Landsbyggðin eignast fulltrúa í úrslitum í fyrsta sinn í sextán ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2021 11:01 Leikmenn KA/Þórs fagna deildarmeistaratitlinum sem það vann á dögunum. vísir/hulda margrét Í dag kemur í ljós hvort KA/Þór eða ÍBV mætir Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV fer fram í KA-heimilinu og hefst klukkan 15:00. ÍBV vann fyrsta leik liðanna á Akureyri, 26-27, á sunnudaginn en KA/Þór tryggði sér oddaleik með því að vinna í Eyjum á miðvikudaginn, 21-24. Það var fyrsta tap Eyjakvenna í úrslitakeppninni en þær unnu Stjörnukonur, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þar sátu Akureyringar hjá líkt og Frammarar. Hvernig sem leikurinn í dag fer er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2005 verður lið af landsbyggðinni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV komst þá í úrslit þriðja árið í röð en tapaði fyrir Haukum, 3-0. Eyjakonur hafa fjórum sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu hann 2000, 2003 og 2004 og svo 2006 þegar engin úrslitakeppni var. Harpa Valey Gylfadóttir er mikilvægur hlekkur hjá ÍBV.vísir/hulda margrét KA/Þór er hins vegar á ókunnugum slóðum en liðið er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. KA/Þór komst upp í Olís-deildina 2018 og lenti í 5. sæti hennar tímabilið 2018-19. Í fyrra var KA/Þór í 6. sæti þegar tímabilið var blásið af. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit í fyrsta sinn þar sem það steinlá fyrir Fram. KA/Þór þegar unnið tvo titla á þessu tímabili og tryggt sér þá báða í Safamýrinni. Liðið vann Meistarakeppnina síðasta haust og svo deildarmeistaratitilinn í vor. Í fyrsta leiknum í einvíginu reyndust Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir KA/Þór erfiðar og skoruðu samtals nítján af 27 mörkum ÍBV. Í leiknum á miðvikudaginn gekk Akureyringum betur að hemja þær og þær skoruðu aðeins sjö mörk úr samtals 29 skotum. Hornamaðurinn efnilegi, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur besti leikmaður KA/Þórs í einvíginu. Hún skoraði sex mörk í fyrsta og öðrum leiknum og var með afbragðs góða skotnýtingu. Oddaeikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður svo farið yfir hann í Seinni bylgjunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
ÍBV vann fyrsta leik liðanna á Akureyri, 26-27, á sunnudaginn en KA/Þór tryggði sér oddaleik með því að vinna í Eyjum á miðvikudaginn, 21-24. Það var fyrsta tap Eyjakvenna í úrslitakeppninni en þær unnu Stjörnukonur, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þar sátu Akureyringar hjá líkt og Frammarar. Hvernig sem leikurinn í dag fer er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2005 verður lið af landsbyggðinni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV komst þá í úrslit þriðja árið í röð en tapaði fyrir Haukum, 3-0. Eyjakonur hafa fjórum sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu hann 2000, 2003 og 2004 og svo 2006 þegar engin úrslitakeppni var. Harpa Valey Gylfadóttir er mikilvægur hlekkur hjá ÍBV.vísir/hulda margrét KA/Þór er hins vegar á ókunnugum slóðum en liðið er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. KA/Þór komst upp í Olís-deildina 2018 og lenti í 5. sæti hennar tímabilið 2018-19. Í fyrra var KA/Þór í 6. sæti þegar tímabilið var blásið af. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit í fyrsta sinn þar sem það steinlá fyrir Fram. KA/Þór þegar unnið tvo titla á þessu tímabili og tryggt sér þá báða í Safamýrinni. Liðið vann Meistarakeppnina síðasta haust og svo deildarmeistaratitilinn í vor. Í fyrsta leiknum í einvíginu reyndust Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir KA/Þór erfiðar og skoruðu samtals nítján af 27 mörkum ÍBV. Í leiknum á miðvikudaginn gekk Akureyringum betur að hemja þær og þær skoruðu aðeins sjö mörk úr samtals 29 skotum. Hornamaðurinn efnilegi, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur besti leikmaður KA/Þórs í einvíginu. Hún skoraði sex mörk í fyrsta og öðrum leiknum og var með afbragðs góða skotnýtingu. Oddaeikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður svo farið yfir hann í Seinni bylgjunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira