að lokum er vert að hnykkja á því að allur búnaður sé í lagi: góð dekk, bremsur og gírar virki og nýlegur hjálmur sem passar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun