Að vera sænskur jafnaðarmaður eða íslenskur Guðbrandur Einarsson skrifar 29. maí 2021 08:00 Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða. Í Svíþjóð hef ég búið og þar leið mér vel. Þeirra velferðarkerfi er sterkt og heldur vel utan um alla landsmenn. Viltu einfalt kerfi eða flókið? Mér þótti það sérstakt þegar ég flutti þangað, að inn um bréfalúguna komu upplýsingar um hvernig við ættum að snúa okkur varðandi þær bætur sem við áttum rétt á s.s. barna- og húsnæðisbætur. Eitthvað af þessu gerðist reyndar bara sjálfkrafa og við þurftum ekkert að hafa fyrir því að sækja um. Annað var á teningnum þegar við svo fluttum heim aftur. Þá kostaði það talsverða fyrirhöfn að komast inn í kerfið aftur. Upplýsingar sem við fengum að fyrra bragði voru takmarkaðar og stuðningur við fjölskyldufólk mun minni en við höfðum kynnst í Svíþjóð vegna þess að íslenska velferðarkerfið er tekjutengt í bak og fyrir. Heilbrigðisþjónusta hinna sænsku jafnaðarmanna Einn þáttur sem vegur þungt, þegar rætt er um velferðarkerfi, er heilbrigðisþjónusta og þar hafa Svíar staðið sig afar vel. Svo vel að að þeir hafa verið tilbúnir til að taka við sjúklingum frá Íslandi sem gefist hafa upp á löngum biðlistum og að lifa mánuðum eða árum saman við sársauka og þjáningar hér heima. Fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu vefst ekkert fyrir jafnaðarmönnum fyrirheitna landsins og þar starfa m.a. einkareknar stofur sem taka gjarnan við sjúklingum frá Íslandi. Jafnaðarmenn á Íslandi, sem kenna sig við Samfylkinguna, virðast einhverra hluta vegna sjá einkarekinni heilbrigðisþjónustu allt til forráttu og telja að opinberir aðilar séu þeir einu sem veitt geta almennilega þjónustu á þessu sviði. Á Íslandi eru 72 heilsugæslur á vegum hins opinbera en einungis fjórar sjálfstæðar heilsugæslustöðvar, 5% af öllum heilsugæslum. Í Svíþjóð eru einkareknar heilsugæslustöðvar 496 sem er um 43% af heildarfjöldanum, sé miðað við tölur frá 2018. Einhverra hluta vegna virðast sænskir jafnaðarmenn treysta markaðnum betur en íslenskir Samfylkingarjafnaðarmenn. Ég kýs að leita í smiðju þeirra sænsku. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða. Í Svíþjóð hef ég búið og þar leið mér vel. Þeirra velferðarkerfi er sterkt og heldur vel utan um alla landsmenn. Viltu einfalt kerfi eða flókið? Mér þótti það sérstakt þegar ég flutti þangað, að inn um bréfalúguna komu upplýsingar um hvernig við ættum að snúa okkur varðandi þær bætur sem við áttum rétt á s.s. barna- og húsnæðisbætur. Eitthvað af þessu gerðist reyndar bara sjálfkrafa og við þurftum ekkert að hafa fyrir því að sækja um. Annað var á teningnum þegar við svo fluttum heim aftur. Þá kostaði það talsverða fyrirhöfn að komast inn í kerfið aftur. Upplýsingar sem við fengum að fyrra bragði voru takmarkaðar og stuðningur við fjölskyldufólk mun minni en við höfðum kynnst í Svíþjóð vegna þess að íslenska velferðarkerfið er tekjutengt í bak og fyrir. Heilbrigðisþjónusta hinna sænsku jafnaðarmanna Einn þáttur sem vegur þungt, þegar rætt er um velferðarkerfi, er heilbrigðisþjónusta og þar hafa Svíar staðið sig afar vel. Svo vel að að þeir hafa verið tilbúnir til að taka við sjúklingum frá Íslandi sem gefist hafa upp á löngum biðlistum og að lifa mánuðum eða árum saman við sársauka og þjáningar hér heima. Fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu vefst ekkert fyrir jafnaðarmönnum fyrirheitna landsins og þar starfa m.a. einkareknar stofur sem taka gjarnan við sjúklingum frá Íslandi. Jafnaðarmenn á Íslandi, sem kenna sig við Samfylkinguna, virðast einhverra hluta vegna sjá einkarekinni heilbrigðisþjónustu allt til forráttu og telja að opinberir aðilar séu þeir einu sem veitt geta almennilega þjónustu á þessu sviði. Á Íslandi eru 72 heilsugæslur á vegum hins opinbera en einungis fjórar sjálfstæðar heilsugæslustöðvar, 5% af öllum heilsugæslum. Í Svíþjóð eru einkareknar heilsugæslustöðvar 496 sem er um 43% af heildarfjöldanum, sé miðað við tölur frá 2018. Einhverra hluta vegna virðast sænskir jafnaðarmenn treysta markaðnum betur en íslenskir Samfylkingarjafnaðarmenn. Ég kýs að leita í smiðju þeirra sænsku. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar