Þegar tvö þúsund atkvæði hafa verið talin Guðrún er með 1.049 atkvæði í fyrsta sætið en Vilhjálmur er með 1.093 atkvæði í fyrsta og annað sætið. Bæði sóttust þau eftir að leiða listann.
Guðrún er fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjöríss.
Í þriðja sæti er annar sitjandi þingmaður flokksins, Ásmundur Friðriksson, með 993 atkvæði samanlagt í fyrsta til þriðja sæti. Í því fjórða er Björgvin Jóhannesson og Ingveldur Anna Sigurðardóttir í því fimmta.
Enn á eftir að telja allavega rúmlega þrjú þúsund atkvæði og er því engan veginn ljóst hvernig endanlegur listi mun líta út. Prófkjörið stóð yfir í dag en klukkan 17:20 höfðu 4.160 manns kosið. Flestir kjörstaðir lokuðu klukkan 18.
Fréttin var uppfærð klukkan 23:30 eftir að næstu tölur komu inn. Sætin á listanum breyttust ekkert eftir að næstu þúsund atkvæði höfðu verið talin.