Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:54 Starfsfólk í sýnatökugáminum býr sig undir komu flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/arnar Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu. Sýnataka og móttaka vottorða fór áður fram á tveimur mismunandi stöðum inni í miðri flugstöðinni. Nú sýna farþegar hins vegar bólusetningar- og PCR-vottorð í komusal - og fara að því búnu í sýnatöku í sérútbúnum gámi fyrir utan flugstöðina. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir nýju aðstöðuna hafa gefist mjög vel. „Málið var það að við vorum komin alveg að þanmörkum þar sem við vorum staðsett á öðrum stað í byggingunni, þar vorum við með einhverjar níu vinnustöðvar en hér er búið að opna átján vinnustöðvar þannig að þetta er búið að auka flæði gríðarlega.“ Arngrímur reiknar með breytingum á skimunarfyrirkomulaginu um miðjan júní. „Við erum að vona að þetta sé að auka um helming hjá okkur, afkastagetan, en á sama tíma er farþegunum að fjölga alveg gríðarlega. Þannig að það er spurning hvenær þessi aðstaða hjá okkur springur líka.“ Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Almennt hafi gengið vel að taka á móti ferðamönnum á vellinum. „Það er alltaf eitthvað um það að ferðamenn komi til landsins sem hafa ekki þessar heimildir sem ég hef nefnt áður og við höfum þurft að vísa aftur til síns heima. Þannig að nei, ekkert stórt en það er alltaf einn og einn sem er ekki alveg búinn að kynna sér hvernig á að ferðast til Íslands og hvaða gögn þarf að hafa með sér.“ Beðið eftir farþegum til að skima.Vísir/Arnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Sýnataka og móttaka vottorða fór áður fram á tveimur mismunandi stöðum inni í miðri flugstöðinni. Nú sýna farþegar hins vegar bólusetningar- og PCR-vottorð í komusal - og fara að því búnu í sýnatöku í sérútbúnum gámi fyrir utan flugstöðina. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir nýju aðstöðuna hafa gefist mjög vel. „Málið var það að við vorum komin alveg að þanmörkum þar sem við vorum staðsett á öðrum stað í byggingunni, þar vorum við með einhverjar níu vinnustöðvar en hér er búið að opna átján vinnustöðvar þannig að þetta er búið að auka flæði gríðarlega.“ Arngrímur reiknar með breytingum á skimunarfyrirkomulaginu um miðjan júní. „Við erum að vona að þetta sé að auka um helming hjá okkur, afkastagetan, en á sama tíma er farþegunum að fjölga alveg gríðarlega. Þannig að það er spurning hvenær þessi aðstaða hjá okkur springur líka.“ Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Almennt hafi gengið vel að taka á móti ferðamönnum á vellinum. „Það er alltaf eitthvað um það að ferðamenn komi til landsins sem hafa ekki þessar heimildir sem ég hef nefnt áður og við höfum þurft að vísa aftur til síns heima. Þannig að nei, ekkert stórt en það er alltaf einn og einn sem er ekki alveg búinn að kynna sér hvernig á að ferðast til Íslands og hvaða gögn þarf að hafa með sér.“ Beðið eftir farþegum til að skima.Vísir/Arnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira