Ísland á að vera frjálst land Bryndís Haraldsdóttir skrifar 27. maí 2021 07:31 Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi. Hlutverk fjölmiðla er að vera beittir og veita bæði fyrirtækjum og stjórnvöldum aðhald. Þeir eiga að vanda sína umfjöllun og segja satt og rétt frá en til þess að fjölmiðlar virki sem skyldi þurfa þeir að vera gagnrýnir og þeir þurfa líka að vera opnir fyrir gagnrýni á störf sín. Fjölmiðlar þurfa að hafa rými frá samfélaginu til þess að sinna skyldum sínum óáreittir. Fyrirtæki þurfa að hlýta þessum sömu reglum. Öll fyrirtæki sem ætla sér að eiga bjarta framtíð þurfa að huga að samfélagslegri ábyrgð sinni. Í sinni einföldustu mynd felast (sjálfbærni) og samfélagsleg ábyrgð á því að fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið. Samfélagslega ábyrg hugsun getur meðal annars orðið uppspretta nýrra viðskiptatækifæra og veitt þeim fyrirtækjum sem vinna vel mikið forskot bæði innanlands og utan. Samkeppnishæfni fyrirtækja í dag veltur á því hversu vel þau axla ábyrgð því neytendur gera sífellt meiri kröfur um ábyrga hegðun. Fyrirtækin verða að axla ábyrgð sína og leitast við að hafa uppbyggileg áhrif á umhverfið sitt en ekki skaða það. Stuðningur við íþróttafélög og menningu er gott og mikilvægt en það er ekki nóg. Fyrirtæki sem taka samfélagslega ábyrgð alvarlega, þurfa að standa sig vel í félagslegu þáttunum líka, ekki bara þeim umhverfislegu, virða lýðræðið og alls ekki beita sér gegn því. Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Samfélagsleg ábyrgð Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi. Hlutverk fjölmiðla er að vera beittir og veita bæði fyrirtækjum og stjórnvöldum aðhald. Þeir eiga að vanda sína umfjöllun og segja satt og rétt frá en til þess að fjölmiðlar virki sem skyldi þurfa þeir að vera gagnrýnir og þeir þurfa líka að vera opnir fyrir gagnrýni á störf sín. Fjölmiðlar þurfa að hafa rými frá samfélaginu til þess að sinna skyldum sínum óáreittir. Fyrirtæki þurfa að hlýta þessum sömu reglum. Öll fyrirtæki sem ætla sér að eiga bjarta framtíð þurfa að huga að samfélagslegri ábyrgð sinni. Í sinni einföldustu mynd felast (sjálfbærni) og samfélagsleg ábyrgð á því að fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið. Samfélagslega ábyrg hugsun getur meðal annars orðið uppspretta nýrra viðskiptatækifæra og veitt þeim fyrirtækjum sem vinna vel mikið forskot bæði innanlands og utan. Samkeppnishæfni fyrirtækja í dag veltur á því hversu vel þau axla ábyrgð því neytendur gera sífellt meiri kröfur um ábyrga hegðun. Fyrirtækin verða að axla ábyrgð sína og leitast við að hafa uppbyggileg áhrif á umhverfið sitt en ekki skaða það. Stuðningur við íþróttafélög og menningu er gott og mikilvægt en það er ekki nóg. Fyrirtæki sem taka samfélagslega ábyrgð alvarlega, þurfa að standa sig vel í félagslegu þáttunum líka, ekki bara þeim umhverfislegu, virða lýðræðið og alls ekki beita sér gegn því. Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun